Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 13
einingu hafa verið hrædd til þess að hverfa frá hinni einu stefnu, sem hefði í senn getað tryggt friðinn og varðveitt virðingu þeirra fyrir sjálfum sér. En þegar einræðisríkið hefir ávarpað þau með hroka og rembingi hafa þau svarað á þann hátt, að sýnt hefir verið að þau voru hrædd.“ Spakari og spámannlegri orð munu vart hafa töluð verið en þessi, né orð sögð sem lýsa betur núverandi ástandi þessarra ríkja allra, einnig nú á dögum. Allir geta viðurkennt að Bretum og Frökk- um sé nokkur vorkunn. Þessar þjóðir eru nýkomnar úr ægilegri styrjöld, gjaldþrota og niðurbeygðar, og atvinnulíf þeirra meira og minna í rústum. Franska þjóðin auk þess sjálfri sér sundurþykk svo tæpast má milli sjá hvor stefnan má sín meira, sú sem vill innlima Frakkland í Sóvietríkin eða hin, sem vill halda vestrænum stjómarháttum og halda sambandi við hin engilsaxnesku stórveldi. En þótt þessar afsakanir séu fyrir hendi er eitt víst, og það er að lífi sínu og tilveru bjarga þessar þjóðir því aðeins, að þær taki upp ákveðnari stefnu gegn yfir- gangi og útþenslu Sóvietríkjanna, sem nú em í óða önn að leggja alla Evrópu undir sig og neyta til þess allra bragða. Nokkra af- sökun eiga þau einnig í hinni frámunalega löðurmannlegu afstöðu smáríkjanna, sérstak- lega þó í afstöðu Norðurlanda. En auðvitað tjáir ekki fyrir hin vestrænu stórveldi að horfa í hið svokallaða frelsi þeirra. Ef ríkisstjómir og þing þessarra þjóða ekki vilja taka skil- yrðislausa afstöðu gegn hinni rússnesku út- þenslustefnu og leggja lóð sitt á vogarskál- ina til þess hún verði stöðvuð og stefnunni þar með breytt, verður að láta þessi ríki sigla sinn sjó og láta skeika að sköpuðu um örlög þeirra. Þau hafa þá engum um að kenna nema sjálfum sér. Það er opinbert leyndarmál að það er Sví- þjóð, sem í Norðurlandahópnum stendur fastast á hlutleysisstefnunni og reynir að teyma hinar þjóðimar með sér út í þá ófæru. Auðvitað eiga þessar þjóðir sjálfar að bera ábyrgð gerða sinna og ef þær endilega vilja tapa sál sinni og metnaði með því að skríða fyrir einræðisstórveldinu í austri verða þær að fá að tortíma sér sjálfar með þeim hætti. Að því hlýtur að koma, að þessar þjóðir eins og allar aðrar verði að velja milli hins aust- ræna einræðis og vestræns lýðræðis. Svíþjóð hefir raunar þegar valið. Hún hefir hafnað samstarfi um landvamir við önnur Norðurlönd og beinlínis hindrað bæði Dani og Norðmenn í því, að taka upp náið hemaðarlegt samstarf við Breta. Svíþjóð virðist því hafa sagt skilið við hinar vestrænu þjóðir og er ekkert við því að segja. Svíar verða sjálfir að fá að ráða örlögum sínum. Þar að hlýtur og að koma, að íslendingar verða að Jiætta tvístigi sínu og taka hreina afstöðu sem þjóð. Vilji þjóðin liafna allri samvinnu og allri vernd hinna vestrænu stór- velda verður hún að fá það, en það verður að gera henni ljóst, að hún hlýtur sjálf að bera ábyrgðina. Núverandi ríkisstjórn ætti að láta fara fram þjóðaratkvæði um það hvort þjóðin æskir samstarfs og vemdar þessara ríkja eða hún æskir þess sjálfstæðis, sem hinir hálf-kommúnistisku prófessorar Há- skólans hafa verið að gylla fyrir fólkinu. Þá gefst þeim enn einu sinni kostur á að láta Ijós sitt skína frammi fyrir alþjóð. íslendingar geta ekki lengur skákað í því skjóli, að fjarlægðin vemdi þá. Þeim er líka ósamboðinn sá lágkúrulegi hugsunarháttur, að ljá engum beinan stuðning, en vænta þess að Bretar eða Bandaríkjamenn „verði fvrri til“ að hernema landið ef til ófriðar kemur. Sá hugsunarháttur er hugsunarháttur aum- ingjans. Þá er afstaða Svía þó skárri, þar sem þeir hafna hinni vestrænu samvinnu, til að þóknast Rússum. DAGRENNING 11

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.