Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 2
Jólaferð til Parísar Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Dásamleg jólaferð til einnar glæsilegustu borgar Evrópu. Töfrandi ljósadýrðin og hin mikla hátíðarstemning um alla borg skapar einstaka upplifun í upphafi aðventunnar. Sp ör e hf . 26. - 29. nóvember Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið m.a. skoðunarferð um París! Sýna allar myndir eftir bókum Laxness Á undanförnum árum hefur orðið gríðarlegur vöxtur í hópfjármögnun og jafningja­ lánum, þar sem fjöldinn tekur sig saman og styður fram­ kvæmd án aðkomu stórra fjársterkra aðila eins og banka og fjármálafyrirtækja. Þá er fjöldi fyrirtækja farinn að bjóða hópfjármögnun hlutafjár þar sem sprotafyrir­ tæki sækja sér fjárfestingu frá hundruðum eða þúsund­ um einstaklinga Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karol­ ina Fund, segir að umfang óhefðbundinnar fjármögn­ unar í Evrópu árið 2014 hafi verið um þrír milljarðar evra og hafi aukist um 144% frá árinu á undan. „Áætlað er að umfang óhefðbundinnar fjár­ mögnunar nái sjö milljörðum evra á árinu 2015 í Evrópu, en á Íslandi hafa 146 skapandi verkefni, frá hljómplötum til leiksýninga og kvikmynda safnað yfir 100 milljónum króna í gegnum vefinn Karol­ ina Fund,“ segir Ingi Rafn. Um sex pró sent allr ar hóp­ fjár mögn un ar í Evr ópu fer til nor rænna verk efna en mis­ mun andi síður eru vin sæl­ ar í hverju landi fyr ir sig og þau verkefni sem skráð eru á síðu Karolina Fund á Íslandi ná bestum árangri. Þau hóp­ fjár mögn un ar verk efni sem hafa náð best um ár angri á Íslandi eru tölvu póst for ritið Mailpile, Geita búið Háa fell, hljóm sveit in Árstíðir, Stund in og Sirkús Íslands. ­ fb  Stuðningur Hópfjármögnun Sífellt vinSælli Yfir 100 milljónir króna hafa safnast á Karolina Fund Geitabúið Háafell er eitt þeirra verkefna sem bestum árangri hafa náð á Karolina Fund. Í desember verða 60 ár liðin frá því að Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Af því tilefni sýnir RÚV allar kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir sögum hans. Þar á meðal eru sjaldséðar perlur eins og Brekkukotsannáll, Paradísarheimt, Salka Valka og Atómstöðin sem ekki hafa verið sýndar opinberlega í áratugi. Einnig verða sýndar myndirnar Kristnihald undir Jökli og Ungfrúin góða og húsið. Allar verða þær sýndar í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi í endurbættum útgáfum, bæði hvað varðar hljóð- og myndgæði. Myndirnar verða sýndar á sunnudagskvöldum í vetur og er það þáttur í sýningum á leiknu íslensku efni alla sunnudaga í vetur. Myndirnar verða sýndar í aldursröð frá 18. október til 13. desember og er Salka Valka frá 1954 fyrst á dagskrá. Tilnefnd þriðja árið í röð Vefur íslenska fyrirtækisins Dohop er til- nefndur sem besti flugleitarvefur í heimi af samtökunum World Travel Awards. Þetta er þriðja árið í röð sem Dohop hlýtur þessa tilnefningu en fyrirtækið hlaut verðlaunin í fyrra. „Okkur finnst þetta auðvitað frábært, sérstaklega af því að vefurinn er tíu ára nú í ár. Við unnum þetta nokkuð óvænt í fyrra og vonumst auðvitað til að vinna þetta aftur í ár,“ segir Davíð Gunnarsson, forstjóri Dohop, en allir geta tekið þátt í kosningunni á netinu. 300 milljónir vegna forsetakosninga Gert er ráð fyrir því að útgjöld ríkissjóðs vegna forsetakosninganna á næsta ári geti numið allt að 300 milljónum króna, að því er fram kemur í fjárlaga- frumvarpinu. Í því er jafnframt gert ráð fyrir 259,7 milljóna króna útgjöldum vegna forsetaembættis- ins. Kostnaður vegna almenns reksturs embættisins er áætlaður 253,7 milljónir króna en 6 milljónir króna eru eyrna- merktar viðhaldi Laufásvegar 72. Framlag til opinberra heimsókna forsetans á næsta ári er 35,4 milljónir króna. Seltjarnarnes vill taka á móti flóttamönnum Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness síðastliðinn miðvikudag lýsti bæjarstjórn yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki og fól bæjarstjóra, Ásgerði Halldórs- dóttur, að ræða við starfsmann flóttamannanefndar um fram- kvæmd mála. Í bókun bæjarstjórnar Seltjarnar- ness segir: Bæjarstjórn sam- þykkir að leggja fram aðstoð við að taka á móti flóttafólki sem nú dvelur m.a. í flótta- mannabúðum í ýmsum löndum Evrópu eftir að hafa flúið stríðsátök og hörmungar í löndum sínum, ekki síst Sýrlandi, og felur bæjarstjóra að til- kynna velferðarráðuneytinu þennan vilja sinn. H ópurinn stóð fyrir rannsókn á átta manns sem létust úr taugahrörnunarsjúkdómn­ um Creutzfeldt­Jakob. Einstakling­ arnir fengu allir vaxtarhormón sem börn sem tekið var úr heiladingli látins fólks. Við krufningu áttmenn­ inganna komu hins vegar einnig í ljós breytingar á heilastarfsemi sem tengjast alzheimer. Í heila alzhei­ merssjúklinga má finna kekki af lím­ kenndu efni úr próteinbrotum, sem kallast beta amyloid. Þetta prótein­ brot fannst í sex af átta sjúklingum. Sjúklingarnir voru á aldrinum 36­51 árs og því heldur ungir til að sýna merki um Alzheimer og enginn hafði erfðafræðileg tengsl við sjúkdóminn. Eftir ítarlegar rannsóknir kom í ljós að próteinbrotin bárust til sjúk­ lingana í gegnum vaxtarhormónin. Niðurstaða vísindamannanna var að vaxtarhormónið sem fólkinu var gefið í æsku hafi borið í sér prótín úr heiladingli sem olli því að amyloid flekkirnir byrjuðu að safnast upp í heila þeirra. Engin leið sé hins vegar til þess að þetta gæti gerst í dag þar sem vaxtarhormón hafi ekki verið unnin úr heilavef frá því á 9. áratug síðustu aldar. Gömul tilgáta endurvakin „Það voru töluverðar umræður um hugsanlegar smitleiðir árið 1990, í tengslum við Creutzfeldt­Jakob sjúkdóminn. Þessi rannsókn endur­ vekur því gamla tilgátu, sem síðan á eftir að rannsaka frekar,“ segir Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækn­ ingardeild Landspítalans. Niðurstöð­ ur vísindamannanna auka þó án efa þann möguleika að þessi próteinbrot geti borist milli einstaklinga í lækn­ isfræðilegum aðgerðum. Sá mögu­ leiki er því fyrir hendi að alzheimer, eða að minnsta kosti þær breytingar á heilastarfsemi sem leiða til sjúk­ dómsins, geti borist manna á milli. „Sjúkdómurinn er þó ekki smitandi sem slíkur,“ segir Jón. Smitefni sem festist við málm Próteinbrotin amyloid sem leiða til breytingar á heilastarfsemi eru þó búin þeim einkennum að þau festast við málm og því getur verið erfitt að fjarlægja þau, jafnvel með ítarlegum sótthreinsandi aðferðum. Möguleg afleiðing þessara niðurstaðna er að tól skurðlækna gætu hugsanlega borið prótín úr sjúklingi með alzhei­ mer. Það er þó talið ákaflega ólíkleg­ ur möguleiki. „Samkvæmt ströngum reglum eru skurðáhöld þvegin og síðan sett í 120 gráðu gufuhita til að eyða bakteríum en það er vitað að þetta tiltekna próteinbrot geti lifað það af,“ segir Jón. Að hans mati væri þó hægt að fyrirbyggja möguleg smit með því að hækka hitastig eða lengja tíma sem tól eru í hreinsun, það hafi að minnsta kosti verið gert þegar þessi umræða kom upp fyrir 25 árum. Jón er á leið utan í næstu viku þar sem hann mun meðal annars hitta breska erfðafræðisér­ fræðinginn John Hardy, en í hann er vitnað í The Nature. „Ég hyggst ræða þessar niðurstöður frekar við hann þá,“ segir Jón. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is  lækniSfræði gömul tilgáta um Smitleiðir endurvakin Prótein sem veldur alzheimer getur borist milli manna Samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í tímaritinu Nature er mögulegt að próteinbrot sem finna má í heila alzheimerssjúklinga geta borist milli manna. Forsvarsmaður rannsóknarhóps við University College í London, prófessor John Collinge varar við því að ákveðin tegund próteins, beta amyloid, sem finnst í heila fólks með alzheimer geti mögulega borist milli einstaklinga í gegnum tól og tæki sem notast er við í læknisfræðilegum aðgerðum. Jón Snædal yfirlæknir ræðir við breskan erfðafræðisérfræðing um málið í næstu viku. Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningardeild Land- spítalans. Í heila alzheimerssjúklinga má finna kekki af límkenndu efni úr próteinbrotum, sem kallast beta amyloid. Vegna hversu límkennt það er getur það lifað af sótt- hreinsun og því er möguleiki á að próteinið geti smitast milli manna. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty 2 fréttir Helgin 11.-13. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.