Dagrenning - 01.10.1946, Qupperneq 31

Dagrenning - 01.10.1946, Qupperneq 31
á í.'ári e. A. Tímabilið frá sköpun Adams og frarn á 165. ár Enoks var þess vegna 186 ár, alveg eins og sagt er í bók Enoks. En samkvæmt Massoreta-textanum, sem nú- tíma Biblían er þýdd eftir, er tímabilið frá sköpun Adams og fram á 165. ár Enoks að- eins 786 ár. Margir biblíufræðingar, sem eru í vafa um hvernig rétt sé að lesa einhverjar greinar Ritningarinnar, vitna réttilega til hinna þriggja elztu og frægustu handrita af Biblí- unni. Það eru Sinatiska, Alexandríu og Vati- kans handritin, sem á fræðimáli eru kölluð Codcx Sinaiticus (Hebr. A), Codex Alex- andrinus (A) og Codex Vaticanus (B). Tvö fyrrnefndu handritin eru bæði í „mesta dýr- gripahúsi heimsins", Bretasafni í Lundún- um, en Vatikans handritið er í bókasafni Vatikansins í Róm. Vér skulum því athuga, hvað þessi elztu og áreiðanlegustu handrit segja um hið forna tímatal frá Adam til Abrahams, eins og það er skráð í 5. og 11. kapítula fyrstu Mósebókar. I sinaitiska hand- ritið vantar f\rstu bók Móse, og mestan hluta liennar vantar einnig í Vatikans hand- ritið, og er það engin furða, er þess er gætt, hve afar gömul þau eru orðin (frá 4. öld), þótt fremstu blöðin hafi losnað frá og týnzt. En til allrar hamingju er öll fvrsta bók Móse ósködduð í Alexandríu handritinu, og í því eru talin lengri tímabilin (Sjötíu manna þýð- ingin). Alexandríu handritið er þannig elzt og áreiðanlegast handrita þeirra, sem til eru og hafa fyrstu kapítulana í fyrstu bók Móse, og veigamesta heimildin um textann í þeim kapítulum. Vér förum því undantekningar- laust í öllu, sem að tímatali lýtur, alltaf eftir því, sem skráð er í Alexandríu handritinu. Fyrir því höfum vér sannfært oss um, að allar töflur og skrár, sem snerta hið forna tímatal Ritningarinnar,eins og frá því er sagt í fyrstu bók Móse, eru í öllum atriðum full- komlega samhljóða Alexandríu handritinu. Þegar búið er að finna tímatalið, þá er eðlilegt að þessi spurning vakni: Hvers vegna var hebresku textunum, Massoretanna og þó einkum Samaritanna, breytt á skipulagðan liátt, þannig að 100 árum munaði á aldri sérhvers af ættfeðrunum, og tímabilið frá Adam til flóðsins þannig falsað svo, að það styttist um margar aldir? Á öllum öldum, franr á daga Krists, var gætt ýtrustu varúðar gegn því að hróflað væri við hinum heilögu ritum, en eftir að Titus jafnaði Jerúsalem við jörðu, árið 70 e. K., varð mikil breyting og þó ennþá meiri eftir að Gyðingum hafði verið tvístrað til fulls, árið 135 e. K. — Dr. Hales segir: „Eftir að Titus hafði jafnað Jerúsalem við jörðu, árið 70 e. K., voru Gyð- ingar svo þjakaðir af óhamingju þjóðar sinn- ar, að þeir gátu, þá um nokkurt skeið, ekki lmgsað urn annað; en í lok fyrstu aldar, að voru timatali, risu þeir öndverðir gegn hin- um undursamlega viðgangi kristninnar. Það, sem einkum æsti reiði þcirra og gremju var, að ritningar þeirra voru orðnar að stórskota- liðinu gegn þeim og sönnuðu að Jesú væri sannarlega Kristur frá dögurn postulanna (Post. 18. 28.), og tímatalið var ekki lítill þáttur stórskothríðarinnar, þvi að það var vnjög almenn trú, í raun og veru því nær svo, að allir Gyðingar tryðu því, að eins og maðurinn var skapaður á hinum sjötta degi eins myndi og Me^sias koma á sjötta 1000 ára degi mannkynssögunnar, því að þúsund ár eru hjá drottni sem einii dagur. Fyrsti maðurinn, Adam, fékk líf 5394 árum f. K., svo sem sýnt hefir verið; af því leiddi að 5000 ár voru liðin 394 árum fyrir fæðingu Krists. Gamla testamentið nær því yfir 5000 ára skeið (ónákvæmt talið) af sögu mann- kynsins. Fyrir því kemst Gyðingapresturinn, Jósef, þannig að orði í riti sínu Antiquities: „Þessir fornþættir eru fimm þúsund ára saga, og eru þeir teknir upp úr helgiritum vorum; en ég hefi þýtt þá á grísku.“ (Contra Apion DAGPENNING 29

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.