Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 19

Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 19
hann og þar langt í jörð niður! Það er vafa- laust mjög gáfulegt að raða niður ferhyrn- ingum, hringum, þríhyrningum og öðru þess háttar, með öllum þess stærðfræðilegu fylgi- fiskum, og búa þannig til tímamælikvarða, sem sýnir ártol þau, sem óskað er eftir, og setja svo alla snilldina á myndir af Pýramid- anum og umhverfi hans og láta líta svo út, að það sé hluti af honum. Venjulegum almúgamanni, sem kynni að leika liugur á að fræðast um Pýramidann, rnyndi finnast þessi mikli auðsæi lærdómur sér ofvaxinn, og hugsa sem svo, að þótt sér væri ekki veitt sú hámenntun, sem nauðsynleg væri til skilnings á honum, þá væri eigi að síður í sannleika undursamlegt, að hann skyldi kom- ast að þeim dásamlegu niðurstöðum, sem látnar væru í ljós! Sannarlega er það mjög dásamlegt fóstur mannlegrar skarpskyggni; en sem aðferð til þess að komast að réttu tímatali í Guðs innblásna Pýramida er það beinlínis skiípaleikur. En samt virðast hinir snjöllu uppfinningamenn þessara kennisetn- inga ekki gera sér það ljóst. En er það hins vegar nokkur furða, þótt allmargir þeirra manna, sem hugsa gaumgæfilega, hafi orðið þreyttir á þessum ruglingslegu pýramidaskýr- ingum og misst áhugann fvrir málefninu, þegar notuð er þessi rúmfræðilega leikfimi, ásamt ýmsum áðumefndum, samhengislaus- um skýringaraðferðum, í því skyni að ná í ártöl þau, sem óskað er eftir. Ef pýramida- fræðin á að dafna, eins og hún ætti að gera, og hin dásamlegu sannindi Pýramidans eiga að ná viðurkenningu í öllum mikilleika sín- um og tign, þá verður að hætta við allt þess- arar tegundar, og við það verður áreiðanlega hætt, þegar fólkinu er orðið ljóst hið raun- verulega ástand. Vér höfum komizt að því, eins og sýnt er hér að framan, að upphaf lárétta gangsins táknar sköpun Adams, og sá staður merkir 5394 f. K. Þetta höfum vér fundið með því að mæla lárétta ganginn og drottningarsal- inn, nákvæmlega eins og þeir voru gerðir, og nota mælikvarðann, sem opinberaður var, óslitið allt frá upphafi gangsins og yfir drottningarsalinn út að vegg og láta skeika að sköpuðu, hver niðurstaðan yrði. Svo sem fram hefir verið tekið, er þetta hins vegar annað ártal en venjulega er talið, og allt annað en það, sem vér myndum áður hafa búizt við. En gangakerfið inni í Pýramid- anum er mælikvarði, sem markaður er á harðan stein, og oss þýðir ekki við það að etja. Ártalinu verður því ekki breytt. Hvert ei þá næsta skrefið til þess að ráða gátuna? Rökfræðilega rétta áfranihaldið er að rann- saka tímatal Biblíunnar eins vandlega og unnt er, til þess að finna nákvæmlega sköp- unarár Adams. í riti voru, „Vísindaleg sann- pióíun á tímatali Hebrea“, höfurn vér beitt leitandi gagmýni að öllum atriðum í tíma- tali Hebrea, allt til tíma Abrahams, og not að þar, svo sem föng voru til, prófanir á samtíðar atburðum, tímatals„brýr“, rann- sökuð tímabil og fornfræðistaðreyndir. í riti þessu er tímatalskráin sjálf 200 síður og greinir öll einstök atriði, allt til komu ísra- elsmanna inn í fyrirheitna landið, en í text- anum er gagnrýnandi grein gerð á tímatal- inu aftur til Abrahams. Fyrir þann tíma og einkum fyrir flóðið er ekki þægilegt að tala um tímatal Hebrea, því að það var engin þjóð til með því nafni og í raun og sann- leika voru engir Hebrear til á fyrri tímum fornu ættfeðranna. Fyrir því gerðum vér, á síðustu blaðsíðum bókar vorrar, aðeins stutt- lega grein fyrir æfiskeiðum ættfeðranna, sem uppi voru fyrir tíma Abrahams, á sama hátt og gert er í ensku Biblíunni, án sams konar rannsóknar eða gagnrýnandi skoðunar, eins og vér beittum við alla sögu Hebrea frá tím- urn Abrahams og eftir það. í riti þessu kom- umst vér að raun um, að Abraham kom til Kanaanslands um vorið 1923 f. K. Þar eð DAGRENNING 17

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.