Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Page 74

Fréttatíminn - 11.09.2015, Page 74
 Tækni kunnuglegir sTaðir í nýja iPhone símanum Íslenskar fyrirsætur í kynningu fyrir iPhone Þ egar tölvurisinn Apple kynn-ir nýjar vörur fylgist heimur-inn með. Í vikunni kynnti Apple nýja útgáfu af iPhone síman- um, svokallaðan iPhone 6S sem er betrumbætt útgáfa af iPhone 6 sem kom á markað á síðasta ári. Á kynn- ingu Apple á nýjustu vörum sínum í vikunni, sem horft er á um heim allan, birtust myndir af íslenskri náttúru og íslensku fólki, og auð- vitað fóru þær sem eldur um sinu á íslenskum vefmiðlum. Myndirnar voru teknar hér á landi fyrir rúm- um tveimur mánuðum og var það framleiðslufyrirtækið Pegasus sem annaðist framleiðsluna fyrir Apple. Fólkið sem Apple notaði á mynd- um sínum var meðal annars valið í gegnum Eskimo Models og segir eigandi fyrirtækisins, Andrea Brab- in, alltaf mikla leynd fylgja slíkum verkefnum. „Maður hefur ekkert þorað að tala um þetta fyrr en núna. Allt í kringum stórfyrirtæki eins og Apple krefst mikillar leyndar,“ seg- ir hún. „Það voru notuð einhver sjö módel frá okkur ásamt fleira fólki, og það er ekki búið að birta allt. Þetta var tekið á sjö dögum vítt og breitt um landið. Þeir munu birta þetta smám saman í öllu sínu kynn- ingarstarfi á næstu vikum og mán- uðum líklega. Það er mjög gaman fyrir okkur að taka þátt í jafn stóru verkefni og þessu. Það fylgjast all- ir með því sem Apple gerir,“ segir Andrea Brabin, eigandi Eskimo Models. -hf Mynd af fyrirsætunni Brynju Jónbjarn- ardóttur frá iPhone 6S kynningunni hjá Apple í vikunni. Jólin koma snemma í ár Gárungarnir í Baggalúti tilkynntu í vikunni að miðasala á árlega jólatón- leika þeirra hefjist þann 15. september. Þeir ríða því á vaðið í jólaflóðinu en fjölmargir jólatónleikar eru fyrirhug- aðir fyrir þessi jól. Fastir liðir eins og Jólagestir Björgvins og tónleikar með Siggu Beinteins og Stefáni Hilmars- syni verða líklega vinsælir í ár. Einnig er jóla- drottningin Helga Möller með árlega tónleika sem og KK og Ellen. Borgardætur hafa haldið sig inni á Rósenberg allan desember nánast og nýjasta viðbótin er líklega jólatónleikar Friðriks Ómars, sem kemur einnig með nýja jólaplötu í ár. Einnig eru tónleikar af öllum stærðargráðum í kirkjum landsins og víðar, svo það verða margir um hituna þessi jólin. Rúnar keppir á RIFF RIFF kynnti í gær, fimmtudag, þær 12 myndir sem keppa munu í flokknum Vitranir, aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar. Í flokknum tefla tólf nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaunin, Gullna lundann. Verkin eru valin með það að leiðarljósi að þau ögri viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísi þannig veg kvikmyndalistarinnar til framtíðarinnar. Áður hefur verið til- kynnt að nýjasta mynd Rúnars Rúnars- sonar, Þrestir, verður Íslandsfrumsýnd á RIFF og tekur þátt í keppnisflokknum. Meðal annarra leikstjóra sem eiga mynd í flokknum eru Visar Morina frá Kosovo, Michal Vinik frá Ísrael, Trey Edward Shults frá Bandaríkjunum, Andrew Cividino frá Kanada og John McLean frá Bretlandi. LUV-dagurinn haldinn hátíðlegur Hinn árlegi LUV-leikur fer fram á Kaplakrika á sunnudaginn kemur þegar topplið FH tekur á móti ÍBV í 19. umferð Pepsi-deild- ar karla. LUV-leikurinn er spilaður í minningu Hermanns Fannars Valgarðssonar, mikils FH-ings sem lést langt um aldur fram árið 2011. Hluti aðgangseyrisins rennur í LUV-sjóðinn sem hefur stutt mörg góð málefni á síðustu árum meðal annars við bakið á ungum FH-ingum. Í hálfleik verður happdrætti þar sem dregið verður úr seldum miðum. Í verð- laun verða meðal annars gjafabréf frá Maclandi. Börn Hermanns Fannars munu draga úr happdrættinu. Bakhjörlum FH verður úthlutað happdrættismiðum. Heiðursgestir á LUV-leiknum verður meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hjá FH en fyrir skömmu tryggðu þær sér sæti í efstu deild kvenna á næsta ári. Þá munu leikmenn FH og ÍBV ganga inn í LUV-bolum. Hrói eldist Leikarinn Þórir Sæmundsson frumsýnir Hróa hött á laugardag og verður árinu yngri en þegar hann sýnir það næst. Þórir á afmæli á sunnudaginn og verður 35 ára. Á twitter segist hann svo ætla að læra að verða alvöru leikari á mánudag því þá tekur hann þátt í sýningu hjá Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum. Stór helgi hjá Hróa.  FóTbolTi býsT við Tíu Þúsund íslendingum Til Frakklands Formaður Tólfunnar býst við tíu þúsund Íslendingum á EM í Frakklandi næsta sumar. Hann segir að Hollendingar hafi lýst Íslendingum sem vinalegum fótboltabullum í heimsókn þeirra á dögunum. Það passi vel við boðskap félagsins um að bannað sé að vera fáviti. Sumir okkar lifa fyrir Tólfuna É g er búinn að bóka mitt frí næsta sumar. Ég fer með liðinu alla leið, það er engin spurning,“ segir Pétur Orri Gísla- son, formaður Tólfunnar, stuðn- ingssveitar íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Eftir að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttöku- rétt á EM næsta sumar hefur verið mikið rætt og ritað um þann fjölda sem fylgja mun liðinu til Frakk- lands. Ekki liggur fyrir hvað KSÍ hefur úr mörgum miðum að spila en víst er að mörg þúsund manns hafa áhuga á að fara út. „Okkar markmið núna er að koma saman 10 þúsund Íslending- um á mótinu. Ég hef fulla trú á að það gæti gerst,“ segir Pétur Orri. „Fyrir Hollandsferðina bjuggumst við upphaflega við 2-300 en við enduðum um fjögur þúsund manns þar. Og þegar um er að ræða stór- mót á sumarleyfistíma þá getur allt gerst.“ Pétur segir að meðlimir Tólfunn- ar hafi byrjað að ræða Frakklands- ferð lauslega í ferðinni til Hollands. Eftir að sætið á EM var gulltryggt á sunnudagskvöldið hafi málin verið rædd frekar. „Tólfan ætlar að sjálfsögðu að vera í fararbroddi við að skipuleggja hittinga þarna úti. Við erum byrjaðir að setja saman góðan pakka með Gamanferðum fyrir næsta sumar.“ Pétur hefur gegnt starfi for- manns síðan í mars síðastliðnum en hann kveðst hafa verið dreginn í Tólfuna þegar hún var endur- vakin fyrir um þremur árum. „Það tók svona ár að koma þessu aftur í gang og síðan hefur verið gott flug á félaginu. Við stofnuðum löglegt félag og kusum stjórn og stækk- unin hefur verið með hreinum ólík- indum að undanförnu. Við vorum um 25 á stofnfundinum og nú eru alla vega um 500 manns í félaginu,“ segir Pétur Orri. Hann nefnir auk þess að því var nýlega fagnað að þúsund eintök hafa selst af lands- liðstreyjum merktum Tólfunni. Hann segir að meðlimir Tólfunn- ar séu á öllum aldri, frá 17 til 66 ára, og konum hafi farið fjölgandi. Fylgir þessu ekki bölvað fyllirí? Svo virtist alla vega vera af mynd- um frá Hollandi að dæma... „Það er aldrei hægt að segja að íþróttir og áfengi fari vel saman en áfengi og stuðningur við íþrótta- fólk fer ágætlega saman. Jújú, það fylgdi einhver drykkja Hollands- ferðinni en það var allt saman til háborinnar fyrirmyndar. Lög- regluyfirvöld þarna úti, sem ég átti í samskiptum við, höfðu aldrei áður upplifað svona stuðnings- menn. Menn létu vel í sér heyra og drukku áfengi en það var ekk- ert vesen á mannskapnum. Margir Hollendingar sögðu við okkur að við værum vinalegar fótboltabull- ur. Við keyrum líka á ákveðnum boðskap: það er bannað að vera fá- viti í þessum félagsskap.“ Og Tólfumenn taka hlutina líka föstum tökum. Fyrir utan að taka sér frí úr vinnu til að fylgja lands- liðinu í útileiki er heilmikil athöfn í leikjunum hér heima. „Það er mjög algengt hjá hörðustu stuðn- ingsmönnunum að þeir tali við sinn vinnuveitenda og séu ekkert mik- ið lengur en til hádegis á leikdegi. Blessunarlega eru flestir liðlegir með það.“ Þetta er greinilega stórmál hjá ykkur. „Jájá, sumir okkar bókstaf- lega lifa fyrir þetta núorðið. Og vilja njóta þessa augnabliks núna. Það eru frábærir tímar í íslenskri íþróttasögu sem við erum að verða vitni að.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.isBio-tex þvottaefni og blettaeyðir Leikum okkur! Pétur Orri með félögum sínum í Tólfunni í vél- inni á leið heim frá Hollandi á dögunum. Pétur Orri er lengst til hægri í fremri röð. 74 dægurmál Helgin 11.-13. september 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.