Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 16

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 16
JÓNAS GUÐMUNDSSON: „SAGA ÍSRAELSÞJÓÐARINNAR". - BÓKAR GETIÐ - I. Á s. 1. vori kom út hér í Reykjavík bók, sem nefnist Saga ísraelsþjóðarinnar, og er eftir próf. Ásmund Guðmundsson. Bók þessi er allmikið rit, 364 bls., í venjulegu 8 blaða broti. Dagrenningu var send bókin og þess þá eflaust vænzt að hennar yrði rninnst hér í ritinu. Þetta hefir þó dregizt vegna fjarveru rninnar og annríkis. Ég skal játa, að ég opnaði bók þessa með nokkurri eftirvæntingu. Ég lét mér koma sú heimska í hug, að e. t. v. sæist þess einhver vottur í þessari bók, sem samkvæmt formáls- orðunum á að verða kennslubók handa guðfræðinemum Háskólans og fleiri, að farið væri að rofa til í því moldviðri mis- skilnings og hleypidóma, sem um margar ald- ir hafa umvafið sögu þessarar merkilegu þjóð- ar. Ég lét mér detta í hug, að e. t. v. ætti það að verða hlutskipti Háskóla íslands að ryðja brautina á þessu sviði og var það sannarlega verkefni, sem var samboðið æðstu mennta- stofnun „söguþjóðarinnar" gömlu, og — e. t. v. var fyrsta lífsmerkið í þessari bók. En eins og vænta mátti varð ég þar fyrir vonbrigðum. Það vottar hvergi fyrir ljósglætu í þessari bók hvað snertir það, sem kalla mætti hinn nýja skiling á sögu ísraelsþjóð- arinnar. Hér kennir nákvæmlega sama mis- skilningsins sem gætt hefir alla tíð síðan katólska kirkjan sölsaði undir sig hlutverk ísraelsþjóðarinnar og hóf að kenna þá regin- villu, að ísrael væri glataður en „kirkjan" ætti að koma í hans stað. II. Um bókina í heild sinni má segja, að hún sé fremur fjörlega skrifuð og sumar ályktanir höf. og tilgátur réttar. Þannig er það vafa- laust rétt að sumsstaðar, t. d. í Mósebókun- um, þar sem talað er um einstaklinga sé átt við kynflokka, og er nauðsynlegt fyrir hvern þann, sem lesa vill af skilningi frásagnir Biblí- unnar að gera sér þetta ljóst. Þess ber þó að gæta vel, að ættflokkar þessir hafa líklega æfinlega átt að ættföður mann, sem bar ættarnafnið og frá honum er það runnið. Það er greinilegt, að höf. trúir ekki að kraftaverk geti gerst. Hann fylgir þar stefnu hinnar þýzku nýguðfræði, að reyna að skýra þau sem venjuleg náttúmfyrirbæri. Segir höf. t. d. svo um förina yfir Jordan: „Gangan yfir farveg Jordanar þurrum fót- um hefir löngum verið talin helgisögn ein, hugarsmíð í sambandi við björgunina við Akaba. En tvenn góð vöð voru þá á Jordan gegnt Jeriko, svo að ekki þurfti þessvegna kraftaverk til að koma ísrael yfir. Fyrir því ætla ýmsir fræðimenn nú, að raunverulegir atburðir liggi til grundvallar eins og förinni yfir Rauðahafið og skírskota til skriðuhlaupa í ána nokkru norðar, er stífli hana stöku sinnum gersamlega. Þar hafi ísraelsmenn farið yfir.“ Förin yfir Rauðahafið er einnig að dómi 14 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.