Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Síða 7

Fréttatíminn - 11.09.2015, Síða 7
Georg Guðni Laugardagur til lista Við bjóðum þér á opnun sýningar á verkum Georgs Guðna í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, laugardaginn 12. september. Sýningin verður opnuð kl. 13:30 með fyrirlestri Einars Garibalda Eiríkssonar myndlistarmanns um verk Georgs Guðna. Allir velkomnir H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 - 1 9 0 5 Áshildur stýrir Höfuðborgarstofu Áshildur Bragadóttir telur við stöðu forstöðumanns Höfuðborgarstofu af Einari Bárðarsyni í næstu viku. Hún var valin úr hópi 39 umsækjenda. Áshildur er viðskipta- fræðingur með MSc í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Ís- lands. Frá árinu 2012 hefur hún gegnt stöðu framkvæmda- stjóra Markaðs- stofu Kópavogs. Áður starfaði hún hjá Landsbankanum og Háskóla Íslands. Höfuðborgarstofa rekur fjölþætta upplýsingamiðlun fyrir ferðamenn og sér um framkvæmd stórra borgarhátíða ásamt samráði og ráðgjöf við skipuleggjendur annarra viðburða í borginni. Rúmlega 86% laun- þega í stéttarfélagi Samkvæmt Vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofu Íslands voru 86,4% launþega, eða 134.200 manns, aðilar að stéttarfélagi árið 2014. Um 8% sögðust ekki vera aðilar að stéttarfélagi og 5,6% tóku ekki afstöðu eða vissu ekki hvort þeir væru aðilar að stéttarfélagi. Þegar litið er til aldurs þá eru 89,2% launþega á aldrinum 25 til 54 ára aðilar að stéttar- félögum og 90,3% 55 til 74 ára. Þátttakan er hins vegar mun lægri hjá launþegum í yngsta ald- urshópnum, 16 til 24 ára, en þar segjast 72% vera aðilar að stéttarfélögum, um 10% segjast ekki vera í stéttarfélögum og 18% tóku ekki afstöðu eða vissu ekki hvort þeir væru aðilar að stéttarfélagi. Þátttaka í stéttarfélögum var hlutfallslega meiri meðal kvenna en karla, en 90,9% kvenna voru aðilar að stéttarfélögum á móti 81,7% karla. Seglagerðin Ægir á sínum stað Í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag var sagt frá því að nýtt brugghús, Ægis- garður, hefði verið reist úti á Granda, þar sem Seglagerðin Ægir „var“, eins og sagði í myndatexta. Rétt er að taka fram og árétta að Seglagerðin Ægir er og verður áfram á sínum stað, á Eyjaslóð 5. 90,3% FóLKS Á aLdRinUM 55-74 ÁRa aðiLaR að StéttaRFéLaGi Árið 2014 Hagstofa Íslands Eygló Harðardóttir félags- og hús- næðismálaráðherra.  Húsnæðismál Frumvarp um nýja stoFnun Húsnæðismála Íbúðastofnun taki við hluta verkefna Íbúðalánasjóðs Frumvarp um Íbúðastofnun verður eitt þeirra frumvarpa sem Eygló Harðardóttir fé- lags- og húsnæðismálaráðherra mun leggja fram í haust. Í þingmálaskrá ríkisstjórnar- innar fyrir veturinn, sem lögð var fram í vikunni, kemur fram að frumvarpið er hluti af breytingum á lögum um húsnæðismál. Í frumvarpinu er lagt til að ný stofnun, Íbúða- stofnun, taki við hluta þeirra verkefna sem Íbúðalánasjóður hefur sinnt, meðal annars veitingu stofnframlaga til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum sem ætlaðar eru hópi leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Auk þess mun stofnunin vera stjórnvöldum til ráðgjafar um mótun hús- næðisstefnu, annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði húsnæðismála og meta þörf á búsetuúrræðum. Frumvarpið byggist á tillögum verkefnis- stjórnar um framtíðarskipan húsnæðis- mála, sem komu út í maí á síðasta ári. Í þeim tillögum var lagt til að Íbúðalánasjóði yrði breytt varanlega og núverandi verkefnum hans skipt upp, annars vegar í nýtt hús- næðislánafélag og hins vegar verði mörg- um þeim verkefnum sem Íbúðalánasjóður sinnir í dag, ásamt viðbótarverkefnum sem lögð eru til af verkefnisstjórn, sinnt sér- staklega af opinberum aðilum. Í síðustu viku kynnti Íbúðalánasjóður nýtt skipulag, þar sem framkvæmdastjórum var fækkað og starfsemin einfölduð. Nýja skipulagið er liður í stefnumótunarvinnu stjórnar Íbú- ðalánasjóðs í framhaldi af skilum á skýrslu verkefnastjórnarinnar. Enn ríkir þó óvissa um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Efnahags- og framfarastofnunin hafa lagt til að sjóðurinn verði lagður niður. fréttir 7 Helgin 11.-13. september 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.