Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 24

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 24
nýjan sannleika, — en þar er fyrst teflt fram lærdómshroka og síðan ruglað staðreyndum svo sem kostur er — ætla ég að lokum að leiða eitt höfuðvitni hér fram á sjónarsviðið, sem jafnvel próf. Á. G. ætti að meta að nokkru, þegar um þessi mál er rætt, en það er Dr. J. H. Hertz, æðstiprestur Gyðingasafnaðarins í London. Frásögn þessi öll er tekin úr ame- ríska tírnaritinu „Periscop" aprílheftinu 1948. Þar segir á þessa leið: „Hinn 15. nóv. 1918 skrifaði séra Merton Smith í London bréf til æðstaprests Gyð- inga í London, Dr. J. H. Hertz, og lagði fyrir hann eftirfarandi spurningar: 1. Er fólk það, sem nú á dögum gengur undir nafninu Gyðingar (Jews) víðsveg- ar um heim, afkomendur Juda og Levi- ættkvísla eða er vitað að það sé blandað öðrum ættkvíslum ísraels? 2. Ef svo er í hvaða hlutföllum er þá sú blöndun og hverjar heimildir eru fyrir því að svo sé? 3. Ef svo er ekki, hvað varð þá af hinum ættkvíslunum og hvar ættu þær, að yðar hyggju, að vera niðurkomnar? 4. Ef þetta er ekki vitað, hvar voru þær þegar Juda vissi síðast til þeirra? Vænta rétttrúaðir Gyðingar þess enn, að hinar tólf ættkvíslir sameinist aftur einhvem- tíma í framtíðinni? Hinn 18. nóvember 1918 kom eftirfarandi svar við spurningunum frá skrifstofu æðsta prestsins: „Sem svar við bréfi yðar 15. þ. m. hefir æðsti presturinn beðið mig að taka fram eftirfarandi: 1. Fólk það, sem nú á dögum gengur und- ir nafninu Gyðingar (Jews) em afkom- endur Juda og Benjamíns ásamt broti af Levisættkvísl. 2. Að því er bezt verður vitað er ekki um neina blöndun frá hinum ættkvíslunum að ræða. 3. Hinar tíu ættkvíslimar hafa horfið meðal þjóða heimsins (sjá II. Kon. 17. sérstak- lega 22. og 23. vers). 4. Vér væntum sameiningar allra ætt- kvíslanna einhvemtíma í framtíðinni. (Sjá Jesaja 27, 12.—13 og Esekiel 37, 15—18. vers.)“ Þetta bréf var undirritað af ritara æðsta- prestsins. Svarið sýnir, að hinar tíu ættkvíslir höfðu ekki komið aftur úr útlegðinni og sezt að í Júdeu áður en síðari herleiðingin, til Babylonar, átti sér stað. Þau sýna enn- fremur að hinar tíu ættkvíslir komu heldur ekki aftur til Palestínu með þeim leyfum, sem komu frá Babylon eftir síðari herleiðing- una. Þau sýna einnig, að þær hafa ekki til þessa blandast Gyðingum og þau sýna loks, að sameining ísraels er ennþá ekki fram farin, eins og vér, sem tilheyrum Israel- Britain hreyfingunni fullyrðum.“ Hér verður þá látið staðar numið að þessu sinni. Ég vænti þess, að engurn komi á óvart þótt Dagrenning taki málefni þetta til athug- unar í tilefni bókar próf. Á. G. þar sem það er eitt af hlutverkum hennar, að reyna að opna augu almennings fyrir þeim mikilvægu sannindum, sem hinar nýju rannsóknir á þessum sviðum hafa leitt í ljós. Bók próf. Á. G. er engu lakari en flestar bækur fræði- manna, sem fengið hafa svipað andlegt upp- eldi og hann, enda fylgir hann í flestu fyrir- rennurum sínum. Bók hans er ekki saga ísraelsþjóðarinnar nema til aldamótanna 700 f. Kr., eftir það er hún aðeins saga af broti af Júda og Benja- mínsættkvíslum. Saga Israelsþjóðarinnar eftir 700 f. Kr. er enn órituð af vísindamönnum háskólanna, en þá sögu þyrfti að skrifa. 22 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.