Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Side 86

Fréttatíminn - 02.10.2015, Side 86
PHANTOM 3 FÆST HJÁ DRONEFLY.IS DRONEFLY ER UMBOÐSAÐILI FYRIR DJI Á ÍSLANDI DJI BAKPOKI FYLGIR PHANTOM 3 S ýningin Horft inní hvítan kassa verður opnuð í Lista-safni Reykjavíkur, Hafnar- húsi, á morgun, laugardaginn 3. október, klukkan 16. Á sýningunni eru verk sem safnið hefur nýlega eignast eftir myndlistarkonuna Katrínu Sigurðardóttur og vinnu- módel af nokkrum af hennar helstu verkum. Hér gefst einstakt tæki- færi til að kynnast starfi listakonu sem á síðustu tíu árum hefur átt verk á fjölmörgum virtum sýn- ingarstöðum víða um heim, segir í tilkynningu safnsins. Á sýningunni Horft inní hvítan kassa eru tvö mikilvæg verk á ferli listakonunnar. Verkin bera sterk höfundareinkenni Katrínar og var annað þeirra, Boiserie, sérstaklega unnið fyrir einkasýningu hennar á Metropolitansafninu í New York árið 2010. Það er nákvæm eftirgerð 18. aldar herbergis í Hôtel de Cril- lon í París (1777–80). Upprunalega herbergið er varðveitt í safneign Metropolitansafnsins. Módelin á sýningunni, sem eru frá árunum 2004–2015, eru áhugaverð heimild um vinnuferli, rýmishugsun og nálgun listakon- unnar við sýningar og samhengi verka. Þau eru þannig einstök viðbót við heimildasafn Listasafns Reykjavíkur. Eitt af módelunum á sýningunni er af verki Katrínar sem reist var á Feneyjatvíæringn- um árið 2013. Katrín Sigurðardóttir (f. 1967) hefur haslað sér völl sem ein áhugaverðasta listakona Íslend- inga og er nafn hennar komið inn í alþjóðlegar uppflettibækur um fremstu listamenn samtímans. Horft inní hvítan kassa er fjórða einkasýningin á verkum hennar í Listasafni Reykjavíkur. Hún hefur haldið einkasýningar víða um heim. Um þessar mundir má sjá verk eftir Katrínu á The High Line í New York. Katrín ræðir sýninguna við gesti Hafnarhúss næstkomandi sunnu- dag, 4. október, klukkan 15.  HafnarHúSið Hvítur kaSSi liStakonu Skyggnst inn í veröld Katrínar Sigurðardóttur Katrín Sigurðardóttir. Það sem blasir við er drifhvít kyrralífsmynd, fullbúin hús- gögnum og húsmunum með draumkenndu yfirbragði. -þinn tími Stórbættur og símavænn vefur Fréttatímans TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opið/Open Fim-fös; 12-17/Thu-Fri; 12pm-5pm. Lau;13-16/Sat; 1pm-4pm & eftir samkomulagi/& by appointment HAllGRímuR HElGAsON Málað á myrkur l Fyrir utan húsið þitt, um nótt, á meðan þú sefur 11. september - 10. október 2015 Acrylic on Darkness l Outside your house, in the middle of the night, while you´re sleeping September 11 - October 10 2015 86 menning Helgin 2.-4. október 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.