Dagrenning - 01.10.1946, Side 5

Dagrenning - 01.10.1946, Side 5
nauðsyn á þvi að kynnast þeim sarnanburði sem bezt. Og einmitt i þvi efni er þessi nýja bók Adams Rutherfords alveg tilvalin. Hér er i stuttu en skýru máli sýnt fram á, svo að ekki verður um villst, að Bibliunni og Pýramidanum mikla ber svo vel saman hvað ártöl snertir, sem mest má verða. Höfuð viðfangsefni ritsins er þó það, að fcera sönnur á að hinn svonefndi lárétti gangur að drottningarsalnum og drottningarsalurinn i Pýrarnidanum mikla, sem enginn pýramidafrœðingur liefir til þessa fullkomlega getað skýrt \ hvað œtti að tákna, sé eitt þýðingarmesla táknfræðilegt atriði þessa mikla mann- virkis, sem leysir hina miklu deilu Egyptalandsfræðinganna og pýramidafrœð- inganna um hinar mismunandi „álnir“, sem notaðar hafa verið við byggingu mannvirkisins. Skýrir ritgerðin þetta vel sjálf, svo lengra skal ekki út i það farið hér. ! # Kristur lét svo um mœlt einhverju sinni, að undir „endalokin“ rnundi truin sem nœst hverfa af jörðunni. Hann orðaði það á þá leið, að vafasamt veeri að hann mundi „finna trúna á jörðu“. Það er vafasamt, hvort trúin hefir nokkru sinni verið minni á jörðunni en hún er nú. Áður en hin svonefnda kristni kom til sögunnar trúðu þjóðirnar á aðra guði. Þccr voru ekki trúlausar, þótt þœr vœru „heiðnar“. En hvernig er þessu n ú farið? Vel gœti ég trúað þvi, að óhlutdrceg rannsókn leiddi til þeirrar niðurstöðu5 að aldrei hefði mannkynið átt minni trú en einmitt nú. : Menn hafa hafnað kenningum Bibliunnar og trúnni á Jesú Krist og sett svokölluð visindi i þeirra stað. En þegar allt kemur til alls trúa ekki einu sinni visindamennirnir sjálfir á visindi sin, þvi að það, sem voru vismdi i dag, er orðið vitleysa á morgun. „En þegar neyðin er stcerst, er hjálpin oft ncest,“ segir gamalt spakmceli. Og svo kann að verða í þessu efrii. Takist þeim fáu mönnum, sem að þvi vinna af óeigingirni og knúðir af ceðra afli, að fcera alþýðu manna heim sanninn um það, að Pýramidinn mikli sé Biblian skráð i stein, þúsundum ára áður i en sögur vorar hófust, og að spásagnir hennar hafi rcetzt og séu enn að rcetast svo nákvcemlega, að vart skeiki degi, ef rétt er reiknað og skilið, munu augu þúsundanna loks opnast og nýr dagur risa. Einn þeirra miklu brautryðjanda er höfundur þessarar bókar. DAGRENN I NG 3

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.