Fréttatíminn - 02.10.2015, Side 72
72 matur & vín Helgin 2.-4. október 2015
O kkur Stefáni hefur lengi þótt sopinn góðu og maður hefur látið þetta á móti sér, að rann-
saka þetta. Þetta er skítadjobb en einhver
verður að sinna því,“ segir Höskuldur
Sæmundsson bjórsérfræðingur.
Höskuldur er einn fjögurra kennara í
Bjórskólanum þar sem þúsundir Íslend-
inga hafa sest á skólabekk síðustu fimm
árin. Nú hafa Höskuldur og Stefán Páls-
son, samkennari hans þar, tekið höndum
saman og sett saman framhaldsnámskeið
þar sem lögð er áhersla á handverks-
brugghús og fjölbreytta flóru bjórtegunda
sem þeim fylgja, bæði hér á landi og úti í
heimi.
„Á þessum rúmu fimm árum sem við
höfum verið með Bjórskólann hefur orðið
fáránleg breyting á bjórlandslaginu á
Íslandi. Mikróbrugghús og -barir hafa
sprottið upp eins og gorkúlur. Við vorum
farnir að sjá það að fólk kom aftur í Bjór-
skólann en var farið að þyrsta í frekari
fróðleik. Þess vegna settumst við niður
með Jarðþrúði, rektor Bjórskólans, og
lögðum drög að þessu framhaldsnámi. Ef
við segjum að Bjórskólinn sé grunnurinn
þá er þetta fyrir lengra komna og er að-
eins erfiðara nám,“ segir Höskuldur.
Framhaldsnámskeiðið verður á mið-
vikudagskvöldum en hægt er að bóka
hópa á öðrum tímum, rétt eins og í Bjór-
skólanum. Höskuldur segir að á nám-
skeiðinu reki þeir Stefán sögu hand-
verksbruggunar í heiminum, bæði í
Bandaríkjunum, Evrópu og Skandinavíu.
„Svo tökum Ísland sérstaklega fyrir,
rekjum söguna hér innanlands og spjöll-
um um brugghús og bari. Fólk sem sækir
þetta námskeið kemur út öllu fróðara um
þessa „slow food“ hreyfingu bjórsins.“
Höskuldur og Stefán sendu frá sér
Bjórbókina í fyrra og vakti hún talsverða
lukku, seldist nánast upp fyrir jól. Hösk-
uldur segir að þeim félögum leiðist ekki
að viða að sér fróðleik um bjór og miðla
honum áfram.
„Við erum báðir í eðli okkar grúskarar.
Við höfum þetta nörda element í okkur
að þurfa alltaf að fletta öllu upp og kanna.
Í þessu umhverfi hefur maður auðvitað
byggt upp þekkingu og við reynum að
setja hana í samhengi.“
Hann segir að það sé áhugavert að á
meðan bjórsala í heiminum hafi svolítið
dregist saman þá séu mikróbrugghúsin í
sókn. Og þar sem við Íslendingar gerum
alltaf allt af fullri alvöru sé míkróbrugg-
byltingin mjög áberandi hér.
„Við erum dellu þjóð. 1993 voru allir
með sveppinn, um aldamótin voru allir að
brugga vín. Það þótti enginn maður með
mönnum nema hann væri með plasttunn-
ur í kjallaranum og nú safna flöskurnar
ryki við hliðina á fótanuddtækjunum. Í
kringum 2005 voru allir að spila póker og
nú eru það hjól, crossfit og bjórinn sem
eru tískufyrirbæri. Ég hef trú á að bjórinn
eigi eftir að eldast öllu betur en pókerinn,
jafnvel þó þessi bruggbylgja eigi eftir að
dofna. Nýsköpunin á eftir að skila okkur á
ótrúlegar slóðir.“
Í lederhosen í München
Fróðleiksfýsn Höskuldar og félaga hans
virðist eiga sér lítil takmörk. Þannig frétt-
ist af honum og Stefáni ásamt Atla Þór
Albertssyni og Sveini Waage, samkennur-
um þeirra í Bjórskólanum, á Októberfest í
München á dögunum.
„Já, við skruppum í námsferð, stífa end-
urmenntunarferð. Þetta er eitthvað sem
ég mæli með fyrir alla. Þetta var ótrúleg
upplifun og stemningin kynngimögnuð.
Við fórum að sjálfsögðu í lederhosen
og allt tilheyrandi – það var ekki annað
hægt.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Bjór Framhaldsnámskeið með áherslu á handverksBjóra
Þetta er
skítadjobb
en einhver
verður að
sinna því.
Fólk var farið að þyrsta
í frekari fróðleik um bjór
Höskuldur Sæmundsson og Stefán Pálsson bjóða nú upp á framhaldsnámskeið í Bjórskólanum
þar sem áhersla er lögð á handverksbrugghús og fjölbreytta flóru bjórtegunda sem þeim fylgja.
Þeir hafa gaman af að grúska í fræðunum og miðla þekkingu sinni til landsmanna.
Höskuldur Sæmundsson og Stefán Pálsson hafa sett saman framhaldsnámskeið í Bjórskólanum þar sem einblínt er á handverks-
bjóra. Ljósmyndari Fréttatímans náði þeim í hádegisbjórnum á Skúla Craft Bar í vikunni þar sem þeir lögðu lokahönd á kennslu-
skrána. Ljósmynd/Teitur
ÚTSALA!
HAUST
T L !
ÚTSÖLULOK!
heimkaup.is
Smáratorgi 3 · Kópavogi · 550 2700– ekki missa af þessu!
LOKAHELGI!
Ef keypt er fyrir
6.000 kr. eða meira
fylgir gjöf
OPIÐ ALLA HELGINA
kl. 10–19
RISALAGERSALA
á Fiskislóð 39
Allt að
90%
afsláttur Yfir 4000
titlar frá öllum
helstu útgefendum
landsins!
Gjafir
fyrir öll
tækifæri!
LOKAHELGI!
Verð á mann miðað við 2 saman í tvíbýli. Innifalið er flug með sköttum
og gisting í 3 nætur með morgunverði. Aðventuferð 10.- 13. des.’15.
Sumardagurinn fyrsti 21.- 24. apríl ‘16. Uppstigningardagur 5.- 8. maí ‘16.
BERLÍN PARK INN ALEXANDERPLATZ ****
www.gaman.is gaman@gaman.is Sími 560 2000
84.900 kr.Frá: