Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 25.09.2015, Qupperneq 34
þeir sem fást við meginstraumstón- list mættu stundum vera opnari fyrir þessari akademísku nútímatónlist, því þar er oft hægt að finna einhverja alveg nýja hluti,“ segir hann. „Það var gott að víkka sjóndeildarhringinn aðeins. Ég hafði alltaf verið í þessu hljómsveitastússi og í mörgum sveit- um sem voru alltaf á mörkum þess að meika það, en samt ekki,“ segir Úlfur sem er einna þekktastur fyrir veru sína í Apparat Organ Quartet. „Apparat starfar enn, en hefur alltaf starfað með hléum.“ Í samstarfi við Júri The Aristókrasía Project er algert gæluverkefni Úlfs, en mun nú loks- ins líta dagsins ljós. „Ég hef alltaf verið að vinna að þessu verki inn á milli allra annarra verkefna,“ seg- ir hann. „Elstu upptökurnar eru frá árinu 2007 en á síðustu tveim- ur árum hef ég unnið að þessu af krafti. Ég er með nokkurnveginn tilbúna plötu, sem ég ætla að láta seytla út. Ég byrja á því að gefa út eitt lag og hef þetta svolítið frjáls- legt vegna þess hve útgáfubransinn er skrýtinn,“ segir hann. „Svo mað- ur verður að leika sér aðeins að því. Þessi tónlist sameinar kannski það sem ég hef verið að gera með Appa- ratinu, þetta melódíska syntha-popp og það sem ég hef svo verið að gera fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Þetta er blanda af strengjum, slagverki og synthiseiserum. Ég er með strengjakvartett sem spilar stóra rullu, skipaðan þeim Unu Sveinbjarnardóttur, Gunn- hildi Daðadóttur, Guðrúnu Hrund Harðardóttur og Hrafnkatli Orra Sveinbjörnssyni og sömuleiðis hef ég notið aðstoðar Samuli Kosminen, slagverksleikara og stórmeistara, og Halldórs Eldjárns, bróður míns, sem er mikill hæfileikamaður sem kemur ótrúlega oft við sögu í mín- um verkefnum. Hann var farinn að spila inn á upptökur hjá mér þeg- ar hann var bara lítil karta. Þetta er ævintýrakennt, nokkurskonar geim-fantasía,“ segir Úlfur. „Eitt lagið er tileinkað mestu hetju Sovétríkjanna, Júri Gagarín, og meðan á tónleikunum stendur verður líka sýnd kvikmynd honum til heiðurs. Það er kvikmynd frá árinu 2011 sem heitir First Orbit eftir kvikmyndagerðarmanninn Christopher Riley og er endurgerð á ferð Gagaríns í kringum jörðu. Hún var skotin af geimfara úr al- þjóðlegu geimstöðinni og ég held að þetta sé jafnvel í fyrsta skipti sem þessi mynd er sýnd hérna,“ segir Úlfur. „Júri kemur fyrir í þessu lagi 34 viðtal Helgin 25.-27. september 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.