Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 19
Sara og Rich á samfélagsmiðlunum 859.397 like á síðu hans á Facebook. 12.198 like á síðu hennar á Facebook. 1.055.530 áhorf á Youtube-myndbandið þar sem tilkynnt er um brúðkaupið. 45.300 fylgjendur á Instagram-síðu hennar. 432.000 fylgjendur á Instagram-síðu hans. Þetta er yfirleitt frekar venjulegt nema þegar Rich fer á sýningar. Hann þarf að ferðast mikið. Á næsta ári förum við væntanlega um allan heim, England, Þýskaland, Brasilíu og víðar. Hann fer á marg- ar sýningar út af fyrirtækinu.“ Planið að eignast börn saman Ætlarðu ekkert að koma með eigin- manninn tilvonandi og sýna honum Ísland? „Jú, það er planið, einn daginn. Við ætluðum að koma í ár en það gafst ekki tími til þess. En það er klárlega planið. Ég veit að það eru margir sem myndu vilja fá hann í heimsókn.“ Ætlið þið að eignast börn saman? „Það er alveg búið að ræða það, já. Ég sagði frá upphafi að ég vildi eignast fjölskyldu. Það verður kannski ekki á næsta ári eða árið þar eftir. En það er „semi“ stutt í það.“ Þetta verða náttúrlega „hrika- legir“ krakkar, með svona sterka foreldra? „Já, ég held það,“ segir hún og hlær við. Ætla að fá sér húðflúr í brúð- kaupinu Sara og Rich búa í Los Angeles, í tæplega fimm hundruð fermetra húsi með stórum garði og körfu- boltavelli. Hún segir að þau ætli reyndar að flytja innan tíðar og minnka aðeins við sig. „Það er mjög dýrt að búa þarna. Við ætlum að finna okkur eitthvað á einni hæð með sundlaug. Við þurfum ekki körfuboltavöll og garðinn notum við bara fyrir hundana.“ Á samfélagsmiðlunum má sjá að þið keyrið um á flottum bílum á borð við Maserati... „Já, Rich vill alltaf eiga það flott- asta og ég hef alltaf verið mikil bílakelling. Við erum alveg eins með það. Við erum reyndar eigin- lega eins með allt, hann er eins og karlaútgáfan af mér,“ segir hún. Eitt er þó ólíkt með ykkur. Þú ert ekki öll í húðflúrum eins og hann. „Nei, ég er ekki í þeim bransa. Við ætlum reyndar að fá okkur King & Queen á hliðina á handar- bakinu á okkur. Það verður tattú- listamaður í brúðkaupinu sem mun húðflúra fólk frítt.“ Ætlarðu að taka upp eftirnafn hans? „Já, klárlega. Það getur enginn sagt Heimisdóttir hérna og Sara Piana hljómar mjög vel.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is viðtal 19 Helgin 11.-13. september 2015 fréttablaðið 4x30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.