Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Side 18

Fréttatíminn - 25.09.2015, Side 18
Mikilvægt að búningurinn sé flottur á fyrsta stórmótinu Keppnistreyjur og merki þeirra eru hitamál margra sem fylgjast með knattspyrnu. Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur í búningum frá ítalska íþróttavörurisanum ERREA og stendur sá samningur fram yfir Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi á næsta ári. Í samningi KSÍ við Ítalana stendur þó að hægt sé að segja upp samningnum fyrir næstu áramót. Fréttatíminn leitaði álits hjá nokkrum sérfræðingum í bæði knattspyrnu og fatavali um það hvaða búningum strákarnir okkar eiga að klæðast. KAPPA „Wales spilaði í svipaðri treyju fyrir EM 2008. Getur komið vel út ef lögð er áhersla á retró andann í kraganum og ermunum.“ (EG) „Þessi treyja virðist frekar þröng og í þessum málum fer fátt meira í taugarnar á mér en níðþröngar treyjur. Bæði fara þær leikmönnum misvel og svo er fæstum stuðningsmönnum greiði gerður með því að troða þeim í svona fyrirsætuklæðnað. Slíkt getur hæglega endað með stórslysi.“ (KG) „Of þröngur, of ljósblár, skrýtið hálsmál. Hvítur og ljósblár er væmin blanda.“ (ÁP) „Getum við ekki skellt auglýsingu fyrir Lýsi á þennan? Og haft svona lýsisperlur út um allt? Þær eru eiginlega gular.“ (GV) „Napoli búningurinn er fallegur í grunn- inn finnst mér. Þessi ljósblái litur er flottur og sniðið gott. Kappa gera flotta búninga. Auglýsingarnar skemma soldið mikið fyrir honum, það er samt eitthvað fyndið við þær.“ (GJ) UMBRO „Ljótur.“ (GJ) „Þetta er eins og fanga- búningur. Ég fer bara að hugsa um handjárn og eitthvað.“ (GV) „Þessi röndótti er eins og náttföt. Þarf ekki að segja meir um það.“ (ÁP) „Umbro er flott merki og þetta er fín treyja sem slík, en það er eitthvað verulega asnalegt þegar svona róttækar breytingar eru gerðar á fót- boltabúning- um. Ísland er ekki röndótt og verður ekki.“ (KG) „Ísland er að fara á EM 2016 en ekki í utandeildina á Englandi. Dolla dropa kraginn gerir ekkert nema að undirstrika firma- mótsandann sem svífur yfir þessari.“ (EG) UMBRO „Strax betra frá Umbro. Það væri landsliðinu sæmandi að mæta til leiks í þessari útfærslu. Myndi samt vilja sjá rauðum lit bætt við á smekklegan hátt.“ (EG) „Þessi er betri, líka eins og það sé fallegra snið. Það er samt eitthvað skrýtið að skipta litunum svona upp, búkur – ermar.“ (ÁP) „Hér á í raun það sama við og hina Umbro-treyjuna. Það er ekkert að þessu, en með þessum hvítu ermum væri verið að víkja um of frá hefð- inni.“ (KG) „Ljótur.“ (GJ) LOTTO „Satanískt ljótur.“ (GJ) „Þetta er eins og nátt- treyja. Mjög leiðinleg nátttreyja.“ (GV) „Þegar flett er upp á orðinu „leiðinlegt“ í orðabók má þar finna ítarlegar skýringar á þýðingu orðsins, dæmi um notkun þess, helstu beygingarmyndir og fleira. Þar ætti hins vegar með réttu að vera mynd af þessari treyju.“ (KG) „Liturinn er flottur en allt hitt hörmung. Sniðið er með því óklæðilegra sem ég hef séð, vítt og skrýtið. Aftur lína yfir brjóstkassann?“ (ÁP) „Hryllingur. Línuritið gæti verið táknmynd upprisu landsliðsins en er að öðru leyti máttlaus tilraun til að blása lífi í þennan draug.“ (EG) New Balance „Treyjan sem slík er allt í lagi en ég sé Ísland ekki fyrir mér í röndóttu.“ (EG) „Nokkuð flott treyja (retró-töff) en röndótt, sem dæmir hana sjálfkrafa úr leik.“ (KG) „Getum við haft mynd af Bubba þarna á hægra brjóstinu? Það væri að svínvirka.“ (GV) „Ágætur en ekkert mikið meira en það. Þessar láréttu smáu rendur á hliðinni finnst mér ekki koma vel út.“ (GJ) NIKE „Sniðið á þessum er flottur og hálsmálið í betra lagi, þó hægt að gera töluvert betur.“ (GJ) „Æ, þetta er eitthvað sem ég sé Gillz fyrir mér í. Ekki það að ég sé oft að sjá hann fyrir mér.“ (GV) „Sæmilega smekk- leg hönnun sem minnir þó of mikið á landsliðstreyjur Frakklands fyrir minn smekk. Svo er hún líka svo þröng að hún skilur lítið sem ekkert eftir fyrir ímyndunar- aflið.“ (KG) „Hérna erum við að tala saman. Fallegt snið og fagurblár litur. Hálsmálið er líka flott, hann er nútímalegur og mundi fara flestum vel. Þá meina ég knattspyrnu- mönnum, knattspyrnu- konum og gallharðri stuðningsveitinni. Það má ekki gleyma þeim ört stækkandi hópi.“ (ÁP) „Nike hafa verið áberandi í fótboltatreyjum undanfarin ár en með mis- jöfnum árangri. Þessi treyja er eins og hluti af hlaupafatnaði og kraginn bætir lítið úr.“ (EG) Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 18 fótbolti Helgin 25.-27. september 2015 HEILHVEITIKEXIÐ HEFUR EIGNAST FULLKOMINN JAFNINGJA – NÝJA HAUST HAFRAKEXIÐ HAUST FJÖLSKYLDAN STÆKKAR LJÚFFENGT PAR SEM ALLIR ELSKA

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.