Dagrenning - 01.10.1946, Qupperneq 25

Dagrenning - 01.10.1946, Qupperneq 25
öllum merkjum himinsins. Og hann skrifaði það upp og sagði ekkert um það, því að hann var hræddur um að Nói reiddist við sig af því, ef hann segði honum frá því .... og hann tók sér konu og hún hét Melka, dóttir Madai sonar Jafets, og á fjórða ári eignuðust þau son, og hann nefndu þau Sela(VIII kap. 1-5). Það er auðvitað hægt að finna, hve langur tími líður frá þ\'í að flóðinu linnir og þang- að til Tara deyr, faðir Abrahams. Til þess þarf aðeins að leggja saman aldur ættfeðr- anna, svo sem gert er hér á töflunni og bæta þar við tveimur árum, sem liðu frá því að flóðið hætti, þangað til Arpaksad fæddist. Taflan sýnir að ef farið er eftir tölum þeim, sem tilgreindar eru í Sjötíu manna (Alex- andríu) þýðingunni, sem er elzta þýðing, sem til er af ritum Gamla testamentisins, Jjá verður heildarútkoman 1207 ár. Tara dó um veturinn 1924—1923 f. Kr., 1207 árum áður er veturinn 3131—3130 f. Kr. Allir þeir, sem biblíufræði stunda, vita, að flóðinu létti og Nói fór út af örkinni með skylduliði sínu í nóvembermánuði, eftir voru tímatali (27. dag annars mánaðar að þeirrar tíðar reikn- ingi, en þá byrjaði árið að hausti, eða í raun og veru að öndverðum vetri). Flóðinu linnti Jiannig í nóvembermánuði 3131. Það sést af töflunni, að 1002 ár eru frá því að flóðinu linnir, þangað til Tara fæðist. Frá fæðingu Arpaksadar, sem var tveimur árum eftir flóðið, líða því nákvæmlega 1000 ár, þangað til faðir Abrahams fæðist, og þessu ber saman við fomfræðilegar stað- reyndir. Massoreta-textinn telur tímabil þetta aðeins 220 ár, en vaxandi ljós forn- fræðinnar hefir nú sýnt, að það er óhugs- andi. Enginn mikilsmetinn nútíma fornfræð- ingur viðurkennir tímaákvarðanir þær, sem eru í fyrstu kapítulum fyrstu Mósebókar eftir Massoreta-textanum. Fornfræðingurinn frægi, Sir Charles Marston, F.S.A., segir, að flóðið hafi verið einhvern tíma „um 3200“ f. Kr., og þessu ber vel saman við ártal það, sem vér höfum ákveðið, sem er á 32. öld f. Kr. Reikningar sumra Asíuþjóða eru und- ursamlega nákvæmir. Dr. Wm. Flales segir, að samkvæmt reikningum Persa hafi flóðið verið 3103 f. Kr., en Kali-yuga eða indversku reikningarnir telji það 3102 f. Kr., og liggur í augum uppi að hvort tveggja er mjög nærri sanni. í 10. kap. 1. Mósebókar er skýrt frá af- komendum Nóa og sona hans þriggja: Sems, Kams og Jafets, og áframhaldandi fjölgun þeirra í flokka og þjóðir á næstu öldum eftir flóðið. Oft var það, að bæði Jijóðin og land- ið, sem hún byggði, var nefnt eftir ættföð- urnum, sem Jijóðin var komin af. T. d. hét einn af sonum Kams Kanaan; landið, Jiar sem hann settist að, var kallað Kanaansland (nú Palestína) og þjóð sú, er af honum var komin, hét Kanaanitar. Annar sonur Kams hét Mizraim (Mitsraim); landið, sem hann nam, var kallað Mizraims- eða Mitsraims- land og þjóðin, sem af honum kom, var einnig nefnd Mizraim. í Biblíunni er orðið Mizraim þýtt Egvptar eða Egyptaland, eftir því hvort við á, af því að þetta er nú það nafn, sem almennt er á landinu. En á he- bresku er bæði Egyptaland og Egyptar enn- Jiá nefnt Mizraim, og jafnvel nú á dögum heitir Egvptaland Misi á arabisku. Biblían nefnir og Egypta „hús Kams“ (Sálm. 78. 51) og Egyptaland „land Kams“. (Sálm. 105. 23, 106. 22.), og Sayce prófessor segir: „Sjálfir kölluðu Egyptar land sitt Khem, á hebresku Kam.“ Þessi atriði sýna það Ijóslega, að Egyptar voru niðjar Kams og komnir af Mizraim syni hans. Samfelld saga Egypta nær lengra aftur í aldir en saga nokkurrar annarrar þjóðar, sem vér nú liöfum heimild- ir um. Eigi að síður er Jiað auðsætt af stað- reyndum þeim, er hér hafa verið taldar, að saga Egypta (Mizraims) hefst nokkru eftir DAGRENNING 23

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.