Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 31

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 31
Framburður Cagliostro sjálfs, fyrir réttin- um í Frakklandi, var á þessa leið: „Mér er hvorki unnt að skýra nákvæmlega frá því hvar ég er fæddur né hverjir foreldrar mínir eru. Ég hefi af fremsta megni reynt að graf- ast fyrir það en árangurinn hefur ekki orðið annað en óljós gmnur um að ég sé af tign- um ættum. Ég man fyrst eftár mér í borginni Medinu í Arabíu.“ „Þar var ég í bemsku og var kallaður Acharat og því nafni hélt ég síðan á ferðum mínum um Afríku og Asíu. í Medinu átti ég heima hjá múftanum Salaliaym, sem var æðsti maður Muhameds- trúarinnar. Þar voru fjórir menn hafðir til þess að annast um mig: Kennari um sex- tugt og hét hann Althotas, og þrír þjónar, einn þeirra hvítur maður, sem var herbergis- þjónn minn, og tveir svertingjar, sem höfðu stöðuga gát á mér. Kennari rninn sagði mér að ég hefði misst foreldra mína er ég var þriggja mánaða, hefðu þeir verið kristnir og af aðalsættum. Meira vildi hann ekki segja mér. Jafnvel nú get ég ekki nefnt nafn Altho- tasar án þess að komast í geðshræringu. Hann var mér betri en faðir. Hann var kennari minn í alls konar vísindum og var frábær- lega vel að sér í þeim. Mestum framförum tók ég i grasafræði og efnafræði. Hann kenndi mér að óttast Guð, elska náunga minn og bera virðingu fvrir lögunum. Kennari minn sagði mér einnig til í Aust- urlandamálum. Hann talaði við mig um pýramidana í Egyptalandi og dásemdir þeina, unz löngun mín til þess að sjá þessi mannvirki varð svo sterk að mér tók að leið- ast dvölin í Medinu. Þegar ég var korninn á tólfta árið, sagði Althotas mér loks að við ættum að leggja af stað í ferðalög. Við kvöddum múftann, sem saknaði okkar, og héldum á braut með úlfaldalest til Mekka. Cagliostro lýsti síðan dvöl þeirra í höll æðsta höfðingjans í Mekka og för sinni það- an til Malta. Síðan hélt hann frásögninni áfram á þessa leið: „Þar bauð Pinto, stórmeistari Maltariddar- anna, mér til hallar sinnar og lét mig búa rétt hjá efnarannsóknarstofu sinni. Ég hef ástæðu til þess að halda að stórmeistaran- um hafi verið kunnugt um ættemi mitt. Hann talaði oft um höfðingjann og minntist á borgina Trebizond en aldrei neitt ýtar- lega, en hann gerði mér alltaf allt til heiðurs og lofaði mér skjótum frama ef ég léti vígj- ast í reglu þeirra. Ég var of hneigður til ferða- laga og læknisstarfa til þess að þekkjast hið göfugmannlega boð hans. Þama á eyjunni andaðist Althotas kenn- ari minn og bezti vinur. Þá bað ég stór- meistarann um fararleyfi. Hann veitti mér það með tregðu og samkvæmt fyrirmælum hans fylgdi d’Aguino riddari mér fyrst til Sikileyjar, .síðan til Grikklands og loks til Napole og Rómaborgar. Þar komst ég í kynni við hans hágöfgi Orsini kardinála, sem bauð mér iðulega til miðdegisverðar og kom mér í kynni við marga kardinála og rómverska prinsa, eink- um Ganganelli kardínála, sem síðar varð páfi og valdi sér nafnið Clement XIV. Mér veittist nokkrum sinnum sá heiður að tala einslega við Razzonico páfa. Árið 1770 var ég á tuttugasta og öðru ári. Þá kynntist ég ungri hefðanney, Lorenzu Seraphinu. Fegurð hennar kveikti í mér þann eld, sem sextán ára hjúskapur hefir ekki fölskvað." Cagliostro lauk vamarræðu sinni með því að hrekja allan óhróðurinn, sem de Lamotte greifafrú hafði borið á hann. Hann sagði meðal annars: „Kuklari er orð, sem ég hefi oft heyrt, án þess að mér sé fullkomlega ljóst hvað við er átt. Ef það á við þann, sem ekki hefir lækningar að lífsstarfi, en getur eigi að síð- DAGRENNING 29

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.