Dagrenning - 01.10.1946, Qupperneq 15

Dagrenning - 01.10.1946, Qupperneq 15
Þá er sannað hefir verið, að drottningar- salurinn táknar sjálft þúsund ára ríkið og lárétti gangurinn, sem að honum liggur, táknar feril mannkynsins, allt frá Adam til þúsund ára ríkisins, þá er næsta skrefið að fá vissu fyrir því, hvaða tímamælir sé not- aður þar. Það hefur þegar verið sýnt, í Boð- skap Pýramidans mikla, að mælikvarði venju- legra tímarita Pýramidans er sá, að þuml- ungur er látinn tákna ár alls staðar þar, sem halli ganganna er Krists hornið (þ. e. 26° 18' 9,7"). Þessi almenni mælikvarði á ein- ungis við höllu gangana, en í sambandi við þá eru láréttir gangar, sem samsvara inn- skots-uppdráttum. Almenni mælikvarðinn er aldrei notaður í láréttu göngunum, og inn- skotsmælikvarðamir ekki í höllu göngunum. Ef gangurinn er láréttur, nægir það til þess að sýna, að hann er innskot. Innskotin í Pýramidanum eru alltaf til þess ætluð, að sýna eittlivað sérstaklega mikilvægt. Það er nauðsynlegt að fá óyggjandi vissu urn, hvaða mælikvarði á við hvern um sig af láréttu göngunum, ef tímaskráningin á að verða skiljanleg. Einn tilgangur einstakra þrepa inni í Pýramidanum er sá, að láta í té tímatals mæheiningar, er eiga við láréttu gangana, sem að þeim liggja. Háa þrepið, við enda Stallagangsins mikla og upphaf stuttu, lá- réttu ganganna handan við hann, opinberar með rúmfræðilegri gerð sinni, tímatalsmæli- kvarðan, sem á við þá mikilvægu innskots- töflu, sem þar hefst. (Sjá nánar í Pýiamid- anum mikla og Boðskap Pýramidans mikla). í langa, lárétta ganginum, sem liggur að drottningarsalnum, en einnig þrep, sem er ætlað til þess, meðal annars, að sýna einingu tímamælis þess, sem á við þann gang og sal. Þrep þetta er nokkru meira en átján fetum frá enda gangsins, eins og sjá má á mynd- inni á bls. 4. En hér eru engar flækjur af því að hallandi og lárétt kerfi grípi hvort inn í annað, svo sem er við liitt þrepið. Fyrir því er mjög auðgert að finna einingu þá, sem ætluð er til tímaákvörðunarinnar. Þrepið er blátt áfram lóðrétt sig á láréttu gólfi, frá hærra fleti til lægra. í sambandi við þrep þetta þarf aðeins að gera eina mælingu, svo að það er ómögulegt að lenda á villigötum. Þetta eina, sem mæla þarf, er vitanlega hæð- in á þrepinu og er það eining sú, sem á að nota til mælingar á þessari láréttu grein (Lá- rétta ganginn og drottningarsalinn), ef finna skal tímatal það, sem þar er fólgið. Þrep þetta er nú orðið mjög brotið og gólfið neð- an við það illa leikið, vegna þess að þar hefir verið revnt að grafa niður. Upprunalega hæð þrepsins er auðvitað hægt að finna, með því að mæla hæðina á lárétta ganginum áður en konrið er að þrepinu og síðan hæðina á þeim hluta gangsins, sem er handan við það, og finna svo hæðarmismunin.* Allt rjáfur lá- rétta gangsins var gert nákvæmlega í sama hæðarfleti og 'rjáfrið við upphaf fyrsta upp- gangsins. Þar sem lárétti gangurinn hefst, eru 46,9 þumlungar frá gólfi hans upp til lofts. Við innganginn í drottningarsalinn eru 67,5 þumlungar frá rjáfri niður að gólffleti. Misnmnurinn er auðvitað hæðin á þrepinu og það er 20,6 þumlungar, og er það nákvæm- lega lengd almennu álnarinnar (ef aðeins er notaður einn tugstafur). Hún er því mæli- * Þrepið í lárétta ganginum er nú svo brotið, að ekki er unnt að vita með vissu hæð þess, með því að mæla það sjálft. Þótt hæðin, sem mæla þarf, sé litil — aðeins um það bil 20 þuml. —, þá hefir samt því nær alla mælingamenn greint á um niður- stöðuna. Sir W. M. Flinders Petrie segir, að nú- verandi meðalhæð þess sé 19,7 þumlungar. Dr. John Edgar og Morton Edgar gera sér það báðir ljóst, að vonlaust er að mæla upprunalegu liæðina svo nákvæmlega, að víst sé að ekki skeiki broti úr þuml- ungi; en þeir segja að hæðin sé (svo notuð séu orð þeirra sjálfra) milli 20 og 21 þuml. Af þessu leiðir, að nauðsynlegt er að viðhafa aðra aðferð, eins og skýrt er frá í textanum hér að ofan, ef upprunalega hæðin á þrepinu á að finnast hárnákvæmlega. DAGRENN ING 13

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.