Dagrenning - 01.10.1946, Qupperneq 24

Dagrenning - 01.10.1946, Qupperneq 24
upprunalegu hebresku ritningunni, og er all- miklu meira en hundrað árum eldri en Sjö- tíu manna þýðingin og var aldrei í nokkru sambandi við Egyptaland. Sagnaritarinn Jósef var prestur í Gyðinga- landi og uppi á sömu öld og Kristur. í for- málanum að Antiquities oi the Jews segist hann hafa fengið fræðslu sína úr hebresku ritningunum og eigi að síður ber tímatali þessu, frá flóðinu til daga Abrahams, því nær í öllum atriðum saman við gríska textann í Sjötíu manna þýðingunni, og sést af því, að á dögum Krists var enginn efnismunur á henni og upprunalega hebreska textanum. Síðari hebreska textanum, Massoretatextan- um, sem enska Biblían var þýdd eftir, ber ekki sarnan við eldri textana, hinn hebreska eða gríska, og sýnir það að þar er rangt skýrt frá aldri ættfeðranna, og athugum vér töl- urnar, sem sýndar eru hér á töflunni, þá sjá- um vér augljós merki þess, að þær liafa að yfirlögðu ráði verið færðar úr lagi; því að hér um bil alls staðar hefir tímabilið, sem á við hvern einstakan ættföður, verið stytt um ná- kvæmlega Iiundrað ár í Massoreta-textan- um.* Auk þessa voru til, bæði fyrir og eftir að Massoreta-textinn var gerður, á 6. öld e. Kr., hebresk afrit af Ritningunni, fleiri en Samarita-textinn, sem tilgreindu lengri, þ. e. réttu tímabilin, hjá ættfeðrunum eftir flóðið. Kennicott segir: Á fjórðu öld voru til nokkur af hebresku afritunum, sem tilgreindu hærri töluna, og önnur voru til fram til ársins 700, eftir því sem Jacobus Edessanus segir (Re- marks on Select Passages in the Old Testa- ment, bls. 17). Það vill nú svo vel til, að vér höfum ákveðnar sögulegar heimildir um þessar rangfærslur upprunalega textans, og af hverjum þær voru gerðar og hvers vegna, en vér bíðum með þau atriði, þangað til vér * Þessi sami texti er lagður til grundvallar að íslenzku þýðingunni. förurn að athuga tímabilið fyrir flóðið, því að tölur þær, sem tilgreina aldur ættfeðranna á þeim tíma, eru einnig falsaðar í hebreska textanum frá síðari tímum. Þarf nú ekki frekari skýringu um neitt atriði í tímabili ættfeðranna, sem uppi voru eftir flóðið, nerna um æfiskeið Kenans, sem getið er um í grísku Sjötíu manna þýðing- unni, en hvorki í Massoreta- né Samarita- textanum. Þeir, sem halda að þessi síðari Kenan hafi óvart verið settur inn í Sjötíu manna þýðinguna, í Móse I 11. 12—13, vegna klaufsku afritarans, ættu í fyrsta lagi að taka vel eftir því, að í sama texta er þessi Kenan einnig nefndur í næsta kapítula á undan (Móse I. 10. 24). Það er og staðfest, bæði með Nýja testamentinu og Eagnaðar- áiabók Gyðinga, sem rituð var á hebresku og er allmiklu eldri en Nýja testamentið, að tímatal Kenans er ófalsað. í þriðja kapí- tula Lúkasar guðspjalls eru hinir fornu ætt- feður taldir í röð og ber þeirri ættarskrá al- veg saman við þá, sem er í Sjötíu manna þýðingunni, og telur því að Kenan hafi verið næstur eftir Arpaksad og næstur á undan Sela. (Lúk. 3. 35—36.) Undantekningarlaust allar fornar þýðingar, sem til eru, liafa þetta þannig og sannar það að nafn Kenans á að vera í 3. kap. Lúkasar guðspjalls 36. versi. Þá er og enn ein sönnunin í Fagnaðarbók Gyðinga. Þar segir: „Arpaksad tók sér konu, hét hún Rasueja dóttir Elams, og hún fæddi honum son á þriðja ári, í þessari viku, og hann nefndi hann Kainam. Og sonurinn óx og faðir hans kenndi honum að skrifa, og hann fór og leitaði sér staðar, þar sem hann gæti unnið sér borg. Og hann fann skrift, sem fyrri (kynslóðir) höfðu rist á klettinn og hann las það, sem þar var ritað, og hann skrifaði það upp og syndgaði þess vegna, því að það var kenning varðanna (föllnu engl- anna), samkvæmt hverri þeir voru vanir að athuga tákn á sólu, tungli og stjörnum í 22 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.