Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 15

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 15
þess að hjálpa uppreisnannönnum þar, ef þess verður talin þörf. Norðurlönd hafa þeg- ar ákveðið að setja smánarblett á skjöld feðra sinna með því að glúpna fyrir hótun- um hins austræna trölls. Svisslendingar sýn- ast ætla enn að treysta á hlutleysið, sem óneitanlega liefir gefizt þeim vel til þessa, þótt ókarlmannlegt sé, þegar velferð allrar Evrópu er í veði. Aðeins eru þá eftir Bretar og Beneluxlöndin. Þær einar þjóðir eru ákveðnar í að verjast. Er nú nokkur furða þótt Rússar gangi á lagið? Manni finnst jafnvel furðulegt hversu þolinmóðir Rússar eru. Þolinmæði þeirra stafar af því, að þeim stendur nokkur ógn af Bandaríkjunum, sem þeir búast við að lendi með ef til „heitrar styrjaldar" dregur. Þeim þykir líka miklu hentugra og ódýrara að innlima þessar heimsku „rauðhettur“ Evrópur á þennan hagkvæma hátt, meðan þess er kostur. Einhverjum kann að þykja, sem hér sé ómaklega vegið að ýmsurn þjóðum Evrópu og dómar mínir séu of harðir og of lítið rök- studdir. En hér er hvorki sveigt að Breturn né Svíum vegna óvildar í garð þessara þjóða, heldur aðeins sagður sannleikur, sem öll- um er nauðsynlegt að gera sér fyllilega grein fyrir, á þeim hættu tímum, sem nú eru frarn- undan. Þessum tveim öndvegisþjóðum hins nýja tíma, verður að skiljast það, að bregðist nú forusta þeirra þá eru ekki aðeins aðrir glataðir heldur einnig þær sjálfar. Þegar litið er hlutdrægnis- og öfgalaust á ástandið í heiminum eins og það nú er þá virðist svo, sem orustan um Evrópu sé gjör- samlega töpuð hinum fr/álsu þjóðum vestan járntjaldsins, nema eitthvað mjög óvænt komi fyrir bráðlega. Rússar munu leggja allt kapp á að leiða orustuna um Evrópu að mestu til lykta áður en þeir hefjast handa af fullum krafti í Asíu og Afríku. Asíustyrjöldin geisar að vísu bæði í Kína, Koreu og á Malakkaskaga, sem borg- arastyrjöld og Indland rambar einnig á barmi slíkrar styrjaldar. Orustan um Afríku er einn- ig að hefjast við Miðjarðarhafsbotn og breiðist þaðan út um alla Afríku áður en langt urn líður, svo ekki er ólíklegt að Srnuts hershöfðingi fái nóg að starfa ef hann lifir nokkur ár enn. En Rússar munu gæta þess vandlega að beita ekki innrás eða bein- um hernaðaraðgerðum heldur æsa til borg- arastyrjalda og skapa glundroða í öllum löndum. Á hin rómönsku lönd er vart treyst- andi það sýnir Frakkland best nú. Þá kemur þar, að það verða aðeins hinar norrænu og engilsaxnesku þjóðir, sem einar verða eftir til þess að reisa rönd við Rússum, en þær munu ekki sjá hættuna eða a. m. k. ekki þora að horfast í augu við hana af fullri alvöru fyr en allar heimsálfurnar þrjár — Asía, Afríka og Evrópa — eru að mestu gengnar Rússum á hönd. Þegar svo er komið mun hefjast síðasti þáttur hinnar 40 ára löngu styrjaldar — frá 1914—1954 — með orust- unni um Ameríku. Það er óhætt að fullyrða að sú orusta verður ekki „kalt stríð.“ DAGRENNING hefir orðið síðbúnari að þessu sinni en ætlað var, og veldur margt, sem hér verður ekki talið. Ætlunin var að i þessu hefti birtist grein um 11. nóv. 1948, sem er næsti „spádómsdagur" Pýramídans mikla, en mér hefir ekki unnist tími til að ljúka henni, en það verður ein aðal- greinin í næsta hefti. Þá var og ætlunin að geta þess hverjar við- tökur tillaga Rutlierfords um almennan bæna- dag fékk hjá prestastefnunni íslenkzu nú í sum- ar, en henni var sent ávarp það, sem Rikisút- varpið neitaði að flytja, og erindi Rutherfords það sem birt var í síðasta hefti Dagrenningar. En einnig það verður að bíða að þessu sinni. Reynt verður að hraða útkomu næsta heftis svo það geti komið út fyrir októberlok. /. G. DAGRENNING 13

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.