Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 18

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 18
þau laun fyrir að henni og ættmennum hennar var hlíft. Sir Charles Marston og prófessor Garstang komust að þeirri niðurstöðu, að veggir Jeriko, þ. e. þeirrar Jeriko, sem þama stóð á dög- um Jósúa, eða um 1450 f. Kr., hafi hrunið, og þá sennilega í snöggum jarðskjálfta. Þeir telja einnig að borgin hafi verið brennd til ösku, gereydd, og ennfremur að ýmsar leifar, sem þar fundust, sýni, að borgin muni ekki hafa verið rænd áður en hún var brennd, og kemur þetta allt mjög vel heim við söguna í Jósúabók í Biblíunni. Þetta dæmi, og meðferð prófessors Á. G. á því, sýnir glögglega að ekki er allt of mikið lagt upp úr fomleifarannsóknum síðari tíma, ef þær staðfesta það, sem guðfræðivísindum nútímans kemur vel að kalla „helgisagnir" eða „munnmælasögur" Biblíunnar. Því hefi ég fjölyrt svo um þessi atriði, að þau sýna ljóslega, að nokkurrar hlutdrægni gætir í frá- sögn höf. og gerir það bókina að sjálfsögðu mun lakari sem fræðirit. IV. Sumar tilgátur höf. eru rnjög vafasamar, enda lítt rökstuddar og skulu hér nefndar tvær. Á bls. 33 segir höf: „Ekki er ástæða til að ætla, að allar, tólf ætthvíslir ísraels hafi átt dvöl í Egyptalandi heldur aðeins nokkr- ar þeirra. Hefir sú skoðun komið fram, og náð allmiklu fylgi, að það hafi verið Rakelar- kynkvíslarnar einar, þ. e. Jósef, Benjamín, Dan og Naftali og hafi þær verið kenndar við Jakob, samtímis hafi Leu kynkvíslimar átt heirna í Kanaan og borið ísraelsheitið, en þegar hinar síðan komi sunnan og þær sam- einast allar, renni nöfnin Jakob og ísrael saman í eitt.“ Ekki nefnir höf. nein rök fyrir þessari til- gátu, sem er algerlega gagnstæð öllum frá- sögnum í Biblíunni af dvölinni í Egypta- landi og förinni þaðan. Þeim, sem nokkuð hafa reynt að kynna sér sögu hinna fomu ísraelsmanna, er ljóst, að nokkur vafi getur leikið á um Dansætt- kvíslina. Liggja til þess sterkar líkur að veru- legum hluta Dansættkvíslar hafi tekizt að flýja úr þrælahaldinu, sjóleiðis frá Egypta- landi, og hafi sá hlutinn sest að í Grikklandi a. m. k. um skeið og séu það hinir grísku Danáar, sem mjög getur urn bæði í grískum fomsögum og ömefnum. Telja sumir fræði- menn að sá flótti hafi m. a. verið orsök þess, er kvaðarvinnan var þyngd til muna á ísra- elsmönnunr og hert á eftirlitinu með þeim í Egyptalandi. Þá þykir það og benda í sömu átt, að Dansættkvísl fékk lítið landsvæði til afnota samanborið við hinar ættkvíslimar þegar Kanaanslandi var skipt. Vitað er og óumdeilt, að Danættkvíslin var sjómenn enda fékk hún land að sjó í Palestínu, og hennar er getið sérstaklega í Deboruljóðinu sem sjómanna. Flestir ætla þó, að nokkur hluti hennar hafi orðið eftir og hefir henni auðvitað fjölgað aftur, enda er Dan talin allf jölmenn ættkvísl þegar herfærir menn eru taldir í eyðimörkinni. Tilgátan um, að ekki hafi allar ættkvíslir ísraels verið í Egyptalandi er því vægast sagt mjög vafasöm og það er vafasamur greiði sem með því er gerður almennri þekkingu, að halda slíku frarn þar sem það fer svo ger- samlega í bága við allar frásagnir Biblíunnar, og þyrfti að rökstyðja vel slíkar tilgátur áður en þeim er slegið föstum og farið að kenna þær í æðri og lægri skólurn. Önnur tilgáta próf. Á. G., sem er mjög svo fjaærri sanni er á bls. 42 þar sem talað er um brottför ísraelsmanna frá Egyptalandi. Þar er því haldið fram, að „Hebrear taki sig upp frá Gósen um 1260,“ og er þetta ártal fengið þannig, að á gamalli áletrun urn sigra Memeptah Ramsessonar, sem uppi var 1225 —1215 standi þetta: „Kanaan er hertekið, Askalon herleidd, Geser tekin, Jenoam 16 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.