Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 34

Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 34
það endaði 7. sept. 1945.) Samkvæmt tíma- tali Gyðinga verða því enn að líða 295 ár til þess að fylla 6000 ár skeið frá sköpun Adams! Það er þannig augljóslega sannað, að lærdómsmenn Gyðinga hafa, á skipulags- bundinn hátt og livað eftir annað, stytt tímabilin eftir því sem aldir runnu, til þess að stöðugt virtist svo sem eigi væri upp runninn sá tími, er Krists væri von. Margir kristnir rnenn trúa því nú á dög- um (og nrargir hafa trúað því á liðnum öld- um), að 1000 sælu árin, eða þúsund ára ríki Krists, myndi hefjast 6000 árum eftir sköp- un Adams.* Æfaforn er sú hugmynd, að eftir sex þúsund ára veraldarsögu korni þús- und ár, eða 1000 ára „dagur“ endurfæðing- ar. Hugmynd þessa er hægt að rekja til talna- spekinganna fornu; en tvö atriði benda mjög áberandi gegn því. að hún sé rétt. í fyrsta lagi er ekki með nokkru orði að því vikið í Biblíunni, og í öðru lagi er langt síðan að liðin voru 6000 ár frá sköpun Adams, en þúsund ára blessunin er ókomin ennþá. All- margir kristnir menn segjast styðja þessa trú við biblíulegar heimildir. Þeir segja að hin mikla táknfræðilega merking hvíldardagsins sé þúsund ára ríkið, eða sjöundi þúsund ára dagurinn, og fyrir því verði að líða 6000 ár af æfi mannkynsins áður en sjöundu þús- und árin, eða þúsund ára ríkið, renni upp. Það mun liins vegar sýna sig, ef ritning- arnar eru rannsakaðar, að þúsund ára ríkið getur ekki, a. m. k. ckki í tímatalslegri merk- ingu, verið „sjöunda dags“ tímabil. Allir þeir, sem trúa spádómum Biblíunnar, munu vera sammála um, að þúsund ára ríkið hefj- ist eftir endurkomu Krists. Ritningin skil- * Það liefir venjulega verið skilið þannig, að 6000 árin, seni minnst er á í bók Enoks, séu talin frá sköpun Adams, en þau reynast rétt, ef talið er frá æfiskeiði Enoks sjálfs. Frá því nákvæmlega 100 árum fyrir andlát Enoks, 4007 f. K., og til uppliafs þúsund ára ríkisins, 1994 e. K., eru 6000 ár. greinir öld þá, sem hefst við endurkomu. Krists þannig, að hún sé „endurreisnartími allra hluta“, eins og sagt er í Post. 3, 20—21: „Og hann skal senda Jesúm Krist, sem yður var áður boðaður, þann sem himininn verð- ur að hýsa allt til endurreisnartíma allra hluta, sem Guð hefir talað um fyrir nrunn spámanna sinna frá upphafi heims.“ „End- urreisnartími allra hluta“ og þúsund ára rík- ið er þess vegna hvort tveggja sama tíma- bilið. Sannlega er það einmitt tilgangur þús- und ára ríkisins, að korna heiminum á rétt- an kjöl. Endurbæta allt, sem glataðist í Adam, og blessa allar þjóðir jarðarinnar. I lögmáli ísraelsmanna hinna fornu var endur- Teisnarárið rnikla, er öllu var kippt í lag og öllum eignum skilað aftur til réttmætra eig- cnda, kallað fagnaðarár. Þetta fagnaðar- og cndurreisnarár var sýnilega tákn einhvers annars og æðra: „Endurreisnartíma allra hluta“ — þúsund ára ríkisins. En fagnaðar- árið var ALDREI á hvíldarári eða „sjöunda ári“. Það var „áttunda árið“, og af því að það kom ekki fyrir nema einu sinni á hverj- um sjö „vikum“ af árum, var talið að það bæri upp á „fimmtugasta árið“. Ef talið er, að tímatalsmerkingin sé sams konar, þá leiðir af því, að þúsund ára ríkið getur ekki verið sjöunda „árið“, eða sjöundi þúsund ára „dag- urinn“, heldur næsti 1000 ára „dagurinn“ á cftir, á sama hátt og fagnaðarárið var a 111- a í næst á eftir hvíldarárinu eða sjöunda árinu. Ef Massoreta-textinn væri réttur, og þar af leiðandi talið að Adam hefði verið skapaður hér um bil 4000 árum fyrir fæðingu Krists, þá þýddi það, að ennþá væru meira en 1050 ár til þúsund ára ríkisins, og eigi væri hægt að búast við, að það byrjaði fyrr en 3000 árurn e. K., eða endaði fyrr en árið 4000 e. K. í raun og veru hefjast þessir 1000 ára dagar ekki samtímis og Adam er skapað- ur. Þessir löngu dagar eru guðleg tímamæl- ing, en eigi mannleg. — „Einn dagur er hjá 32 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.