Dagrenning - 01.10.1946, Page 30

Dagrenning - 01.10.1946, Page 30
FRÁ ADAM TIL ABRAHAMS E.A. F.É. Adam skapaður 1 5394 Abel veginn ÍOI 5294 Set fæðist 231 5l64 Enos fæðist 436 4959 Kenan fæðist 626 4769 Mahalalel fæðist 796 4599 Jared fæðist 961 4434 Enok fæðist 1123 4272 Metúsala fæðist 1288 4107 Lamek fæðist M75 3920 Nói fæðist 1663 3732 Náðarárin 120 hefjast . . 2143 3252 Flóðiðbyrja? 2263 3232 enclaoi 2264 31*1 Arpaksad fæðist 22 66 3129 Kenan fæðist 2401 2994 Sela fæðist 2531 2864 Eber fæðist 2661 2734 Peleg fæðist 2795 2600 Reú fæðist 2925 247° Serúg fæðist 3°57 2338 Nahor fæðist 3l87 2208 Tara fæðist 3266 2129 Tara deyr veturinn .... Abraham kenmr til Kan- 3471 1924 aanslands vorið 3471 i923 árið eftir, 2264 e. A. — eitt ár og tíu daga, þ. e. 370 daga (360+10 = 370). En eins og sjá má, af tímatalstöflunni yfir flóðið (sjá bls. 24), byrjaði það aðfaranótt 31. okt. 3132 f. Kr., samkvæmt tímatali voru, og endaði 5. nóv. 3131 f. Kr. — en það er aðeins 1 ár og 5 dagar og samt sem áður 370 dagar (365+5 = 370). Það skvldi og athugast, að Nói var á 600. ári, er flóðið liófst (Móse I. 7. 11.) og varð 600 ára á þeim 40 dögum, ei vötnin streymdu yfir jörðina (Móse I. 7. 6.). þ. e. rnilli 31. okt. og 10. des. árið 3132 f. K. Önnur tvö atriði er vert að geta um, í sambandi við ártölin á töflunni. Samkvæmt því, sem vér höfum nokkrar heimildir fyrir, er fyrsti ástvinamissinn, hjá fjölskyldu Adams, er Kain vegur Abel. Það er gaman að veita því athygli, að Adam er nákvæm- lega 100 ára, er dauðinn heimsækir ættina í fyrsta sinn. Þessi vitneskja er frá því, sem skráð er í „Palestinian Targum“, sem segir: „Og Adam kenndi konu sinnar af nýju 130 árum eftir að Abel var veginn, og hún ól son og nefndi hann Set.“ Adam var 230 ára, er Set fæddist, og liefir hann þá verið 100 ára, er Abel var veginn 130 árum áður. Þetta hjálpar og til þess að sýna, hve tölur Sjötíu manna þýðingarinnar eru réttar, því væri það rétt, sem segir í Massoreta-textan- um, að Adam hafi verið 130 ára, er Set fædd- ist, þá fengi frásögnin í Palestinian Targum ekki staðizt, en það skyldi vendilega athug- ast, að hið sanna, sem kemur í ljós í þessari frásögn, er sagt af Midrash Tanchuma, More Nevochim, Salomon Jarchi og Bereshith Rabba, en í hinni æfafornu bók Little Genesis segir, að fórn Abels hafi verið færð og hann dáið, er Adam var á 99. ári, og ber því alveg saman við það, sem að framan greinir. Sumar allra mikilverðustu sannan- irnar fyrir nákvæmni tímatalsins, eru í Enoks liók, apokryfiskri, sem upprunalega var rituð að nokkru leyti á hebresku og nokkru leyti á aramisku, á annarri öld f. K. (og sumt af henni jafnvel fyrr). Þar er sagt, að 165 ald- ursár Enoks hafi verið 1286. ár heimsins (þ.e. mannheimsins, sem hófst með Adam). Það er hægt að sjá á töflunni (bls. 28), að 165. ár Enoks (þ. e. árið, sem hann varð 164 ára) var 1287 e. A. Adam var skapaður 28 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.