Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 54
54 matur & vín Helgin 25.-27. september 2015  Bjór Meira af öllu í stóra Bróður Bríó Fagna afmæli Bríó með BríóBríó Þ etta er stóri bróðir Bríó og er samsettur út sama gena-mengi. Munurinn er bara að það er meira af öllu í honum, nema vatni,“ segir Valgeir Valgeirsson bruggmeistari hjá Borg brugghúsi. Valgeir og félagar senda nú frá sér sérstakan Októberfest-bjór. Að þessu sinni er hann gerður í tilefni af fimm ára afmæli hins vinsæla bjórs Bríó – sem einmitt var fyrsti bjór Borgar – og kallast BríóBríó. „Þetta eru sömu hráefni og í Bríó og er hann eingöngu þurrhumlaður með hinum konunglegu Hallertauer Mittelfrüh-humlum sem eru einmitt humlarnir sem gefa Bríó sinn ein- staka karakter. Þurrhumlunin er hinsvegar margfalt meiri og frekar í takt við double IPA-bjóra í magni og þar af leiðandi bragðstyrk,“ segir Valgeir. BríóBríó er sennilega sterkasti pilsner sem bruggaður hefur verið á Íslandi, 9,6% í alkóhóli. „Við höfum viljað halda þýsku þema í Októberfest-bjórunum okkar og þessi er engin undantekning þar á. Bríó er í grunninn þýskur pilsn- er og má þá segja að BríóBríó sé þýskur Imperial Pilsner, sem er þá einhverskonar ofurútgáfa af þýska pilsner-stílnum. Það er talsvert síð- an við lukum við þróun á þessum bjór en gefum hann opinberlega út núna í tilefni af stórafmæli Bríó,“ segir Árni Long bruggmeistari. Þeir félagar eru gjafmildir af þessu tilefni og ætla að leyfa bjór- áhugafólki að smakka nýjustu af- urðina á Ölstofu Kormáks og Skjald- ar á laugardagskvöld klukkan 20. „Þar verðum við með útgáfusam- komu og allir eru velkomnir að fagna með okkur,“ segir Valgeir. Valgeir og Árni hjá Borg brugghúsi voru að leggja lokahönd á BríóBríó og verða með partí á Ölstofunni á laugardagskvöld. Ljósmynd/Hari H umarinn okkar er yfirleitt talinn eitt fínasta hráefni sem finnst við Íslandsstrendur. En er kannski ekki sá bragðmesti í heimi. Enda er hann í raun ekki humar. Það er þó önnur saga. Humarhalinn okkar tekur hins vegar vel á móti bragði og því miður fyrir hatar- ana þá er besti vinur halans hvítlaukurinn – já og smérið. En það þarf ekki alltaf að borða góðgætið með silfurgaffli. Humar- samloka er ein af þessum undantekning- um sem sanna reglur og vel gerð humar- samloka sannar regluna svo um munar. Eins og í öllum samlokum þarf brauðið að vera gott. Dúnmjúkt hamborgara- brauð eða pylsubrauð hentar ljómandi vel sem og langskorið baguette eða súpu smábrauð ef gera á forrétt. Besta brauðið í þessa humarsamloku er þó brioche brauð. Það er hægt að fá svoleiðis brauð í sérvöldum gæðabakaríum eins og Sand- holt en einfaldast er þó að fara út í næsta stórmarkað og ná í nýju brioche ham- borgarabrauðin frá Myllunni. Þau eru kannski ekki af Sandholt gæðum en eru engu að síður ljómandi góð. Humarhiti Það eru til margar aðferðir við að elda humar en við brúkum pönnuna að þessu sinni og þar sem þetta er alvöru humar- samloka en ekki humarsalat þarf slatta af humri til. Þar sem viðmiðið er að sjálf- sögðu rómantískur kvöldverður þarf að taka góð 500-800 grömm af góðum humri úr frystinum. Það gera sirka fjórir – fimm sæmilegir halar á mann. Tökum humarinn úr skelinni með kúnstarinnar reglum og pössum sérstak- lega vel að „æðin“ fari í ruslið. Á pönnuna fer vel af smjöri sem er brætt við miðl- ungs hita. Tvö fínt söxuð hvítlauksrif eru svo látin svitna þar án þess að brúnast. Brenndur hvítlaukur er bitur og vondur. Humarinn fer svo út í laugina og hitinn hækkaður örlítið. Steikið humarinn þar til hann hættir að vera „glær“. Salt og pipar eftir smekk og stráið svolitlu af saxaðri fjallasteinselju yfir. Líka eftir smekk. Passa að ofelda humarinn ekki. Hann á ekki að brúnast þannig að ekki bíða eftir því. Þá er humarinn tekinn til hliðar og geymdur í „humarsafanum“ eða smjör- humarvökvanum sem eftir var á pönnunni. Ekki í pönnunni sjálfri því þá ofeldast hann frá afgangs hitanum. Þarf alltaf að vera mæjó Mæjónes er nauðsynlegt á góða sam- loku og á þessa þarf gott mæjónes. Helst heimatilbúið en í það minnsta uppáhalds mæjónes hússins. Það er til dæmis selt ljómandi gott mæjónes í pólsku búðinni í Breiðholti. Kjarnhreinsa og saxa eins og einn tómat sem og nokkur salatblöð. Hræra öllu varlega saman við mæjónesið og smá slettu af „humarsafanum“ með dropa eða tveimur af „hot sauce“. Brauðin eru svo steikt upp úr smjör- klípu á pönnu með loki eða setja álpappír yfir svo gufan mýki brauðin vel. Restin af „humarsafanum“ góða er látin drjúpa inn í brauðhelmingana sem svo eru fylltir af humarblöndunni áður en samlokan fer svo beinustu leið upp í matargatið. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Humarsam- loka fyrir tvo U.þ.b. 600 grömm humar Brioch hamborgara- brauð 2 hvítlauksrif 1 msk smjör 1 msk mæjónes 1 msk söxuð steinselja Nokkrir dropar af „hot sauce“ Salt og pipar Humarhalar og hamborgarabrauð Passa að ofelda hum- arinn ekki. Hann á ekki að brúnast þannig að ekki bíða eftir því. Til hamingju ð dagi n Stóri tísku- og snyrtivörukainn 2. október Nánari upplýsingar veitir Kristi Jo í síma 531-3307 eða á tölvupósti á kristijo@frettatiminn.is Meðal annars munum við alla um: • Þurrsjampó • Serum • Augnförðun • Nýju haustlitina • Nýju ilmina • Hausttískuna í fatnaðinum Þú vilt ekki missa af þessu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.