Fréttatíminn - 25.09.2015, Side 16
T
„Tölvan segir nei“ er frægt grínatriði úr
breskum spaugþáttum þar sem barátta ein-
staklingsins við kerfið er vonlaus, svarið er
alltaf nei. Það er hins vegar ekkert spaugi-
legt við baráttu Fanneyjar Bjarkar Ásbjörns-
dóttur við kerfið, sem fram undir það síð-
asta hefur sagt nei við réttmætum kröfum
hennar um nýja og árangursríka lyfjameð-
ferð gegn lifrarbólgu C sem hún smitaðist
af við blóðgjöf sem hún fékk eftir barnsburð
árið 1983.
Í liðinni viku gekk dómur
héraðsdóms Reykjavíkur
þess efnis að Fanney ætti
ekki rétt á nýjustu lyfjum við
sjúkdómi sínum. Ákveðið var
að áfrýja dómnum til hæsta-
réttar enda sagði lögmaður
Fanneyjar að í honum fælist að
fjárlög væru æðri mannrétt-
indum. Vonandi þarf Fanney
Björk ekki að bíða eftir niður-
stöðu hæstaréttar í máli sem
þurfti ekki að fara fyrir dómstóla og von
vekur að Landspítalanum hefur verið fyrir-
skipað að hefja nú þegar, eða eins fljótt og
kostur er, meðferð með nýjum lyfjum við
langvinnri lifrarbólgu C. Finna hefði mátt
leið fyrr með breyttri forgangsröðun, ef
ekki hefðu komið til stöðnuð kerfislæg við-
brögð. Réttur konunnar til lyfjameðferðar-
innar hefur allan tímann verið svo augljós.
Hún smitaðist á íslensku sjúkrahúsi, henni
var gefið sýkt blóð eftir barnsburð en ekki
var byrjað að skima eftir lifrarbólgu í Blóð-
bankanum fyrr en árið 1992 en fram hefur
komið í fréttum að vitað er um á þriðja tug
blóðþega sem smituðust af lifrarbólgu fyrir
þann tíma.
Fanney hefur lengi verið óvinnufær vegna
sjúkdóms síns, verið þjáð og metin með 65%
varanlega örorku en það var fyrst árið 2010
sem greining fékkst á sjúkdómnum. Eftir
greininguna, þegar fyrir lá að orsök smitsins
á sínum tíma var hið sýkta blóð á spítalan-
um, kom í ljós að dóttir hennar, sem fæddist
árið 1989, hafði einnig smitast af lifrarbólgu,
annað hvort í móðurkviði eða við fæðingu.
Mæðgurnar fóru í lyfjameðferð við veirunni
árið 2012. Dóttirin komst í gegnum hana
við illan leik og fékk bata en móðirin varð
að hætta á lyfjunum vegna alvarlegra auka-
verkana.
Sigurður Ólafsson, sérfræðingur í melt-
ingar- og lifrarlækningum, skrifaði grein
sem birt var í Læknablaðinu í júní, með fyr-
irsögninni: „Byltingarkenndar framfarir í
meðferð lifrarbólgu C – Hvers eiga íslenskir
sjúklingar að gjalda?“ Þar sagði að nýtt lyf
væri komið á markað en rannsóknir sýndu
að yfir 90% þeirra sem fengju lyfið læknuðust
af sýkingunni.
Hann segir nú, að því er fram kom í frétt
í vikunni, að á Landspítalanum sé reynt að
fresta meðferð lifrarbólgusjúklinga þar til
nýju lyfin fást.
Þegar Fanney fór fram á að fá hið nýja lyf
hafnaði Lyfjaafgreiðslunefnd beiðninni á
þeirri forsendu að kostnaðurinn rúmaðist
ekki innan fjárlaga 2015. Sú afstaða nefndar-
innar var síðan staðfest í flýtimeðferð héraðs-
dóms Reykjavíkur á dögunum. Tölvan sagði
nei. Kerfið fann ekki lausn á augljósu rétt-
lætismáli.
Sigurður Ólafsson sérfræðilæknir var, í
fyrrgreindri grein í Læknablaðinu, gáttaður
á afstöðu yfirvalda. Þar sagði hann: „Þessi
staða á sér ekki hliðstæðu í þeim löndum
sem við viljum helst bera okkur saman við.
Ég efast reyndar um að það eigi sér fordæmi
í heilbrigðiskerfi Íslendinga á síðari árum að
svo stórum hópi sjúklinga með alvarlegan
sjúkdóm sé neitað um jafnáhrifaríka meðferð
– meðferð sem íbúum annarra Norðurlanda
stendur til boða. Þegar ástandið er rætt við
starfsbræður erlendis vekur það furðu og
hneykslan.“
Nú virðast heilbrigðisyfirvöld loks hafa
séð að sér, þótt ugg veki orð framkvæmda-
stjóra fjármálasviðs Landspítalans í frétt á
miðvikudaginn um að útboð á nýju lyfjunum
feli ekki sjálfkrafa í sér að ákveðið hafi verið
að innleiða lyfin. Slík afstaða er fráleit og full-
komlega ástæðulaust að halda sjúklingunum
áfram í óvissu. Veita verður Fanney Björk
Ásbjörnsdóttur hið bráðasta þá meðferð sem
hún á skýlausan rétt á – og öðrum í þeim hópi
sem sérfræðilæknirinn vísaði til.
Réttlætismál sem aldrei þurfti að fara fyrir dóm
Tölvan segir nei
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR
Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk-
uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson
teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Skráðu þig í Safnarann og þú
gætir eignast eigulegt listaverk
að andvirði allt að 400.000 kr.
Svona eignast þú listaverk
• Þú leggur inn 1.000 kr. eða meira í
Safnarasjóðinn mánaðarlega.
• Þú ferð í pottinn og á Menningarnótt
eru heppnir safnarar dregnir út.
• Í úrvalspottinum er fjöldi listaverka eftir
marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar.
• Heildarverðmæti listaverkanna
er á þriðju milljón króna.
• Þú getur margfaldað líkurnar á
að komast í úrvalspottinn með því að
greiða hærri upphæð.
• Sé númerið þitt ekki dregið út getur þú
notað inneignina til að fá listaverk eða tekið
inneignina þína út í formi gjafabréfs.
• Upphæðin sem þú leggur inn tapast aldrei.
Frekari upplýsingar og skráning á
heimsíðunni okkar www.safnarinn.is
Samstarfsaðilar Safnarans eru:
16 viðhorf Helgin 25.-27. september 2015