Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 47
ógleymanlegust varð þó öllum, er við-
staddir voru, undrunin við hina fyrstu
sýn. Það var minning, sem aldrei gat
máðst út í huga þeirra.
Hinn litli hópur útvalinna gekk upp
úr grafhýsinu hikandi, gagntekinn og
jafnframt ruglaður af því, sem fyrir
augun hafði borið. Það, sem þeir höfðu
séð þarna, tengdi þá saman — en þá
grunaði ekki, að þeir yrðu innan
skamms samtengdir með öðrum hætti:
gegnum dauðann.
VAR ÞAÐ FORMÆLING?
Carnavon lávarður, sem stjórnaði
leiðangrinum ásamt Howard Carter,
var fyrsta fórnarlambið. Hann dó strax
6. apríl 1923. Moskitofluga hafði stung-
ið hann þrem vikum áður, og þótt hann
berðist eins og ljón fyrir lífi sínu, varð
hann að láta það af hendi áðurnefndan
dag.
Með honum hófst röð hinna óhugnan-
legu dauðsfalla, sem á skömmum tíma
urðu þess valdandi, að þeir menn týndu
tölunni, er sagt gátu: „Ég var viðstadd-
ur, þegar gröf Tut-Ank-Amons var
opnuð.“
Lafði Elisabet Carter dó einnig af
flugubiti, og hálfbróðir Carnavons lá-
varðar, Aubrey Herbert, framdi sjálfs-
morð í óvæntu brjálsemiskasti.
Westerbury, ritari Howards Carters,
sem fór til Lundúna til þess að ljúka
vísindalegu verki, fannst einn morgun-
inn látinn í rúmi sínu, en hafði ekki
kennt sér nokkurs meins, svo vitað væri,
daginn áður. Hann var krufinn, en
dauðaorsökin var eftir sem áður ráð-
gáta.
Westerbury lávarður, faðir hans,
henti sér litlu síðar út um gluggann á
íbúð sinni í Lundúnum. Hún var á sjö-
Tut-Ank-Amon.
undu hæð hússins. Nú vaknaði spurn-
ingin, hvort „formæling faraós“ væri
svo mögnuð, að hún næði einnig til fjöl-
skyldna þeirra manna, er höfðu raskað
grafarró hans.
Fleiri og fleiri raddir komu fram
þeirri kenningu til stuðnings, að hin
dularfullu dauðsföll væru „hegning
syndaranna". Voru ekki einmitt í graf-
hýsum egypzkra konunga áletranir, sem
sögðu, að þessi refsing biði allra þeirra,
er brytust þangað inn? Héldu menn, að
slík orð yrðu óvirk ger á svipstundu?
BARÁTTAN VIÐ HJÁTRÚNA.
Vísindamennirnir snerust hart til
varnar, þegar sögurnar um „formælingu
faraós“ fóru að berast út. Innan þess
hrings var slíkum sögum vísað á bug
sem hreinustu f jarstæðum. En samt sem
áður hefur enginn getað fundið fullr
DAGRENNING 45