Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 5

Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 5
JÓNAS GUÐMUNDSSON: VIÐ ÞÁTTASKIL „Mig langar að sá enga lýgi par finni, sem lokar að siðustu bókinni minni.“ Þ. E. Nú er það fullráðið, eins og ég gat um í síðasta hefti, að Dagrenning hætti að koma út nú um áramótin, a. m. k. í þvi formi, sem verið hefir til þessa. Það er mér ekki með öllu sársauka- laust að skiljast nú við Dagrenningu, sem hefir verið hugstæðasta viðfangs- efni mitt um þrettán ára skeið. En svona verður það nú að vera. Ég finn líka, að ég er orðinn dálítið þreyttur, og hefi því ekki þau tök á að skrifa hana svo vel sem ég vildi, og svo sem vera þyrfti, til þess að hún geti valdið því hlutverki til fulls, sem ég upphaflega ætlaði henni. Þegar ég nú við þessi tímamót legg frá mér pennann, þykir mér rétt að gera stuttlega grein fyrir viðhorfum mfnum til helztu atriðanna, sem lesendur Dag- renningar munu ætlast til að ég minnist nú á, er vegir skiljast. HINN VESTRÆNI HEIMUR ER ÍSRAEL. í fyrsta hefti Dagrenningar, sem kom út í apríl 1946 gerði ég grein fyrir því hvert ætti að vera meginhlutverk rits- ins og ástæðunum fyrir því, að ég tók að gefa það út. Ég hafði þá öðlast nokk- urn skilning á spádómum Biblíunnar, sérstaklega að því leyti, sem þeir taka til ísraelsþjóðarinnar, og þar sem þetta mál- efni var með öllu óþekkt hérlendis ákvað ég að kynna mér það enn betur, og skýra opinberlega frá meginatriðum þeirra at- hugana, sem ég þannig gerði, og í þeim tilgangi hóf ég útgáfu Dagrenningar. Samkvæmt þeim skilningi, sem ég hafði öðlast, voru íslendingar ein greinin á hinum mikla meiði ísraelsþjóðarinnar. Um þetta atriði segir svo í formála fyrsta heftis: „Þó að ísland sé minnsta, sjálf- stæða þjóðin í ísraelsþjóðahópnum, er ekki víst að þjónustuhlutverk hennar sé minna en annarra við komu hins nýja dags. Það á að vera hlutverk Dagrennnigar að vekja íslendinga til umhugsunar um það vandasama hlutverk, sem bíður þeirra í því efni, og ekkert mundi mér kærara en það, að kaupendur Dagrenningar yrðu svo margir, að mér yrði kleift að láta af öllum öðrum störfum til þess að eyða því sem eftir er ævinnar, eða starfstfma hennar, til þess að flytja þjóð minni þennan boðskap, sem hef- ur orðið sjálfum mér til hamingju og gjörbreytt lífi mínu.“ DAGRENNING 3

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.