Fréttatíminn - 11.09.2015, Page 19
Sara og Rich á samfélagsmiðlunum
859.397 like á síðu hans á Facebook.
12.198 like á síðu hennar á Facebook.
1.055.530 áhorf á Youtube-myndbandið þar sem tilkynnt er um brúðkaupið.
45.300 fylgjendur á Instagram-síðu hennar.
432.000 fylgjendur á Instagram-síðu hans.
Þetta er yfirleitt frekar venjulegt
nema þegar Rich fer á sýningar.
Hann þarf að ferðast mikið. Á
næsta ári förum við væntanlega um
allan heim, England, Þýskaland,
Brasilíu og víðar. Hann fer á marg-
ar sýningar út af fyrirtækinu.“
Planið að eignast börn saman
Ætlarðu ekkert að koma með eigin-
manninn tilvonandi og sýna honum
Ísland?
„Jú, það er planið, einn daginn.
Við ætluðum að koma í ár en það
gafst ekki tími til þess. En það er
klárlega planið. Ég veit að það eru
margir sem myndu vilja fá hann í
heimsókn.“
Ætlið þið að eignast börn saman?
„Það er alveg búið að ræða það,
já. Ég sagði frá upphafi að ég vildi
eignast fjölskyldu. Það verður
kannski ekki á næsta ári eða árið
þar eftir. En það er „semi“ stutt í
það.“
Þetta verða náttúrlega „hrika-
legir“ krakkar, með svona sterka
foreldra?
„Já, ég held það,“ segir hún og
hlær við.
Ætla að fá sér húðflúr í brúð-
kaupinu
Sara og Rich búa í Los Angeles, í
tæplega fimm hundruð fermetra
húsi með stórum garði og körfu-
boltavelli. Hún segir að þau ætli
reyndar að flytja innan tíðar og
minnka aðeins við sig. „Það er
mjög dýrt að búa þarna. Við ætlum
að finna okkur eitthvað á einni hæð
með sundlaug. Við þurfum ekki
körfuboltavöll og garðinn notum
við bara fyrir hundana.“
Á samfélagsmiðlunum má sjá
að þið keyrið um á flottum bílum á
borð við Maserati...
„Já, Rich vill alltaf eiga það flott-
asta og ég hef alltaf verið mikil
bílakelling. Við erum alveg eins
með það. Við erum reyndar eigin-
lega eins með allt, hann er eins og
karlaútgáfan af mér,“ segir hún.
Eitt er þó ólíkt með ykkur. Þú ert
ekki öll í húðflúrum eins og hann.
„Nei, ég er ekki í þeim bransa.
Við ætlum reyndar að fá okkur
King & Queen á hliðina á handar-
bakinu á okkur. Það verður tattú-
listamaður í brúðkaupinu sem mun
húðflúra fólk frítt.“
Ætlarðu að taka upp eftirnafn
hans?
„Já, klárlega. Það getur enginn
sagt Heimisdóttir hérna og Sara
Piana hljómar mjög vel.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
viðtal 19 Helgin 11.-13. september 2015
fréttablaðið 4x30