Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 28

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 28
Vísindin fullyrða, að allir eigi að deyja og þar með að hætta að vera til, um fram- hald sé ekki að ræða og því sé málið úr sög- unni þegar maðurinn deyr. Dulhæðin heldur, að allt líf hafi mögu- leika til að ná og nái síðar meir fullkomnun hinna æðstu tilverustiga — án tillits til þeirra verka, sem framin liafa verið í fortíðinni. Menn geta tafið fyrir, en ekki eyðilagt „sálu- hjálp“ sína. FORLÖG: Kirkjan kennir að forlög manna um alla framtíð ákveðist af þeirri einu jarðvist, sem hún telur að hver maður hafi hér. Vísindin fullyrða að um engin forlög sé að ræða önnur en þau, sem lífeðlisfræðin áskapar mönnum í þessu lífi Dulfræðin heldur að hver maður skapi sjálfur örlög sín, er segja til sín fyrr eða síðar í lífinu. Eins og menn sá uppskera þeir. ENDURFÆÐING: Kirkjan kennir að einungis um eina jarð- vist sé að# ræða, en að henni lokinni fari menn annaðhvort til himnaríkis eða helvítis. Vísindin fullyrða að um ekkert líf sé að ræða nema jarðlífið. Dulfræðin heldur að menn endurfæðist, hvað eftir annað svo lengi sem sálin þarfnast reynslu af jarðlífinu eða er tengd því á ein- hvem hátt. FRÍVILJI: Kirkjan kennir að maðurinn hafi frjálsræði til að velja milli útskúfunar og eilífrar sælu. Vísindin fullyrða að um engan frjálsan vilja sé að ræða hjá manninum, heldur sé maðurinn einskonar lífeðlisfræðileg sjálf- hreyfivél. Dulfræðin heldur að lífið sjálft sé eilíflega frjálst, en aftur á móti sé það, meðan það starfar í líkamanum bundið við þessi starfs- form og eiginleika þeirra, þeir telja að sálin hafi valfrelsi og þar með bæði ábyrgðina og möguleikana til að ná takmörkum sínum. Maðurinn verður það, sem hann vill verða. ANDAHEIMUR: Kirkjan kennir að hinum megin sé um að ræða skipulögð veldi djöfla og engla. Vísindin fullyrða að engar verur séu til, aðrar en efnislegar verur, sem hægt sé að greina með hinum fimm skilingarvitum mannsins. Dulfræðin heldur að „allt hafi sál“ og að til séu andaheimar, þar sem bæði búa „dán- ir“ menn og aðrar ómennskar verur og að þær geti, þegar viðeigandi skilyrði eru fyrir hendi, sett sig í samband við mennina. Spíri- tisminn er einn þáttur hinna „dulrænu fræða“. Þetta em í stuttu máli aðalatriðin eða þau sem máli skipta, þegar borin eru saman sjón- armið okkultistanna og „hinna“. Öllum er frjálst að taka afstöðu, en það ber að gera af ráðnum huga, hlutdrægnis og öfgalaust. Án þess að kvíða endalokunum getur okkul- tistinn mætt fyrir slíkum dómstóli. Áhang- endur hans leita sannleikans og ýmsir hafa raunverulega fundið hann — og lengra getur maðurinn ekki komist.“ Hér lýkur greininni. Dagrenning mun víkja nánar að efni þess- arar greinar áður en langt um líður. 26 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.