Fréttatíminn - 25.09.2015, Page 22
Út eru komnar 5 nýjar
barnabækur um dýrin og einnig
bók um stafrófið fyrir yngstu
kynslóðina. Höfundurinn, Heiða
Björk Norðfjörð, er hönnuður að
mennt en hefur alltaf verið iðin
við það að mála og teikna. Hún
skrifaði sögur fyrir yngri systkini
sín yngri þegar hún var yngri og
ákvað að gera eitthvað við allar
hugmyndirnar.
Foreldr-
arnir ekki
með öll
svörin
B ækurnar um Hönnu hunangs-flugu, Frikka fiðrildi, Ása ánamaðk og Kötu könguló,
eftir Heiðu Björk Norðfjörð, komu út
nýlega hjá bókaforlaginu Skruddu.
Einnig kom út bókin Stafrófið, þar
sem farið er yfir alla stafina fyrir
yngstu kynslóðina. Bækurnar eru lit-
skrúðugar og fallega myndskreyttar
af höfundinum sjálfum.
„Ég gaf út bókina um Lalla og
litakastalann árið 2012 sem var mín
„Ég hef fundið mína hillu í því að teikna fyrir börn,“ segir Heiða Björk Norðfjörð. Ljósmynd/Hari
fyrsta bók og eftir hana datt ég
einhvernveginn í gírinn og gerði
fleiri,“ segir Heiða. „Það hefur
alltaf blundað í mér að skrifa. Ég
skrifaði fyrir yngri systkini mín
og svo hef ég alltaf haft gaman
af því að teikna, sérstaklega
fyrir krakka. Þeir hafa líka haft
gaman af því. Þegar ég gerði
fyrstu bókina var ég með vinnuað-
stöðu og átti mikið af vatnslitum í
öllum litum, og gerði því bók um
alla litina. Þannig byrjaði þetta
bókaævintýri,“ segir Heiða. „Svo
fannst mér þetta bara svo gaman
að ég hélt bara áfram og þetta
vatt upp á sig. Mér fannst krakkar
spyrja alltaf mikið um dýrin, og
foreldrarnir eru kannski ekki með
öll svörin þannig að mig langaði
að hafa þetta fræðandi og um leið
skemmtilegt,“ segir hún.
„Þessi dýr, eins og skordýrin,
eru öll í okkar náttúru og þetta
eru skemmtilegar staðreyndir um
þau. Margir krakkar eru stundum
hræddir við flugur og köngulær
og þá er líka gott að benda á alla
jákvæðu hlutina sem tengjast
þeim,“ segir Heiða sem útskrifað-
ist sem hönnuður frá Iðnskólanum
í Hafnarfirði árið 2000.
„Ég setti myndirnar úr fyrstu
bókinni á sýningu sem heitir
„Þetta vilja börnin sjá,“ sem fer í
kringum landið. Þetta er sýning
þar sem teikningar og myndir
úr bókum eftir íslenska höfunda
eru til sýnis, og krakkarnir geta
skoðað myndirnar um leið og þau
skoða bækurnar,“ segir Heiða.
„Ég get haldið áfram með dýrin og
þetta er orðin hálfgerð sería, og ég
hef mikinn áhuga á að gera meira
af því. Svo hef ég fleiri hugmyndir
á borðinu sem ég get ekki talað
mikið um strax, en það kemur að
því. Það eru allavega nóg af hug-
myndum, það vantar ekkert upp á
það,“ segir hún. „Ég hef svo alltaf
verið að grúska í myndlistinni
með, en finnst eins og ég hafi
fundið mína hillu í því að teikna
fyrir börn aðallega,“ segir Heiða
Björk Norðfjörð, rithöfundur og
myndlistarkona.
Bækurnar eru allar komnar í
verslanir Máls og menningar og
Eymundsson.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Svo fannst
mér þetta bara
svo gaman að
ég hélt bara
áfram og þetta
vatt upp á sig.
22 viðtal Helgin 25.-27. september 2015
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
ti
l l
ei
ð
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
.
Frá kr. 139.900
m/morgunmat
Netverð á mann frá kr. 139.900 á Hotel Villa Linda m.v. 2 í herbergi.
Sikiley
Skelltu þér í sólarferð
5. október í 10 nætur
SÉ
RT
ILB
OÐ