Dagrenning - 01.10.1946, Side 17
gangsins og drottningarsalarins. Þetta er úr-
slitaprófunin! Þar eð upphafið að lárétta
ganginum merkir sköpunarár Adams, og lína
sú, er rnarkar endi lárétta gangsins við inn-
ganginn í drottningarsalinn, táknar árið þeg-
ar þúsund ára ríkið hefst, þá merkir öll
lengd gangsins alla mannkynssöguna frá
sköpun Adams til þúsund ára ríkisins. Þar
sem Pýramidinn hefir þegar tilgreint, að þús-
und ára ríkið hefjist árið 1994 e. K., er það
auðvelt viðfangsefni að rnæla lengd lárétta
gangsins, nota mælikvarðann eina almenna
alin móti öld og ákveða þannig, hve langt
er síðan Adam var skapaður í Eden. Ef ártal
það, sem þannig fæst, er í fullu samræmi
við ártalið, sem í ljós kemur nreð nákvæmu
tímatali Biblíunnar, þá fáurn vér þar þriðju
sönnunina, og hana óyggjandi, um sannleiks-
gildi og nákvæmni þess, að þarna tákni alin-
in öld, og mikilfenglega sönnun þess atriðis,
að „frá elzta tíma“ þekkti hinn almáttugi
sannlega „endirinn í upphafi“, eins og liann
segir í Ritningunni.
Sir Flinders Petrie ritaði þannig um inn-
ganginn úr lárétta ganginum í drottningar-
salinn: „Framskot það, sem Smyth prófessor
getur um að sé á vestanverðum dyrunum,
er í raun og veru afgangur, sem skilin var
eftir beggja megin við hornið, til þess hlífa
steininum í flutningi og meðan á bygging-
unni stæði. Efst uppi, og við samskeytin í
miðju, er þessi ófullgerði hluti í salnum
höggvinn niður að rétta yfirborðinu, til þess
að sýna verkamönnunum, hvernig að lokum
skyldi ganga frá steininum." Raunveruleg
endamörk lárétta gangsins miðast auðvitað
við fullgerða hluta inngangsins. Samkvæmt
hinni frábæru mælingu Petrie prófessors er
öll lengd lárétta gangsins 1523,9 brezkir
þumlungar, og er þá mælt þar, sem að fullu
er gengið frá dyrunum. Almenna alinin jafn-
gildir 20,629 brezkum þumlungum. (Plún er
oft reiknuð með tveimur tugstöfum og þá
svo sem réttmætt er 20,63 þumb, en við
flestar pýramidaathuganir er betra að nota
þá töluna, sem nákvæmari er, þ. e. 20,629
þurnl.). Lengd lárétta gangsins er því 73,87
almennar álnir (1523,9 : 20,629 = 73*87).
Með mælikvarða þeirn, sem á við gang þenn-
an, alin á móti öld, tákna 73,87 álnir 73,87
aldir eða 7387 ár. Eins og vér þegar höfum
séð, merkir endir lárétta gangsins upphaf
þúsund ára ríkisins og það er árið 1994 e. Kr.,
og þar eð lengd gangsins táknar 7387 ár, þá
er sköpunarár Adams, sem tilgreint er með
byrjun gangsins, 7387 árum fyrir 1994; með
öðrum orðum 5394 f. K.#
En teljum vér að Adarn hafi verið skap-
aður 5394 árum f. K., þá ber því alls ekki
saman við skoðun þá, sem almennt er viður-
kennd af biblíufróðum mönnurn, sem flestir
ætla að það hafi skeð um það bil 4000 árum
f. K. Til hvaða ráða eigum vér þá að taka?
Eigum vér að finna upp kænlegar og vand-
lega gerðar uimfræðimyndir, leggja þær á
uppdrættina í innri gerð Pýramidans og laga
mælingar Pýramidans þannig í höndum vor-
um, að þær leiði að ártali því, sem vér æskj-
um eftir, 4000 f. K. Vissulega ekki! Á síð-
ustu árurn hefir Pýramidinn verið vafinn í
bendu af rúmfræðilegri netaflækju, til þess
að frarn kæmu ártöl þau, sem óskað var eftir
samkvæmt fyrirfram ákveðnum kenningum
um tímatal. Pýramidinn mikli er hins vegar
gerður samkvæmt dásamlega skipulegri
stærðfræðilegri áætlun, sem er algerlega
flækjulaus og var aldrei til þess ætlast að
hún sligaðist undan þunga óteljandi fárán-
legra rúmfræðilegra viðauka, sem menn
kynnu að finna upp til þess að láta henni
bera saman við mannlegar kennisetningar
4 Vegna þeirra, sem lcunna að vera óvanir að
reikna út timatal, skal þess getið, að reglan, sem
höfð er til þess að finna ártal f. K., er sú, að draga
ártalið e. K. frá árafjöldanum öllum og bæta siðan
1 við, þannig: 7387 — 1994 + 1 = 5394.
DAGRENNING 15