Fréttatíminn - 25.09.2015, Page 52
52 matur & vín Helgin 25.-27. september 2015
FRÁ 11.30–14.30
HÁDEGIS
TRÍT
2ja rétta 2.890 kr.
3ja rétta 3.490 kr.
FORRÉTTUR
BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA
Hægelduð bleikja, yuzu mayo, truu mayo,
stökkt quinoa, epli
HREFNA
Skarlottulauks-vinaigrette, stökkir jarðskokkar
NAUTARIF
24ra tíma hægelduð nautarif, reyktur Ísbúi,
gulrætur, karsi
AÐALRÉTTUR
LAMBAKÓRÓNA
Grillaðar lambahryggsneiðar, sveppa
„Pomme Anna“
SKARKOLI
Sjávargras, grænn aspas, blóðappelsínu-
og lime beurre blance
JARÐARBERJA YUZU-SALAT
Spínat, yuzu tónuð jarðaber, parmesan kex,
ristuð graskersfræ, pipar- og mynturjómaostur
EFTIRRÉTTUR
KARAMELLU CRANKIE
Karamellumousse, pistasíu-heslihnetubotn,
karamellukaka
SÚKKULAÐI RÓS
Súkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn
ARPÍKÓSU MASCARPONE
Apríkósuhlaup, karamellukrem, pralín,
mascarponemousse, Sacherbotn
ÞÚ VELUR
ÚR ÞESSUM
GIRNILEGU
RÉTTUM
Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is
ÞÚ ÁTT SKILIÐ SMÁ TRÍT
Bragðað á mörgum af
bestu vínum Spánar
N orðvestanmegin í Rioja hér-aðinu spænska er smábær-inn Haro. Við Íslendingar
erum hrifnir af rauðvíni héraðsins
og höfum verið lengi. Það sem er
sérstakt við þennan smábæ er að
á litlum bletti við lestarstöðina eru
saman komin sjö af elstu og helstu
vínhúsum Rioja (og jafnvel þótt víð-
ar væri leitað). Flest þessara vín-
húsa eru búin að vera þarna síðan
á 19. öld þannig að hefðin er mikil
og skemmtileg. Bærinn er hreinlega
búinn að byggjast upp í kringum þau
og stemningin þar er einstök. Þessi
sjö vínhús tóku sig saman um síðustu
helgi og héldu mikla tveggja daga
vínhátíð. Blaðamaður Fréttatímans
var þar á meðal og tók þátt í mikilli
vínsmökkun, eiginlega vínupplifun
sem leidd var af vínmeistaranum
breska, Tim Atkin en aðalstuðið var
laugardeginum þegar yfir 4000 gestir
flæddu um þetta þéttsetna svæði með
eigið vínglas um hálsinn. Stefnt er að
gera þetta að árlegum viðburði sem
stórskemmtilegt er fyrir íslenska vín-
áhugamenn að heimsækja. -tj
Fjöldi víntegunda er í smakki hjá hverju vínhúsi í hverfinu. Gestir fá að valsa um vínhúsin og smakka í kringum tunnurnar.
VíNhátíð í Rioja
Vínhúsin við
lestarstöðina
Bodegas López de Heredia
Stofnað 1877
Cune
Stofnað 1879
Gómez Crusado
stofnað 1886
La Rioja Alta
Stofnað 1890
Bodegas Bilbainas
Stofnað 1908
Muga
Stofnað 1932
Roda
Stofnað 1987
Á kortinu sést hve þétt er á milli vínframleiðandenna. Það er mikil vínframleiðsla sem á
sér stað á þessum litla bletti. Vínekrurnar dreifa sér hins vegar vítt og breitt um Rioja-
héraðið sjálft en sjálfar þrúgurnar rata allar hingað á þetta svæði til víngerðarinnar.
Vínhúsin liggja við sömu götu þannig að það er stutt á
milli sopa.
Tim Atkin er breskur blaða-
maður og vínmeistari sem
leiddi gesti í gegnum vín-
smökkun.