Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 23

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 23
slegið föstu, að það fólk væri allt úr sögunni og Akureyringarnir, sem ýmist höfðu flúið eða verið seldir á uppboði væru einustu íslendingar, sem til væru í heimi. Sjá menn nú ekki heimskuna og — mér liggur við að segja — hundavaðsháttinn, sem „vísindin“ láta sér sæma að viðhafa í rann- sókn þessa merkilega máls? Svona hefir þetta verið um margar aldir og á sögufölsun katólsku kirkjunnar upphaflega sökina. Og sú stofnun vissi hvað hún var að gera. Katolska kirkjan er ekki kristin kirkja heldur pólitísk stofnun. Hún veit, að ef hinn rétti ísrael finnst er grundvöllurinn undan fals- kenningu hennar hruninn. Hún kennir sem sé, „að ísrael sé týndur“ en kirkjan — „liinn andlegi ísrael“ — hafi komið í hans stað. Þessi frámunalega heimskulega og stór- hættulega villukenning hefir sýkt alla sagn- fræði síðustu alda, og þar sem starf sagn- fræðinga og guðfræðinga er venjulegast aðal- lega það, að taka upp skoðanir fyrirrennara sinna og laga á þeim stafkróka eða föður- nafnaskekkjur, en láta þær standa óbreyttar í öllum aðalatriðum hefir þessi fádæma villa fengið að festa svo rætur, að jafnvel lærðir menn lutherskir taka þetta nú upp sem sína skoðun og kenningu. Það má vel vera að hinn gamli ísraels- lýður, sem fluttur var til Assyriu finnist nú ekki þótt leitað verði. Á það reynir fyrst þegar út í leitina er komið. En það er skylda vísindamannsins, sem fræða vill þjóð sína, að seg/a henni þann sannleika, sem hann veit iéttastan, að dylja menn ekki þess, sem próf. Á. G. og aðiir hans jafningjai vita mæta vel, að meginþorra ísiaels er ekki að íinna í Gyð- ingum nútímans heldur annars staðar. Gyðingar, þ. e. það brot af Juda-ættkvísl, sem enn er þekkt og nú gengur undir þessu nafni, em að sjálfsögðu hluti af ísrael, en að þeir séu einir afkomendur hinnar gömlu ísraelsþjóðar er reginvilla, sem enginn há- skóli ætti að geta verið þekktur fyrir að segja nemendum sínum. VII. Ég geri nú ráð fyrir, að próf Á. G. geri lítið úr því sem ég „ólærður rnaður" og enginn visindamaður hvorki á þessu sviði né öðru segi um þessi efni. Hann haldi sér við sín vísindi og sínar „vísindalegu niðurstöður“ hversu vitlausar sem þær eru. Slíkt er því miður venja allra vísindamanna, engir menn eiga erfiðara með að taka við nýjum sann- leika en gamlir vísindamenn. En til þess að enginn skuli halda, að ég sé neinn „nýr spá- maður í ísrael“ í þessum efnum, skal ég skilmerkilega taka það fram, að þær kenn- ingar og skoðanir sem nú ryðja sér mjög til rúms meðal almennings í mörgum löndum, að hinar tíu ættkvíslir ísraels sem „týndust“ í Assyriu séu nú fundnar og séu sumar stærstu þjóðir nútímans, eru ekki uppfundn- ar af mér, heldur eru þær bomar fram af vísinda- og fræðimönnum, sem eytt hafa mikl- um hluta æfi sinnar til rannsókna á þessum málum. Viðurkenningu hafaþeirekkináðenn á niðurstöðum sínum, enda eru viðurkennd- ar vísindastofnanir, s. s. háskólar, ófúsar til viðurkenninga á slíkum rannsóknum, sér- staklega ef þær kollvarpa algerlega þeim skoð- unum, sem vísindin liafa áður byggt rann- sóknir sínar á, jafnvel um margar aldir. Ég tel því, eftir að hafa kynnt mér þessi efni nú um 8 ára skeið, eftir þeim heimild- um, sem bestar verða fengnar, að svo óyggj- andi sannanir séu nú þegar fyrir hendi um þetta efni, að tvímælalaust beri að geta þess- ara rannsókna í hverri þeirri bók, sem ætlað er að fjalla um sögu ísraels, og að það sé ekki þjónusta við sannleikann ef því er sleppt. Þar sem ég þekki hinar venjulegu aðferð- ir svokallaðra fræðimanna og vísindamanna, sem beitt er gegn hverjum þeim, sem flytur DAGRENNING 21

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.