Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Qupperneq 92

Fréttatíminn - 02.10.2015, Qupperneq 92
 Í takt við tÍmann marÍa Dögg nelson Með gat á hnénu til að gera mömmu brjálaða María Dögg Nelson er 23 ára leiklistarnemi á lokaári við LHÍ. Hún ákvað snemma að verða leikkona og notaði bróður sinn, bardagakappann Gunnar Nelson, sem aukaleikara á sýningum á heimili þeirra. María Dögg keyrir um á gömlum Subaru Impreza og nýtur þess að heimsækja ömmu og afa í sveitina. Lj ós m yn d/ Te it ur Ég sá Litlu hryllingsbúðina í Borgarleikhúsinu þegar ég var 5-6 ára, þegar Stefán Karl lék tannlækninn, og eftir þá sýn- ingu kom ég heim og sagði við mömmu að ég ætlaði að verða leikkona. Ég var alltaf að plata Gunna, bróður minn, í að vera með í sýningum sem ég setti upp. Þegar það voru matarboð heima fékk ég hann til að spila undir á píanó eða leika ýmis aukahlutverk. Á móti fór ég í gannislag við hann í púða- herberginu okkar. Það var því snemma ljóst hvert leiðir okkar lágu. Staðalbúnaður Ég myndi ekki segja að ég væri með neinn sérstakan fatastíl, ég tek þægindin yfirleitt fram yfir nokkuð annað. Ég geng oft í þröngum gallabuxum og gott ef það er ekki gat á hnénu, svona aðeins til að gera mömmu brjálaða. Við buxurnar geng ég í fremur látlausum peysum sem ég kaupi hér og þar. Ég er ekki mikið fatafrík, ég kaupi yfir- leitt föt þegar ég fer til útlanda eða ég skelli mér í Kolaportið, Rauða kross búðina eða Spútnik og finn mér eitthvað þægilegt. Hugbúnaður Ég er í Víkingaþrekinu niðri í Mjölni og reyni að fara þegar ég hef tíma. Svo reyni ég auðvitað bara að hitta vini og vera með fjölskyldunni í frítíma mínum. Ef ég þarf að læra finnst mér næs að setjast niður á Stofunni. Að drekka kaffi þar er eins og að koma heim til langömmu. Mér finnst líka rosalega gott að fara út úr bænum, til dæmis að fara til ömmu og afa í sveitina og vera í rólegheitunum þar. Vélbúnaður Ég er ekkert svakalega virk á samfélagsmiðlunum og hef að mestu verið laus við þennan heim. Ég var nánast ekki komin á Facebook þegar ég byrjaði í skólanum en nú er ég búin að fá mér Twitter (@themarianelson) og er að reyna að koma mér inn í þetta. Ég hef bara alltaf verið þannig að mér finnst betra að tala við fólk í eigin persónu, ég tengi betur þegar ég er á staðn- um og get komið við andlitið á fólki og svona. Aukabúnaður Ég borða mikið á Gló þegar ég borða úti. Ég kann alveg að elda en ég geri ekki mikið af því þar sem ég bý ein. Við tökum okkur stundum saman vinkonurnar og hendum í næs kjúklingarétt eða eitthvað slíkt. En mér finnst samt best þegar mamma eða amma bjóða mér í mat, í slátur eða einhvern gamlan sveita- mat. Ég keyri um á heljarinnar kagga, gömlum Subaru Impreza sem langafi minn átti. Ég held að hann sé 94 eða 95 módel og hann bilar nokkuð reglulega, þá er ég fótgangandi. Í sumar fór ég á ættarmót með fjölskyld- unni norður í landi og svo heim- sótti ég vinkonu mína sem býr í Barcelona. Ég var í tvær vikur nú í ágúst í hálfgerðri hvíldar- innlögn, að spóka mig í sólinni og hafa það kósí. Fram undan er frumsýning á nýju verki hjá okkur í Nemendaleikhúsinu nú á föstudag, Í leit að fortíð. Við verðum með fjórar sýningar um helgina og í næstu viku og fólk getur tryggt sér miða með því að senda póst á netfangið midis- vidslist@lhi.is. Bio-tex þvottaefni og blettaeyðir Fötin haldast lengur eins og ný! Bio-tex þvottaefnin eru sérhönnuð fyrir litaðan, hvítan og svartan þvott. Leikum okkur! ÍSLE N SK A /SIA .IS N AT 73835 05/15 92 dægurmál Helgin 2.-4. október 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.