Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 50
frá eyrunum til heyrnarstöðvar- innar ekki nægilega skýrt og heil- inn reynir að fylla upp í eyðurnar. Sumar setningar er auðvelt að mis- skilja en vissulega ná sumir að geta í eyðurnar en það getur verið erfitt og þreytandi til lengdar að taka þátt í samræðum með skerta heyrn,“ segir Anna Linda. Að hennar sögn eru ekki margir sem átta sig á því hversu mikla orku það tekur frá fólki að þurfa stöðugt að einbeita sér að því að heyra. „Sumir sem koma til okkar hafa þó bara gefist upp á að reyna að heyra í krefjandi aðstæðum eins og fjölmenni og klið og segjast einfaldlega ekki nenna að hlusta þegar aðstæður eru erfiðar eða hætta jafnvel að taka þátt.“ Ný tækni sem auðveldar heil- anum að skilja hljóð Nýjustu heyrnartæki frá Oticon búa yfir einstakri tækni sem kallast BrainHearing™. Þessi tækni gerir það að verkum að mikilvægar upp- lýsingar eins og smáatriði í talmáli berast skýrar til heyrnarstöðvar- innar þannig að heilinn þarf ekki að eyða eins mikilli orku í að fylla upp í götin. Tæknin gerir heyrnartækj- unum kleift að vinna saman sem eitt kerfi til að hjálpa notandanum að staðsetja hljóð og draga úr áreynslu sem fylgir því að hlusta á samtöl. BrainHearing™ tæknin sér um að koma hljóðinu eins hreinu og skýru og mögulegt er til þess að auðvelda heilanum að skilja það. Frí heyrnarmæling og heyrnar- tæki til prufu í vikutíma Hjá Heyrnartækni er hægt að fá heyrnartæki til prufu í vikutíma en það getur verið mikilvægt fyrir þá sem eru að fá sér heyrnartæki í fyrsta sinn að vera með þau í einhvern tíma áður en tækin eru keypt. „Vikuprófun getur gefið þér nokkuð góða mynd af því hvernig þér líður með tækin, bæði hvernig það er að vera með þau í eyrunum og eins hvernig þau hljóma. Fyrsta skrefið er að bóka tíma í heyrnar- mælingu til að sjá hvort tímabært sé að fara að nota heyrnartæki,“ segir Anna Linda. Skoðun og heyrnarmæling tekur um 40 mín- útur og að henni lokinni er farið yfir niðurstöðu mælingarinnar og boðið upp á heyrnartækjaráðgjöf. „Það getur verið gott að fá maka, ættingja eða vin með sér í þetta ferli, sérstaklega í ráðgjöfina, en þar eru veittar mikilvægar upp- lýsingar sem stundum getur verið betra fyrir tvo að muna.” Nánari upplýsingar má finna á www.heyrnartaekni.is Unnið í samstarfi við Heyrnartækni 50 heilsutíminn Helgin 11.-13. september 2015 Er kominn tími til að nota heyrnartæki? Ég _æki _örnin og tala við _ _estinnFlestum þykir mikilvægt að huga að heilsunni og leita sér að- stoðar þegar eitthvað bjátar á. Heyrnarskerðing er eins og hvert annað mikilvægt heilsuvandamál sem þarf að bregðast við. Því fyrr sem vandamálið er meðhöndlað því betri verður útkoman. A nna Linda Guðmundsdótt-ir, hjúkrunarfræðingur hjá Heyrnartækni í Glæsibæ, segir að heyrnarskerðing geti haft margvísleg áhrif á líðan og heilsu og því er mikilvægt að hugsa um hana sem hluta af almennri heilsu. „Því miður bíða margir of lengi með að leita sér aðstoðar og stundum tekur það fólk nokkur ár að gera eitthvað í málunum. Að fá sér heyrn- artæki er vissulega stórt skref en það getur skilað viðkomandi mikl- um ávinningi.“ Rannsóknir hafa sýnt að notkun heyrnartækja sem meðferð við heyrnarskerðingu hef- ur jákvæð áhrif á lífsgæði. „Heyrn- artæki hjálpa þér bæði að heyra betur og líða betur. Bestu heyrnar- tækin eru þau sem skila þér skýru og eðlilegu hljóði og tryggja að þú sért ekki þreytt eða þreyttur í lok dags,“ segir Anna Linda. Að geta í eyðurnar Fæstir leiða hugann að því að heyrn er ekki eitthvað sem á sér eingöngu stað í eyrunum. Það sem gerist á milli þeirra, í heyrnarstöð heilans er jafn mikilvægt. „Þar verður hljóð að upplýsingum sem hefur einhverja merkingu fyrir okkur. Þegar heyrn er skert, hvort sem það er vegna aldurstengdra breytinga í innra eyra, hávaðaskemmda eða vanda- mála í miðeyra er hljóðið sem berst „Þegar heyrn er skert er hljóðið sem berst frá eyrunum til heyrnarstöðvarinnar ekki nægilega skýrt og heilinn reynir að fylla upp í eyðurnar. Sumar setningar er auðvelt að misskilja en vissulega ná sumir að geta í eyðurnar en það getur verið erfitt og þreytandi til lengdar að taka þátt í samræðum með skerta heyrn,“ segir Anna Linda, hjúkrunarfræðingur hjá Heyrnartækni. Hjá Heyrnartækni er hægt að fá mikið úrval heyrn- artækja í ólíkum verðflokkum. Anna Linda Guðmundsdóttir starfar sem hjúkrunarfræðingur hjá Heyrnartækni í Glæsibæ. Þar er boðið upp á fría heyrnar- mælingu og heyrnartæki til prufu í eina viku. Mynd/Hari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.