Dagrenning - 01.10.1946, Síða 37

Dagrenning - 01.10.1946, Síða 37
ungssalurinn er hið allra helgasta í Pýramidanum mikla og þess vegna er sá salur og inngangurinn í hann ein- vörðungu úr graníti (er samsvarar gull- inu í tjaldbúðinni og musterinu), en Pýramidinn sjálfur er úr kalksteini ein- um sarnan. Það er sýnt, að ísrael cr ætlaður aðgangur að konungssalnum, en ekki með sjálfstæðu valdi, heldur með algerðri undirgefni undir Krist í dýrð- inni og skilyrðislausri hlýðni við boð hans. (2) Afstaða Israels til mannkynsins er sýnd, svo sem bezt verður kosið, með lárétta ganginum og drottningarsalnum, sem sýna allan feril mannkynsins um alda- raðirnar. Eins og sést á því, sem fyrr greinir, er hásætið grundvallaratriði í vígslu nýskipanarinnar meðal rnann- anna. Með því að reisa hásæti, er skapað konungsríki. í Dan. 2. er brugðið upp hringsjá af aðal keisaradæmum þeim eða heimsveldum, sem hefjast munu og ganga til grunna, unz hafið verður það ríki, sem að lokum nær urn heim allan og stjórnað verður af Drottni og hinum heilögu. Spádómurinn sýnir, að þetta guðlega konungsríki, sem að lokum verður heimsveldi, verður ekki til í einu vetfangi við hrun fyrri heimsvelda, held- ur verður áður stofnað konungsríki og haft tilbúið, svo að Drottinn geti tekið við því og gert það að alheimsríki, eftir að það hefir sigrað árásarveldin miklu, er leitast við að ráða yfir heiminum. Spádómarnir guðdómlegu eru ómyrkir í máli urn það, að konungsdæmi þetta á að stofnast meðal ísraelsmanna. ísrael á bæði að verða forystuþjóðin í þúsund ára ríkinu og á „hinum síðustu dögum,“ á undan þúsund ára ríkinu á hann að verða að „mikilli þjóð og þjóðasam- bandi“. Þessi lýsing spádómsins á ísrael getur aðeins átt við eitt ríki, sem nú er til í heiminum, bæði með hliðsjón af konungsstóli og stjórnarskipulagi; það er brezka samveldið eða þjóðasambandið, og konungur þess, Georg VI, er beinn afkomandi Davíðs konungs í ísrael, svo sem sjá má af ættarskránni í Windsor- kastala. Brezki konungsstóllinn er bjarg það, sem allt brezka stjómskipulagið stendur á, og band það, sem tengir allt heimsveldið saman. Fyrir því getum vér fundið á hvaða ári Guð stofnaði hið fyrr nefnda konungsríki, ef vér getum ákvarðað hvenær konungsríkið brezka var sett á laggirnar. Ef saga brezku krúnunnar er rakin aftur í aldir, kemur það í ljós, að hún kom frá Skotlandi 1603, er Jakob Skotakonungur varð konungur yfir öllu Bretaveldi. Vér þurf- um því ekki annað en finna hvenær Skot- land verður k'onungsríki. Það, sem nú er Skotland, var á Erstu öldum kristninnai byggt ýmsum ættstofnum og þjóðstofnum og voru Pictland, Argyll og Strathclyde þeirra mestir. Tveir þeir fyrr nefndu samein- uðust á níundu öldinni, en árið 945 var hið stóra landsvæði Strathclvde* innlimað og þau öll þrjú gerð að einu ríki, og landið í heild var þá fyrst nefnt Skotland. (Fyrir þann tíma var nyrzti hluti Englands, hand- an við Forthfjörðinn, nefndur Alban, en nafnið Scotia átti við írland.) Malcolm, kon- ungur Picta og Skota, varð konungur yfir * I þann tima náði Strathclyde bæði yfir allf suðvestur Skotland og einnig yfir núverandi Kumber- land í norðvestur Englandi. Að austan verðu náði England hins vegar alla leið að Fortbfirði, þangað til 21 ári síðar, er Lothian varð skozkt land (966 e. K.), og innan fimmtíu ára frá þeim tíma voru landamærin milli þessara tveggja ríkja i raun og veru fastákveðin, eins og þau eru enn í dag, þannig, að þau markast af Cheviotfjöllunum og svo af Tweedánni, er neðar dregur. DAGRENNING 35

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.