Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 22
F Fréttatíminn fagnar nú fimm ára afmæli en blaðið kom fyrst út 1. október árið 2010. Frá upphafi var blaðið kynnt sem blað fólksins, helgarblað óháð öllum hagsmuna­ samtökum með það að markmiði að flytja lesendum vandað, skemmtilegt og fræðandi lesefni, áhugaverð viðtöl, fréttir, fréttaskýr­ ingar, menningarefni og fjölbreytt afþrey­ ingarefni. Áhersla var lögð á þjónustu við neytendur í víðum skilningi og mikilvæg málefni fjölskyldunnar með aðgengilegum hætti, lífsstíl fólks í mat og drykk, heilsu, útivist og annað sem veitir lífs­ fyllingu, meðal annars með fjölbreyttum sérblöðum. Við þetta markmið hefur verið staðið enda hefur Frétta­ tíminn náð öruggri fótfestu á blaðamarkaði sem víðlesið og vandað helgarblað, sem jafnframt er frábær auglýs­ ingamiðill, en blaðið er í aldreifingu á höfuborgarsvæðinu, í víðtækri dreifingu á Akureyri og auk þess fáanlegt í stórmörkuðum, bensínstöðvum og fleiri stöðum víða um land. Með tilkomu Frétta­ tímans varð til auglýsingamiðill sem veitti stærstu fjölmiðlum á markaðnum nauðsyn­ lega samkeppni í krafti mikillar útbreiðslu og lesturs. Þessu tóku auglýsendur fagn­ andi enda hafa auglýsingar í Fréttatímanum skilað þeim ríflegum árangri. Lestrarkannanir hafa frá upphafi sýnt mikinn lestur Fréttatímans. Efni blaðsins höfðar til karla og kvenna á öllum aldri en ekki síst kvenna. Kannarnir sýna að um tveir þriðju kvenna á höfuðborgarsvæðinu, á aldrinum 25 ára og eldri, lesa blaðið reglu­ lega. Það er mikil traustsyfirlýsing sem að­ standendur blaðsins þakka nú þegar blaðið fagnar fimm ára afmæli, en sýnir um leið að stefnan sem lögð var í upphafi var rétt. Auglýsendur vita jafnframt, þegar að vali á auglýsingamiðli kemur, að þessi heildar­ hópur kvenna er verðmætasti markhópur þeirra, innkaupastjórar heimilanna. Við þetta bætist að kannanir sýna enn fremur að Fréttatíminn er ekki aðeins les­ inn á útkomudegi, föstudegi, heldur dreifist lesturinn líka á laugardaga og sunnudaga. Blaðið hefur því langan líftíma, efnið er eftirsóknarvert og fólk gefur sér tíma til að lesa blaðið alla helgina, þegar stund gefst milli stríða í annríki daganna. Samhliða útgáfu Fréttatímans í prent­ formi er blaðið öflugt á vefnum, frettatim­ inn.is. Þar hafa lesendur, hvar sem þeir eru, aðgang að blaðinu í heild, efni og auglýs­ ingum, en auk þess er áhugaverðasta efni blaðsins sett á vefinn eftir útkomu, auk annars efnis sem reglulega bætist við. Þá er frettatiminn.is vaxandi auglýsingamiðill, hvort heldur er sjálfstæður eða í tengslum við blaðið. Nú, á fimm ára afmæli Fréttatím­ ans, er vefurinn kynntur í breyttu og mynd­ rænna formi, með auknu og aðgengilegra efni. Þá er Fréttatímann að finna á Face­ book þar sem efni er kynnt og lesendur geta auk þess dottið í lukkupottinn. Liðin fimm ár hafa verið umbrotatímar í íslensku samfélagi. Þegar Fréttatíminn hóf göngu sína, haustið 2010, voru efnahags­ legar viðsjár. Skammt var liðið frá hruni bankakerfisins sem hafði víðtæk áhrif á allt samfélagið. Smám saman hafa Ís­ lendingar náð vopnum sínum á ný, þjóðin hefur rifið sig upp úr öldudalnum, þótt enn sé að sönnu margt óunnið. Enn eru höft og enn er verið að fást niðurskurð sem grípa varð til í velferðar­ og heilbrigðis­ málum. Horfurnar eru þó til muna betri til að takast á við þau mál, sem og önnur sem á landsmönnum brenna, vegna bata í hag­ kerfinu. Raunar er uppsveiflan það hröð að sérfræðingar vara við ofþenslu. Þar höfum við vítin til að varast. Í umróti þessara ára hefur Fréttatíminn fest rætur. Lesendur vita að hverju þeir ganga um hverja helgi, velkomnum gesti sem blaðið er á heimilum fólks. Áfram verð­ ur byggt á því mikilsverða trausti með vönd­ uðu blaði og vef. Mikilvægt er einnig að fjár­ hagsleg staða Fréttatímans hefur styrkst eftir því sem á hefur liðið en blaðið hefur verið rekið með hagnaði undanfarin ár. Það er forsenda þess að hægt sé að byggja til framtíðar og gera gott blað enn betra. Fréttatíminn fagnar fimm ára afmæli Rótfesta hefur náðst á umbrotatímum Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. HALLA ÞÓRLAUG ÓSKARSDÓTTIR / FRÉTTABLAÐIÐ (UM STROKUBÖRNIN Á SKUGGASKERI) HALLA ÞÓRLAUG ÓSKARSDÓTTIR / FRÉTTABLAÐIÐ (UM DRAUGAGANG Á SKUGGASKERI) eftir metsöluhöfundinn Sigrúnu Eldjárn SPENNANDI BÓKA FLOKKUR w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 22 viðhorf Helgin 2.-4. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.