Dagrenning - 01.12.1958, Qupperneq 25

Dagrenning - 01.12.1958, Qupperneq 25
fremstir í fyrirsvari: Stefán Jóhann Stef- ánsson, Haraldur Guðmundsson, Stefán Pétnrsson, Jón Axel Pétursson, Helgi Hannesson og margir aðrir, sem hér verða ekki taldir, en horfnir úr stjórn flokksins og munu sumir hverjir ekki skifta sér rneira af stjórnmálum. Hanni- bal Valdemarsson, sem stóð fyrir bylting- unni hrökklaðist einnig úr flokknum sem eins konar fórnarlamb nýkommún- ista í þessum átökum, því hin eldri, sósialdemokratisku öfl voru enn svo sterk í röðum flokksmanna, að sýnilegt var að Alþýðuflokkurinn mundi þurrk- ast út, ef slíkt hraðbyri yrði siglt inn í kommúnismann sem Hannibal vildi. # Vorið 1956 brutust hin nýkommún- istisku öfl út í Framsóknarflokknum. Þeim leiðtogum flokksins, sem vildu vest- rænt. samstarf, svo sem Steingrími Stein- þórssyni forsætisráðherra, Vilhjálmi Þór, forstjóra Sambands ísl. samvinnufélaga og mörgum fleiri áhrifamönnum flokks- ins, var vikið til hliðar en nýkommúnist- isk stefna undir forustu Hermanns Jón- assonar náði yfirráðum í flokknum. Kraf- an um brottrekstur varnarliðsins í Kefla- vík varð sameiningartákn nýkommúnist- anna. 1 Alþýðuflokknum dönsuðu marg- ir nauðugir og kom það greinilega fram í alþingiskosningunnm 1956, en miklu greinilegar þó í bæjarstjórnarkosningun- um veturinn 1958, þar sem fylgi flokks- ins hafði hrakað svo, að hann hefði eng- um þingmanni komið að hjálparlaust á Jjví atkvæðamagni, sem hann fékk þá. Á því var nú einnig farið að bera í Al- þýðuflokknum, sem var greinileg bend- ing um hnignun hans, sem sé því, að hann var tekinn að kvika mjög frá ýms- um gömlum stefnumálum, s. s. kjör- dæmamálinu og ýmsum réttlætismálum öðrum, sem hann hafði verið málsvari fyrir áratugum saman. Samband flokks- ins við verkalýðshreyfinguna var og orð- ið mjög slakt, svo ekki sé meira sagt. Allt benti þetta til hnignunar og hruns, enda kom nú og greinilegar í ljós, eftir því sem lengra leið, að sumir leiðtogar Framsóknar litu ekki á Alþýðuflokkinn sem sjálfstæðan stjórnmálaflokk, held- ur sem fylgifé Framsóknar, sem bæri að haga sér í hverju ntáli eins og fyrir hann væri lagt. Hann átti ekki aðeins að vera Framsóknarhækja heldur einnig komm- únistahækja þegar þess þurfti með. Hann átti að vera hækja fyrir Hannibal og Alfreð Gíslason, sem höfðu svikið flokkinn og reynt að eyðileggja hann. Kosningarnar 1956 og 1958 sýndu greini- lega að fólkið í landinu var andvígt ný- kommúnisma og hinni svokölluðu „vinstri stefnu“ sem kommúnistar höfðu meiri og meiri áhrif á, og mótuðu að sínum geðþótta, eftir því sem lengra leið. Það fylkti sér um Sjálfstæðisflokk- inn til |>ess að sýna andúð sína á ný- kommúnismanum og vinstri stefnunni. Sigur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í bæjarstjórnarkosningunnm 1958 varð meiri en nokkur dæmi eru til um áður. Þeir fengu kosna tíu af fimmtán bæjar- fulltrúum. Svipuð varð útkoman víðast hvar annars staðar. í Aljoýðuflokknum og Framsókn fór nú að bera meira og meira á óánægju með „vinstri stjórn- ina“, enda fóru umsvif kommúnista Jjar sívaxandi, en hinir máttn sín Jieim mun minna. Hermann Jónasson mun loks hafa séð að tilraun hans hafði mistekist. Honum tókst ekki með aðstoð Hanni- bals, Finnboga Rúts og Alfreðs Gíslason- araðsprengja kommúnistaflokkinn. Lúð- vík Jósefsson reyndist enginn nýkomm- DAGRENNING 23

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.