Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 37

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 37
Þessi samþykkt var síðan send í nafni hinna tignustu manna og helztu sendiherrum Evrópu var einnig boðið. Cagliostro tók boðinu og þessi sögulegi fundur var haldinn að kvöldi hins 10. maí 1785 • Hinir tignu menn tóku á móti stórmeistara „Egypzku reglunnar" með allri þeirri viðhöfn og virðingu sem honum bar. Cagliostro var beðinn að tala um launungar frímúrara almennt. Öllum viðstöddum til undrunar og skelf- ingar tók Cagliostro með eldheitri og óvæg- inni mælsku, að sýna hinum tignu fundar- mönnum fram á það, að þeir væru algerlega þekkingarvana á þeim raunveru launungum, sem væru undirstaðan að sannri frímúrara- starfsemi. Loks greip Cour de Gebelin til þess ör- þrifaráðs að krefjast þess að Cagliostro færði sönnur á að hann hefði öðlast æðri þekkingu hjá Egypzku reglunni. Cagliostro tók áskoruninni og talaði eins og sá sem vald hefur. Hann tók nú að skýra frá talnafræðilegu gildi nafna og talna. Hann sýndi áheyrend- um sínum „stafrofið helga" og bauð þeim síð- an að spyrja einhvers og leita svarsins sjálfir. Þessi spurning var valin: „Verður Loðvík XVI. konungur Fraklclands og Navarra ham- ing/usamur til æviloka og eftirlætur hann syni sínum hásætið?“ Allir fundarmenn voru sjónarvottar að því er svarið var reiknað út. Það var á þessa lund: „Loðvík XVI. fellir hásæti forfeðra sinna. Hann lætur líf sitt á höggstokknum á þrít- ugasta og níunda aidursári sínu. Cagliostro hélt áfram útskýringum sínum og sagði að talan XVI væri veldistala konungs og hún samsvaraði 16. leyndardóminum sem táknaður væri með tumi, sem elding hefði brotið, væri maður að hrapa úr tuminum og kóróna að detta af höfði hans Fundarmenn supu hveljur af ógn og undr- un. Næsta nafnið sem þeir völdu var: „María Antoinette, dóttir Austurríkiskeisara, drottn- ing í Frakklandi." Svarið kom af sjálfu sér, það var: „Ógæfu- söm í Frakklandi. Hún verður sett í fangelsi og hálshöggvin.“ Cagliostro þagnaði um stund. Cour de Gebelin var sprenglærður vísindamaður, hann virtist jafnhöggdofa og aðrir. „Herra,“ mælti hann við Cagliostro. „Ef Guð leyfir oss að skyggnast inn í framtíðina, geta þá ekki bænir vorar afstýrt þeirri vá sem er fyrir dyrum. Lambelle greifafrú, vinkona drottningar, er heiðurs stórmeistari í Egypzku reglunni yðar. Hví þá ekki að segja henni frá þessu svo að hún geti varað drottninguna við hættunni.“ „Nei, herra minn,“ svaraði Cagliostro. „Hún mýndi ekki trúa þessu. Ég fremdi einungis hættulegt og gagnslaust háttvísi- brot. Vér skulum bæta nafni hennar við og sjá hvaða svar vér fáum,“ Hann ritaði nafn hennar og nafnbót: „Marie — Therese — Louise, de Savoie, prínsessa Lambelle.“ Svarið var:„Hún verður bwtjuð niður af f/’órum þorpurum við hornið á Rue des Ballets, í stjórnarbyltingunni, sem tortínir konunginum og drottningunni.1 Nú varð steinhljóð unz Cagliostro mælti: Ef vér spyrjum nú hvemig byltingunni muni ljúka þá fáum vér þetta svar: Maður 1 Sjö árum siðar, 10. ágúst 1792 var de Lam- belle greifafrú tekin liöndum ásamt fjölskyldu konungs. Tengdafaðir hennar greiddi stórfé í lausnargjald fyrir hana. Þegar hún var á leiðinni frá fangelsinu réðust fjórir menn á hana við hornið hjá Rue des Ballets. Þeir brytjuðu hana niður með sverðum sínum; lijuggu af henni höfuðið festu það á spjótsodd og báru það um götur Parísar. DAGRENNING 3S

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.