Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Side 87

Fréttatíminn - 02.10.2015, Side 87
Riga í Lettlandi 10–13. október 2015 Síðasta útkall! Riga er meira en 800 ára gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg: Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma í bland við hefðbundna nútímaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin – söfn eða fallegar byggingar, listviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði – þá finnur þú það í Riga. Í Riga má finna eitt mesta samansafn af Art Nouveau eða Jugend byggingarlist. Næturlíf Riga er orðið þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að. Tilboðsverð fyrir síðustu sætin - 68.900.- Innifalið: Flug frá Keflavík og Akureyri, fjögurra stjörnu hótel á besta stað með morgunmat, rúta frá flugvelli og íslenskur fararstjóri. 588-8900 Transatlantic.is Skandínavískar hönnunarvörur í miklu úrvali Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - snuran@snuran.is Verið velkomin í verslunina okkar í Síðumúla 21 Vefverslunin opin allan sólarhringinn Nýtt í Snúrunni 23.900 kr 59.900 kr79.900 kr 39.900 kr 47.900 kr 79.900 kr 44.900 kr 34.900 kr Verkefnastjóri á Djúpavogi Nýsköpunarmiðstöð Íslands auglýsir eftir sjálfstæðum og skipulögðum starfsmanni sem getur tekist á við ölbreytt og kreandi störf við verkefnastjórnun, atvinnuþróun og þjónustu við frumkvöðla og fyrirtæki. Starfsmaðurinn vinnur að verkefnum á landinu öllu en hefur starfsstöð á Djúpavogi og verður stór hluti verkefna unnin á Austurlandi. Um fullt starf er að ræða. Starfssvið Verkefnisstjórnun og verkefnasókn Alþjóðlegt samstarf og umsóknaskrif Handleiðsla og upplýsingaþjónusta við viðskiptavini Fræðslustarf og umsjón með fræðslu og upplýsingamiðlun Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun á sviði viðskipta, markaðsfræði, stjórnunar eða sambærileg menntun Sjálfstæð og öguð vinnubrögð Frumkvæði og dugnaður Góð þekking og reynsla af íslensku atvinnulífi Færni í töluðu og rituðu máli Góð færni í ensku Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum Þekking á sviði upplýsingatækni og hagnýtingu hennar er áhugaverður kostur Hvatt er til umsókna frá konum jafnt sem körlum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Steingrímsson í síma 522 9435 og sigurdurs@nmi.is Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið hildur@nmi.is Umsóknarfrestur er til og með 17. október. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Kvikmyndatónskáldið Atli Örvars- son situr fyrir svörum á kynningu sem haldin er á vegum RIFF á Center Hotel Plaza í dag, föstudag, klukkan 16. Íslensk tónlist hefur verið eitt helsta aðdráttarafl lands- ins frá því Björk sigraði heiminn með einstakri sköpun sinni. Hæfi- leikar íslenskra tónlistarmanna virðast endalausir og hafa haft áhrif á kvikmyndaiðnaðinn á al- þjóðavettvangi. Þess er skemmst að minnast þegar Ólafur Arnalds hlaut BAFTA verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttaröðinni Broadchurch árið 2013 og Jóhann Jóhannsson hlaut Grammy verð- laun fyrir tónlist sína í kvikmynd- inni, The Theory Of Everything á síðasta ári. Á þessum viðburði verða sýnd brot af þeim verkum sem íslensk kvikmyndatónskáld hafa verið að sinna, bæði erlendis og hér heima. Að því loknu mun leikarinn Gunn- ar Hansson spjalla við tónskáldið Atla Örvarsson sem starfað hefur í rúm 15 ár í Hollywood. Hann hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir á borð við Vantage Point, Babylon AD, The Eagle, Blóðberg og nú síðast fyrir íslensku verðlauna- myndina Hrúta. Viðburðinn er opinn öllum. -hf  TónlisT Íslensk kvikmyndaTónskáld Atli Örvarsson situr fyrir svörum Helgin 2.-4. október 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.