Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 27

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 27
GUÐ: FRAMÞRÓUNIN: Kirkjan boðar trú á persónulegan Guð, nánast einskonar ofurmenni, að sjálfsögðu karlkyns og fjörgamlan. Þó hefir trúarkerdd- an um „þríeininguna“ umvafið þetta atriði vonlausum þokuhjúp. Vísindin fullyrða að þessar keningar séu sprottnar af frumstæðum skoðunum og séu gamlar goðasagnir, en enginn Guð sé til. Dulfræðin heldur að sérhver hugmynd um persónulegan Guð sé mannasetningar og að Guð og lífið sé í raun og sannleika hið sama. SÁLIN: Kirkjan kennir að sérhver maður hafi sál, en dýr og jurtir séu sálarlausar. Vísindin fullyrða að engin sál sé til held- ur sé aðeins um að ræða lífeðlislega (psyko- fysiska) þróun í heilanum. Dulfræðin heldur að allt líf, sem tekur á sig ákveðna mynd, sé sál, og því sé einnig um sál að ræða hjá dýrum og jurtum. DAUÐINN: Kirkjan kennir upprisu holdsins, en því miður til þess eins, að flestir fari til glötun- ar og eilífrar útskúfunar að upprisunni lok- inni, en aðeins fáir útvaldir (að sjálfsögðu áhangendur kirkjunnar) hljóti eilífa sælu, en það hugtak er þó mjög óljóst. Vísindin fullyrða að dauðinn sé endalok hinnar efnafræðilegu sérþróunar líkamans og með honurn sé öllu lokið, því sál hafi aldrei verið til í líkamanum. Dulfræðin heldur að líkaminn sé aðeins verkfæri sálarinnar, sem hún yfirgefur þegar dauðann ber að höndum, á líkan hátt og þeg- ar rnenn hætta að nota slitin föt. Kirjan kennir að um enga framþróun sé að ræða eftir dauðann. Þegar maðurinn deyr eru forlög hans fast ákveðin, annaðhvort útskúf- un eða frelsi. Vísindin fullyrða að um líkamlega fram- þróun sé að ræða frá lægri lífsformum og lífverum til æðri lífvera, og eigi þessi þróun sér stað hjá jurtum, dýrum og mönnum, en einungis hjá kynstofninum í heild, þar sem líf hvers einstaklings sé svo stutt. Dulfræðin heldur, að bókstaflega allt líf þróist frá lægri formum til æðri þannig, að hið ódauðlega líf þróist frá steinum til jurta, frá jurtum til dýra, frá dýrum til manna og frá mannlegum verum til ofurmenna. SYNDIN: Krikjan kennir að til sé synd, er þar um að ræða bæði erfðasynd, sem samkvæmt óskiljanlegum trúfræðikenningum er í sér- hverjum manni, en auk þess synd, sem orsakast af brotum á vissum, ákveðnum boð- orðum. Vísindin fullyrða, að engin synd sé til heldur sé einungis um að ræða brot á reglum, sem menn hafa sett, og sem hengt er fyrir af mönnunum sjálfum. Dulfræðin heldur að þar sem frelsi er, sé einnig urn að ræða yfirsjónir, en engin yfir- sjón sé svo rnikil, að fyrir hana verði ekki bætt með nýrri reynslu og þekkingu. ÚTSKÚFUN: Kirkjan kennir eilífa útskúfun sem rétt- láta hegningu, tildæmda af alvísum og kær- leiksríkum Guði, fyrir yfirsjónir hins stutta lífs vors, yfirsjónir, sem hinar ytri aðstæður e. t. v. áttu sinn þátt í að drýgðar voru. DAGRENNING 25

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.