Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 20

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 20
uð að því leyti, sem tök eru á, og í þeirri prófun er sjálfsagt að hafa það, sem sannast reynist, en varast ber að varpa fyrir borð frásögnum hinnar helgu bókar fyr en alveg eru fyrir hendi óyggjandi sannanir fyrir því að annað sé iéttara. Það væri freistandi að taka margt fleira af tilgátum og fullyrðingum bókarinnar til at- hugunar en þetta verður að nægja, því enn er eftir að minnast á þau atriðin sem mestu skipta þegar ræða skal um sögu ísraelsþjóð- arinnar. V. öllum þeim, sem hafa lesið eitthvað að ráði um sögu ísraelsmanna er það kunnugt, að Ísraelsríki skiptist eftir dauða Salomons konungs. Ástæðan fyrir klofningnum var deila milli tveggja aðalættkvíslanna, Júda- ættkvíslar, sem konungarnir, Davíð og Salo- mon, voru af, og höfðu veitt margskonar sér- réttindi, og Jósefsættkvíslarnar, — Efraim og Manasse, — sem taldi sig eiga að hafa a. m. k. jafnræði við aðrar ættkvíslir og þó frekar forræði fyrir þeim. Þessi skipting ríkisins fór ekki fram þegjandi og hljóðalaust og verður það ekki rakið hér. En hún endaði með því, að Júdaættkvísl og Benjamínsættkvísl mynd- uðu saman nýtt ríki — Júdaríkið — og héldu höfuðborginni Jerúsalem, sem var í landi Benjamínsættkvíslar, en allar hinar tíu ætt- kvíslarnar héldu áfram hinu foma ísraels- ríki og nafni þess. Var það ríki auðvitað margfalt stærra og fólks fleira en Júdaríkið. Konungar ísraels- ríkis reistu veglega höfuðborg fyrir ríki sitt og nefndu hana Samariu. Milli ríkja þessara voru oftast viðsjár miklar og stundum beinn ófriður. ísraelsmenn þeir, sem bjuggu í Norðurríkinu — Ísraelsríki — urðu meir og meir fráhverfir hinni fomu trú sinni og tóku í verulegum atriðum upp trú og siðu þeirra þjóðarbrota, sem fyrir höfðu verið í landinu, eða bjuggu umhverfis Ísraelsríki. Má telja að þjóð Norðurríkisins — ísraelsmenn — hafi verið að fullu og öllu búnir að týna sínum foma átrúnaði er Assyríumenn gerðu innrás í Ísraelsríki árið 727 f. Kr. og lögðu allt land- ið undir sig nema höfuðborgina Samariu. Hún veitir viðnám fyrst í stað en er loks unnin og Ísraelsríki líður undir lok árið 718 f. Kr. Allur blómi þjóðarinnar, unglingar, fulltíða karlar og konur er flutt burtu alla leið til Assyriu. Aðeins verða eftir óferðafær gamalmenni, og ungböm og sjúkt fólk — landið er tæmt. Allt þetta fólk — mörg hundruð þúsundir manna — er flutt næstu árin norður í héruðin sunnan við Kaspíahaf og þar er það sett niður sem einskonar þrælar. Þetta gerist á blómatíma Assyríu- ríkis. En Assyríumenn létu hér ekki staðar numið. Fáum árum síðar ráðast þeir einnig á Júdaiíki og legg/a undir sig allt líkið nema Jerúsalem. í II. Konungabók (18.13) seg'r: „Á fjórtánda ríkisári Hiskia (710 f. Kr.) fór Sanherib Assyríukonungur herför gegn öllum víggirtum borgum í Júda og vann þær.“ Sam- kvæmt minningaskránum vom alls her- leiddar 200150 sálir úr Júdaríki einu, auk allra þeirra, er herleiddir vom úr ísraelsríki, og þessar 200 þúsundir af Júda- og Benja- mínsættkvísl voru herleiddar til Assyríu eins og hinir, sem herleiddir vom úr Norðurrík- inu. Af þessum frásögnum, sem engum dett- ur lengur í hug að véfengja, enda hægt að færa fyrir margar fleiri sannanir en þær, sem í Biblíunni eru, er ljóst að nálega öll ísiaels- þjóðin var heileidd til Assyríu laust fyrir alda- mótin 700 f. Kr. og sá hluti þjóðaiinnai kom aldrei aftur úr útlegðinni. Sjálfur kemst próf. Á. G. að þeirri niður- stöðu, að vísu samkvæmt rannsóknum ann- ars fræðimanns, að af sjálfri Júdaættkvísl hafi aðeins um 30 þúsund manna verið eftir í Jerúusalem þegar fyrri herleiðingin (701) var um garð gengin (sjá bls. 256). Má líklegt telja, 18 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.