Dagrenning - 01.10.1946, Side 10

Dagrenning - 01.10.1946, Side 10
minnast stuttlega og almennt á gangakerf- ið, sem liggur að drottningarsalnum. í pýra- mídanum mikla eru tvö ganga- og salakerfi: Niðurhallandi kerfið og kerfið, sem veit upp á við. Kerfið niður á við er langi ofangangur- inn, sem liggur að þrönga lárétta ganginum, neðanjarðar salnum með gröfinni og endar í blinda lokaganginum. í efra kerfinu eru hins vegar tvær megin greinar: (1.) Upp- göngugreinin, sem myndast af uppgangin- um, stallaganginum mikla, fyrri lága gang- inum, forsalnunr, síðari lága ganginum og konungssalnum; og (2.) Mrétta greinin, en í henni er: Lárétti gangurinn og drottningar- salurinn. Brunngöngin eru sameiginleg báð- um greinum efri kerfanna. Neðra kerfið er, því nær allt, neðanjarðar og endar í djúpri gröf og blindum lokagangi, sem táknar rnjög vel gereyðingu og dauða. Báðar greinar efra kerfisins enda hins vegar í veglega gerðurn og vel loftræstum sölum, og í þeim báðum var upprunalega tóm, lokMus líkkista. Báð- ir salirnir eru með stórum loftrásum og bendir það til þess, að þeir tákna lífsástand, og báðir eru þeir lokatakmark, sem hefir engan útgang, og sýnir það atriði, að þeir tákna varanlegt hfsástand eða „eilíft líf,“ svo notuðu sér orð bíblíunnar. Loklausu líkkist- urnar eða „opnu grafirnar“, í sölunum, opin- bera, að loka stigi þessa eilífa lífs verður náð með upprisu. Upprisusalirnir eru tveir, og ei það í fullu samræmi við ritningarnar, scm lýsa yfir því, að upprisurnar muni verða tvær: — Fyrri upprisan, og síðan almenna uppris- an (1. Kor. 15., Op. 20). Hingað til hefir það verið útbreidd skoðun, að lokasalur ann- arar þessarar greinar tákni biðsal fvrir Gyð- inga. En hvernig má ætla að drottningar- salurinn sé einungis áningarstaður fyrir Gyð- inga, eða einhverja aðra, er þess er gætt, að frá honum er enginn útgangur í annað her- bergi handan við hann? Konungssalurinn og drottningarsalurinn eru tvö lokatakmörk í innra kerfi Pýramídans og tákna þess vegna leiðarenda. Niðurleiðinni lýkur í þröngum neðanjarð- argangi með blindum enda og sýnir það, að hvað svo sem niðurleiðin táknar, líður það að endingu undir lok, og þess bíða engin ör- lög önnur en gereyðing. Það er mjög athvglisvert, að ganga- og sala-kerfið á uppleiðinni er ekki í nokkru beinu sambandi við yfirborð Pýramídans. Eina leiðin inn í Pýramídann er niðurleiðin. (að undanteknum innbrotum, sem auðvit- að eru ekki hluti af upprunalegri gerð mann- virkisins). Það er ekki unnt að kornast inn í efra kerfið á annan hátt en þann að sleppa frá niðurleiðinni og gröfinni, sem henni er tengd, inn í uppgangakerfið. Það hefir þegar verið nákvæmlega skýrt í fyrra riti voru: „Boðskapur Pýramídans mikla“, hvernig Pýramídinn opinberar það ljóslega, að und- ankomulcið“ þessi veitist aðeins fyrir Krist, frelsara mannkynsins; en öll æfiatriði hans hér á jörðu, dauði hans og upprisa eru greinilega sýnd, þar sem efri endi uppgangs- ins og brunngöngin mætast, en á þeim stað er hægt að fá aðgang að „lífssölunum“, upp stallaganginn mikla til konungssalsins eða eftir lárétta ganginum inn í drottningarsal- inn. Af þessu sjáum vér hve dagsatt það er, að Pýramidinn er Biblían í steini, því við- fangsefni Pýramidans og frásögn Biblíunnar cru eitt og hið sama. Þ. e.: Hvernig hverfa skuli til lífs frá dauða. Og svo sem Pýramid- inn er Biblían í steini, svo er og hitt jafn- satt,að Biblían er Pýramidinn í orðum.Biblí- an og Pýramidinn eru eitt. Biblían er eilífur sannleikur Guðs í bókarformi. Pýramidinn mikli er eilífur sannleikur Guðs í mannvirki. Biblían opinberar vísindalegan sannleika Pýramidans á trúarlegum grunni; Pýramid- inn opinberar trúarleg sannindi Biblíunnar á vísindalegum grunni. Biblían og Pýramid- inn opinbera bæði hina sönnu guðdómlegu 8 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.