Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 12

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 12
jarðarhafinu og næði það strönd Albaniu mundi það vera komið að miðju Adriahafi." „Og þá mundi þess gerast þörf,“ segir Karl Maix, „að leiðrétting færi fram á hinum brotnu og bugðóttu landamærum keisara- dæmisins í vestri og mundi þá þykja eðli- legt að Iandamærí Rússlands væru frá Dansig eða Stettin suðui til Tríest. Og eins og það er víst að landvinningi fylgir alltaf nýr land- vinningur, og að þegar ríki hefir slegið eign sinni á eitthvert land, þá slær það ævinlega eign sinni á annað land, er það áreiðanlegt, að ef Rússland leggði undir sig Tyrkland mundi það aðeins verða forleikurinn að því að það leggði undir sig Ungverjaland, Prúss- land og Galisiu." Menn sjá nú, að spádómur Marx hefir að mestu rætzt. Vesturlandamæri Sóvietríkj- anna og leppríkja þeirra eru nú raunverulega frá Stettin til Tiieste. Sá er munurinn að kommúnistamir í Rússlandi vom neyddir til þess af Bandaríkjunum að tryggja fyrst landa- mæri sín að vestan, en þeir mundu nú þegar hafa tekið bæði Tyrkland og Grikkland í tölu leppríkja sinna ef Bandaríkin hefðu ekki sett þeim stólinn fyrir dyrnar með því að taka bæði þessi ríki beinlínis undir vemd sína. öðru máli er að gegna með Vestur-Evrópu- ríkin og Balkanríkin hin. Þar hefir undan- sláttarpólitík Breta og Frakka verið slík, að engu tali tekur. Það er tæpast rétt að ásaka Rússa þó þeir hafi nú kúgað meira en helm- inginn af öllum Evrópuþjóðum inn í ríkja- samband sitt. Það er að miklu leyti sök Breat og Frakka. Bandaríkin hafa ekki haft að- stöðu til að hjálpa þessum ríkjum að Ítalíu einni undantekinni, sem þau og björguðu a. m. k. í bili frá því að lenda undir yfirráð kommúnista. Bretar og Frakkar hafa með hinni dæma- lausu linkind sinni og undanslætti kastað öll- um þessum þjóðum í gin hins rússneska bjamar. Ilin sífelldu þýðingarlausu mótmæli og „nótur“ til Rússa hafa enga þýðingu haft. Það er eins og þær ríkisstjómir sem setið hafa í Bretlandi og Frakklandi hafi skort skilning á hinu mikla hlutverki sínu. Þær hafa alla tíð verið að reyna að semja við Rússa vitandi vel, að kommúnistar halda enga samninga lengur en þeim sjálfum gott þykir. Því sárgrætilegri er þessi undansláttar- stefna ríkisstjóma þessara, sem í þeim sitja jafnaðarmenn, er vita eiga full deili á starfs- háttum konnnúnista. Útþensla Rússa vestur á bóginn stafar mestmegnis af lausatökum og skilningsleysi þeirra þjóða og ríkisstjóma, sem byggja Vestur- og Norður-Evrópu. Það er eins og engin þessara þjóða þori að hafa nokkra skoðun eða fylgja nokkurri stefnu. Og ekki eru frændþjóðir vorar á Norðurlönd- um eða vér sjálfir, íslendingar, þar öðrum fremri. Hvergi er ástandið verra og mann- dómsleysið meira en hér. En Karl Marx spámaður kommúnismans hefir einnig séð þetta og sagt fyrir. Hann segir: „Rússar hafa byggt stjómarstefnu sína á lagmennsku vestiænna stjóinmálamanna og framferði þeirra er orðinn svo rótgróinn vani í þessum efnum, að það má í raun réttri lesa sögu atburða þeirra, sem nú em að ger- ast, í frásögnum frá fyrri tímum.------Þá mundi ekki vera neinn vafi á því, hver ætti að ráða í Konstantínopel, heldui hvei eigi að iáða í allii Evrópu.“ En Karl Marx sér lengra en þetta. Hann segir: „Rússnesk stjómarstefna, sem er hættu legri en herkænska rússneskra hershöfðingja, er aftur komin til skjalanna. — Einkum hefir verið veist að Englandi. — — Það hefir ekki þorað að taka frjálsa af- stöðu til málanna frá upphafi sögunnar til þessa dags. Frakkland hefir einnig verið und- ir sömu sökina selt. En bæði löndin í sam- 10 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.