Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 8

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 8
Af þeirri ástæðu er þeim ekki vel við neitt það, er miðar að efnahagsbótum vestursvæð- anna, því eftir því sem velmegun þeina eykst, eftir því eru þau ólíklegri til þess að aðhyll- ast kommúnisma. Til þess að skapa mót- vægi gegn þessari viðleitni eru Rússar nú að gera sitt hersetusvæði að ríki undir komm- únistastjóm, vonandi það, að sá dagur komi, að það ríki geti einnig gleypt Vestur-Þýzka- land. Til þess að bæta afstöðu sína til þessa áforms er Rússum kappsmál að koma hin- um vestrænu bandamönnum burt úr Berlín, svo að þeir geti gert hana að höfuðborg hins austur-þýzka ríkis. Leitast því Rússar við að gera Vesturveldunum sem allra erfiðast fyrir, bæði með því að hindra samgöngur þeirra og með því að gera einhliða ráðstafanir gagn- vart Þjóðverjum, án samráðs við bandamenn sína, og lýsa Berlínarborg hluta rússneska hemámssvæðisins. Vera má að Berlín sé ekki höfuðborg Þýzkalands, að sama skapi og París er mið- depill Frakklands, eða jafnvel ekki eins og London er miðdepill Bretlands. Eigi að síður líta þó Þjóðverjar á hana sem höfuð- borg sína og ef Rússum heppnaðist áform sitt, kynni það af þeirri ástæðu, að hafa áhrif á óskir þjóðarinnar. Ef litið er um öxl til Potsdamsamþykktar- innar, virðist svo nú sem betra hefði verið, að við hefðum aldrei sett okkur í þessa óþægi- legu aðstöðu — úti á þessum skanka, ef svo mætti að orði kveða, 160 km. inn á rússneska svæðinu, með samgöngur okkar alveg á valdi Rússa. En þetta er nú speki sem hver maður getur stært sig af eftir á. í júní 1945 vonuð- umst við öll eftir góðu samkomulagi við Rússa og að Rússar rnundu koma fram af drengskap gagnvart bandamönnum sínum, eins og þeir höfðu gert í styrjöldinni. Fáir eða engir sáu það fyrir 3945 að samkomu- lagið mundi fara svo hræðilega út um þúf- ur eins og raun hefir orðið á. Það hefir líka komið í ljós, að Berlín ligg- ur illa við til þess að stjóma þaðan Vestur- Þýzkalandi svo að vel sé. Hersetustjómin er í of lauslegu sambandi við fólkið á svæði því, er hún á að stjóma, og einnig við full- trúa sína á staðnum. Þrátt fyrir þetta er það þó höfuðnauðsyn að amerísku, frönsku og brezku herstjómimar haldi áfram að vera í Berlín. Undir stöðu okkar þar, er komin staða okkar í Evrópu. Ef við verðum reknir út þaðan, mundi það verða okkur álitshnekkir í augum alls heims- ins; í augum Vestur-Evrópu þjóðanna, sem við erum að leitast við að tengja saman; í augum Þjóðverja; og í augum vina okkar austan jámtjaldsins — og enn eigum við þar vini. — Ennfremur er það, að á svæði Ame- ríkumanna, Frakka og Breta í Berlín búa tvær miljónir manna. Þeim höfum við sagt að við mundum hvergi þoka, og í trausti á þetta heit okkar hafa þeir með hugrekki veitt Rússum viðnám og ekki látið kúgast. Við megum ekki bregðast þessum mönnum með því að afhenda þá góðsemi kommúnista- stjórnar. Þess vegna verðum við að sitja sem fastast í Berlín og verjast sem bezt öllum tilraunum Rússa til þess að reka okkur út. Af því kann að vísu að leiða þriðju heimstyrj- öldina, en það er sú hætta, sem við verðum að horfast í augu við.“ Þannig farast hinum brezka flugmark- skálki orð og má af þeim ætla að ekki verði látið undan kröfum Rússa um að Vestur- veldin víki úr Berlín. Þó er bezt að taka allar slíkar yfirlýsingar hemaðaryfirvalda með nokkurri gætni því það eru ekki herforingjamir heldur stjóm- málamennimir, sem þama ráða mestu. IV. Rússar hafa nú gripið til þeirra tveggja ráða sem áhrifamest hlutu að reynast — að und- anteknum beinum hemaðaraðgerðum — til 6 dagrenning

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.