Dagrenning - 01.10.1946, Síða 43
Til kaupenda
DAGRENNINGAR.
Um leið og þetta hefti er sent út til kaupenda,
er síðasta hefti þessa árgangs sent í prentsmiðjuna.
Ætlast cr til að það geti komið út fyrir jólin.
Þegar DAGRENNING hóf göngu sína, í apríl-
mánuði nú í vor, var því heitið, að þessi árgangur
skyldi eigi verða minni en 25 arkir — þ. e. 200
blaðsíður í 4 blaða broti. — Þetta hetir teki/t að efna, því að þessi árgang-
ur verður 26 arkir fyrir utan kápur, en með þeim 2BI/9 örk. Svarar það
til 450 blaðsíðna bókar í venjulegu broti. Tel ég rétt að benda á þetta vegna
þess, að ýmsir segja að DAGRENNING sé dýr, — en munu menn nú fá 450
blaðsíðna bók fyrir 50 krónur? — Útgáfa DAGRENNINGAR var tilraun. Su
tilraun hefir tekizt það vel, að ekki vantar nú hema herzlumuninn að hún
beri sig fjárliagslega. Heiti ég því á alla þá, sem unna þessu málefni eða finnst
það þess vert, að því sé gaumur gefinn, að vinna af alefli að útbreiðslu
Dagrenningar. DAGRENNING ntun engan biðja um auglýsingu, en ef kaup-
sýslumenn, sem hafa álniga á þcim málum, sem DAGRENNING flytur, vilja
styrkja það með smá auglýsingu við og við, verður á það litið sem vináttu-
merki og hlýhug í hennar garð. Aðalatriðið er þó AÐ ÚTVEGA NÝJA KAUP-
ENDUR, því að á þeim byggist öll framtíð þessa rits. Dómar þeir, sem borizt
hafa erlendis frá um DAGRENNINGU, eru hinir ágætustu og er hún um
efni og frágang talin i röð fremstu rita um þessi efni. Þó gæti hún verið
miklu betri en hún ennþá er, og það verður hún þegar á næsta ári, ef vinir
hennar og velunnarar, bæði í Reykjavík og úti um land, leggjast á eitt og
útvega dálítið af nýjum kaupendum.
Gefið DAGRENNINGU
200 nýja kaupendur í jólagjöf.
Þá er framtíð hennar tryggð fjárhagslega.
Með beztu kveðju.