Fréttatíminn - 25.09.2015, Síða 2
YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA
Á ÚTSÖLUNNI
� Stærð: 149 x 110 x 60 cm
ÚTSÖLU OK
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Gasgrill
Garðhúsgögn
Kolagrill
Aukahlutir
Grillbúðin
Opið virka daga 11-18 - Laugardaga 11-16
www.grillbudin.is
á laugardag
Ástarpungurinn farinn til Noregs?
„Breytingin gengur í sem stystu máli
út á það að opna þennan miðil sem við
erum með fyrir notendur, þannig að
þeir geti sjálfir búið til efni að eigin
vali, en það hefur hingað til alfarið
verið í höndum okkar ritstjórnar-
teymis,“ segir Stígur Helgason,
verkefnastjóri hjá QuizUp, en í gær
var kynnt til sögunnar ný útgáfa af
QuizUp appinu vinsæla; My QuizUp.
My QuizUp mun gera notendunum
kleift að búa til spurningar um allt á
milli himins og jarðar, hvort sem þær
tengjast sérhæfðum áhugamálum
þeirra og hugðarefnum eða jafnvel
þeim sjálfum. Geta þeir í kjölfarið
deilt spurningunum og flokkunum
með vinum, ættingjum og öðrum
leikmönnum í QuizUp. „Við höfum
fundið fyrir því alveg frá því að leik-
urinn kom út upphaflega að það hefur
verið gríðarleg eftirspurn eftir alls
konar spurningaflokkum, við fáum
slíkar beiðnir í hrönnum á hverjum
degi og getum einfaldlega ekki
annað þeirri eftirspurn,“ segir Stígur.
„Núna getum við sem sagt boðið
fólki upp á að skapa sjálft þá spurn-
ingaflokka sem það hefur áhuga á og
byrjað að spila við aðra notendur um
leið og það hefur farið í gegnum þann
stutta prósess að búa flokkinn til.“
Búa þarf til spurningarnar og
spurningaflokkana í borð- eða far-
tölvu á quizup.com en notendur Qui-
zUp geta samstundis spilað spurn-
ingaflokka hver annars, hvort sem
er í tölvum eða QuizUp-appinu og
komist á topplistann í honum, skipst
á skoðunum og deilt flokknum á öðr-
um samfélagsmiðlum. Sem stendur
eru 750 þúsund spurningar í 1.500
flokkum í leiknum en búast má við
því að þessar tölur muni margfaldast
með tilkomu My QuizUp. - fb
Tölvuleikir My Quizup koMið á fleygiferð
Notendur búa sjálfir til spurningaflokkana
Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmda-
stjóri Plain Vanilla, kynnti breytingar á
QuizUp á blaðamannafundi. Ljósmynd/Hari
Stígur
Helgason
v ið fengum ábendingu á föstudag-inn var um að það væru farþegar að fara um borð í hvalveiðibátinn
Hrafnreyði í Hafnarfjarðarhöfn og ég þótt-
ist vita að þeir væru án farþegaleyfis þann-
ig að ég lét Landhelgisgæsluna vita,“ segir
María Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri
hjá Hvalaskoðunarfélagi Íslands, sem
hefur áhyggjur af því að hvalveiðimenn
séu farnir að stunda hvalveiðiskoðunar-
ferðir með erlenda ferðamenn. Hún segist
hafa fylgst með ferðum bátsins í gegnum
Marine Traffic og ferðin hafi tekið rúma
tólf tíma.
„Þegar báturinn lagðist að bryggju í
Hafnarfirði var komið myrkur en ég sá að
lögreglan fór um borð og tók niður nöfn
áhafnarmeðlima og farþega,“ segir hún,
en segist ekki vita hvert framhaldið verði.
„Við hjá Hvalaskoðunarfélaginu viljum
auðvitað miklu frekar að hvalveiðibátarnir
séu notaðir í skemmtiferðir en að vera að
skjóta hvali, en þetta er spurning um að
hafa tilskilin leyfi til farþegaflutninga, sem
ég held að þeir hafi ekki.“
Ásgrímur L. Ásgrímsson, fram kvæmda-
stjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar,
staðfestir að lögreglan hafi farið um borð
í hvalveiðibát í Hafnarfjarðarhöfn á föstu-
dagskvöldið var, auk þess sem starfsmenn
Gæslunnar hafi tvívegis farið um borð
í slíka báta við Suðvesturland í síðustu
viku vegna gruns um farþegasiglingar.
„Ég get staðfest að í öllum tilfellum voru
nokkrir farþegar um borð sem ekki voru
hluti af áhöfninni,“ segir hann. „Við erum
svo að skoða hvort ástæða sé til einhverra
aðgerða í framhaldinu. Það er dálítið opið
hvað eru farþegasiglingar. Ef þú átt strand-
veiðibát, tíu metra langan, og þig langar til
að skjótast hérna út á Sundin með afabörn-
in þín, er það bannað? Þetta er dálítið grátt
svæði. Í þessu tilfelli sem við erum að tala
um vitum við ekki hvort hvalveiðifyrir-
tækið var með starfsmenn fyrirtækisins í
skemmtiferð, eða hvort eitthvað ólöglegt
var í gangi. Það hefur engin ákvörðun
verið tekin um það hjá Landhelgisgæsl-
unni hvort ástæða sé til að gefa út einhvers
konar kæru. Það er verið að skoða það.“
Fyrir nokkrum árum kynntu hrefnu-
veiðimenn hugmynd um hvalveiðiskoðun,
þar sem farþegum gæfist kostur á að taka
þátt í að skjóta hrefnur, en hljótt hefur
verið um þá hugmynd síðan. María Björk
segist efast um að nokkurt dýr hafi verið
skotið í ferðinni á föstudaginn, enda brjóti
það í bága við dýraverndunarlög að gera
aflífun dýra að skemmtiatriði. „En þetta at-
vik bendir til þess að hrefnuveiðar standi
ekki undir sér og að hrefnuveiðimenn
þurfi að reyna fyrir sér í ferðaþjónustu til
að ná endum saman.“
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst
ekki að ná í útgerðarmann Hrafnreyðar,
Gunnar Bergmann Jónsson, við vinnslu
fréttarinnar.
Friðrika Benónýsdóttir
fridrika@frettatiminn.is
Arion banki vill Vörð
Mynd
Viðræður standa yfir um möguleg kaup
Arion banka á Verði tryggingum, sam-
kvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.
Viðræður standa nú yfir milli BankNordik
og Arion banka um kaup hins síðarnefnda
á 49% hlut í tryggingafélaginu Verði, að
því er heimildir Viðskiptablaðsins herma.
Friðrik Jóhannsson hjá Icora Partners, sem
sér um sölu félagsins, segir það eitt í sam-
tali við Viðskiptablaðið að ekki sé búið að
ganga frá sölu félagsins, en að öðru leyti
geti hann ekki tjáð sig um málið.
Landlæknir með BDSM
Landlæknir sér ekkert því til fyrirstöðu að
Ísland fylgi fordæmi nágrannalandanna og
fjarlægi BDSM-hneigðir af sjúkdómslista
landlæknis. Hann ætlar að boða formann
samtakanna til fundar um það hvernig
hann geti best komið til móts við óskir
samtakanna.
Þetta kemur fram í svari Birgis Jakobs-
sonar landlæknis við fyrirspurn fréttastofu
RÚV, í kjölfar fréttar um að Ísland sé eina
ríkið á Norðurlöndum þar sem BDSM-
hneigðir eru enn þá skilgreindar sem
geðsjúkdómur.
BDSM er samheiti fyrir bindi-, drottnunar-
og sadómasókistaleiki og munalosta.
Búrhvalur á
Skógasandi Mynd af
vef RÚV
Fimmtán metra búrhvalur er rekinn á
Skógasandi. Hvalurinn er í fjöru bænda á
Ytri-Skógum, skammt frá Skógá. Nokkuð
hefur brimað undanfarið á Skógafjöru en
hvalurinn er rekinn hátt í fjörukambinn og
að nokkru grafinn í sand.
Líklegt er að hvalurinn verði í fjörunni
um sinn en mögulegt er að hann taki
út verði mikið brim. Samkvæmt lögum
skal tilkynna hvalreka lögreglu, Um-
hverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun
og Náttúrufræðistofnun. Ekki þykir mikill
arður af hvalreka nú á dögum nema síður
sé. Mögulegur arður mun þó vera land-
eigenda, nema Náttúrufræðistofnun geri
tilkall til hvalsins. Hafrannsóknarstofnun
lét taka sýni úr hvalnum í gærmorgun,
fimmtudag.
Karladómur
Dómnefndin sem mat hæfi umsækjenda
um embætti hæstaréttardómara sem
skipa á í frá mánaðamótum var skipuð
fimm karlmönnum en engri konu. Hæsti-
réttur, dómstólaráð og Lögmannafélag
Íslands tilnefna nefndarmenn og Alþingi
kýs einn að auki og urðu karlar fyrir valinu
hjá þeim öllum.
landhelgisgæslan afskipTi af hvalveiðibáTuM vegna farþega
Þetta er dálítið
grátt svæði.
Í þessu til-
felli sem við
erum að tala
um vitum við
ekki hvort
hvalveiðifyrir-
tækið var með
starfsmenn
fyrirtækisins í
skemmtiferð,
eða hvort eitt-
hvað ólöglegt
var í gangi.“
Dálítið opið hvað
eru farþegasiglingar
Landhelgisgæslan fór tvívegis um borð í hvalveiðibát í síðustu viku, auk þess sem lögreglan fór
um borð í einn þegar hann lagðist að bryggju, vegna gruns um ólöglegar farþegasiglingar. Hvala-
skoðunarfélagið hefur áhyggjur af þessari þróun.
Hvalaskoðunarfélag Íslands tilkynnti farþegasiglingu hrefnuveiðibáts til Landhelgisgæslunnar í síðustu viku.
Norska fyrirtækjasamsteypan Orkla Group er orðin
stórtæk á íslenskum matvælamarkaði. Samsteypan
framleiðir m.a. ástarpunga. Í upphafi þessa mánaðar
var greint frá því að félagið Gæðabakstur ehf. hefði
keypt meirihluta í Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co, einnig
þekkt sem Kristjánsbakarí. Kristjánsbakarí er í hópi elstu
fyrirtækja landsins og hafði fram að kaupunum verið
fjölskyldufyrirtæki í samfelldri eigu þriggja ættliða í 103
ár frá stofnun. Með kaupunum færðist Kristjánsbakarí
inn í norsku samsteypuna Orkla Group A/S, sem er skráð
í norsku kauphöllina. Orkla Group er í hópi stærstu fyrir-
tækja í Noregi, en um 13.000 starfsmenn störfuðu fyrir
félagið í lok síðasta árs. Samstæðan er metin á jafnvirði
984 milljarða íslenskra króna í norsku kauphöllinni.
2 fréttir Helgin 25.-27. september 2015