Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 21

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 21
að þessi tilgáta sé nærri lagi og sést þá best hve fráleitt það er að telja þessar 30 þús- undir af Júdaættkvísl, sem eftir verða, ísraels- lýð, en leita einskis fróðleiks um þær 200 þús- undir Judamanna, sem herleiddar voru til Assvriu, til viðbótar hinum 10 ættkvíslum, sem áður höfðu verið herleiddar þangað. Þessar 30 þúsundir, sem eftir urðu í Jerú- salem um 700 f. Kr., eru svo rúmum 100 ár- um síðar herleiddar til Babylonar, þó flýr nokkur liluti til Egyptalands og annarra hér- aða umhverfis Palestínu. Þetta brot, sem til Palestínu er flutt, dvelur þar í 70 ár og er þá leyft að fara heim aftur. Nokkur hópur fer heim, en flestir verða þó eftir í Babylon, og blandast ýmsum kynflokkum austur þar. Þessar leifar, sem heim fara frá Babýlon, reisa Jerúsalem og ýmsar aðrar borgir í Júdeu og Galileu úr rústum undir forustu Esra og Nehemia og þetta brot dvelst svo í Palestínu fram til ársins 70 e. Kr., er Rómverjar eyða enn Jerúsalem og tvístra Júðunum þar út um allar jarðir. Þegar Júðar koma úr herleiðingunni frá Babylon voru fyrir í landinu þjóðflokkar þeir, sem Assyriumenn höfðu flutt þangað og þeim blönduðust þeir ísraelsmenn, sem eftir höfðu orðið úr báðum herleiðingunum, og nú blönduðust Gyðingar (en svo hafa Júðar þeir verið kallaðir á íslenzku er komu aftur heim) þeir, er heim komu, einnig þessum heiðnu þjóðflokkum og em í Biblíunni greinilegar frásagnir um baráttu forráðamann- anna gegn þessari blöndun og þeim skaðlegu áhrifum, sem hún hafði á trúarlíf og menn- ingu Gyðinganna. Það er þessi blanda, sem enn í dag er köll- uð Gyðingar í hinum nálægu austurlöndum. Frá þessum herleiðingum báðum er sagt í bók próf. Á. G. eins og vera ber og em nú ártölin, sem hann notar, svo að kalla alveg rétt, enda erfitt að koma getgátum við því glöggar heimildir eru fyrir þessum atburðum. En prófessorinn gerir sig sekan um hið sama og flestir aðrir svonefndir lærðir menn hafa gert um margar umliðnar aldir. Hann gengur út frá því, í öllum síðari hluta bókar sinnar, að hinar litlu leifar Júda og Benja- míns, sem eftir urðu í Jerúsalem, séu hinn fomi ísraelslýður. Á hina er alls ekki minnst í bókinni frekar en sá hluti ísraels hefði al- drei verið til. Þessi kórvilla er því óskilj- anlegri bæði hjá próf. Á. G. og öðmm lærð- um mönnum, sem þeir viðurkenna brott- flutninginn til Assyríu og þeim hlýtur því að vera ljóst, að hinn eiginlegi ísraelslýður var fluttur buitu úi Palestínu fyríi aldamótin 700 f. Kr. og hefii aldiei síðan þangað komið. Hver maður sem vildi skrifa sögu ísraels- þjóðarinnar hlaut því að spyrja sjálfan sig fyrst af öllu: Hvar er þetta fólk allt nú niður kornið eða afkomendur þess? Er engin leið að iekja spoi þess. Því það er þetta fólk sem er hinn sanni ísraelslýður, ef það eða af- komendm þess ei til nokkuis staðai á jaiðríki? Fram hjá þessum mikilvæga sannleika ganga flestallir svonefndir fræðimenn og vís- indamenn og þá fyrst og fremst prófessorar í guðfræði. Þeir snúa sér beint að hinu litla broti Júda-, Benjamíns- og Leví-ættkvíslar —■ prestanna — sem eftir er skilið í Jerúsalem og segja með spekingssvip: Þið emð ísrael! Þið eigið fyrirheit Bibílunnar, sem ísrael voru gefin! Þið eru þjóð Guðs! Um annan ísrael er ekki að ræða! Þessi rangsnúningur á jafn augljósum stað- reyndum og hér er um að ræða, verður að hætta. Hann er búinn að leiða af sér ósegj- anlegar villur og bölvun fyrr og síðar og er nú við það að steypa mannkyninu á ný út í stórfelldustu styrjöld allra tíma. Þessir fræðimenn skeyta engu þeim sögn- um og upplýsingum sem til em úr fornum ritum um ísraelsmenn þá, sem fluttir voru til Assyriu og „týndust“ þar. öll fræði- DAGRENNING 19

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.