Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 22

Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 22
átta sig á því milli hverra átökin eiga að verða. Þau eiga annars vegar að verða milli „hinnar útvöldu þjóðar Guðs“ — Is r a e 1 s j jj ó ða r i n n a r — undir forustu Krists, og hins vegar milli „dýrsins, drek- ans og falsspámannsins" undir forustu Antikrists — Satans — sem safnað hefir öllu jressu liði saman til síðustu átak- anna. Menn hefir mjög greint á um það hvað Opinberunarbókin eigi við með táknunum: dýrið, drekinn og falsspá- maðurinn. En einnig Jrað er að skýrast, eins og allt annað, nú við endalokin. „Dýrið“ er liinn nafnkristni heiðindóm- ur, sem bezt kemur frani í hinni róm- verskkaþólsku og grískkaþólsku kirkju, og táknar Jjá vitanlega þær Jjjóðir, sem lúta „dýrinu“ og tilbiðja Jjað. í Jjeim hópi eru Austur-Evrópu Jjjóðirnar allar svo og Suður-Evrópa öll og Frakkland og hluti af Þýzkalandi. „Drekinn" er tákn hinna lituðu Jjjóðflokka Asíu, sérstak- lega Kínverja og Japana, sem hvorir tveggja tilbiðja drekann sem guð enn í dag. „Falsspámaðurinn" er tákn hins ara- biska lieims, sem tignar enn í dag fals- spámanninn Múhamed og telur liann ganga Guði næstan. Vér sjáum nú Jjennan heim allan vera að sameinast: Hinn kaþólski heimur — dýrið —, hinn mongólski heimur — drekinn — og hinn arabiski heimur — falsspámaðurinn — eru nú gengnir mjög í eitt bandalag. Að vísu vantar nokkuð á að rómversk kaþólski heimurinn sé ennjjá allur í Jneim samtökum en þær breytingar sem nú eru að fara fram í Frakklandi, Ítalíu og Þýzkalandi — og samrunni þessara ríkja í eina viðskipta- heild — eiga eftir að hafa margvíslegar stjómmálalegar afleiðingar. Tilkynning hins nýja páfa um kirkjuþing kaþólskra til að taka til nýrrar yfirvegunnar afstöðu kaþólsku kirkjunnar til annarra kirkju- deilda — og þá sérstaklega grísk-kaþólsku kirkjunnar — er einnig mjög athyglisverð. Vel getur Jjví farið svo, að allur hinn róm- verskkaþólski heimur innlimist í „ríki dýrsins“ nauðugur eða viljugur, eins og átti sér stað á valdadögum Hitlers. En Jjegar vér hugleiðum Jjessi efni má það ekki verða til þess, að vér missum alla von um að vel geti farið. Það gera engir, sem trúa orðum Krists. Hann bendir okkur á að fylgjast sem bezt með. Hann sagði: „Nemið líkinguna af fíkju- trénu: þegar greinin á Jjví er orðin mjúk og fer að skjóta laufum, Jjá vitið þér, að sumarið er í nánd. Þannig skulið þér og vita, að Jjegar þér sjáið allt þetta er Hann í nánd — fyrir dyrum."--„En Jjegar Jjetta tekur að koma fram, þá rétt- ið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd.“ INNLEND STJÓRNMÁL. Sjaldan hefir meiri óvissa ríkt í ís- lenzkum stjórnmálum en nú í árslokin. Arinu 1958 lauk með stjórnarskiptum og munu fæstir hafa gert ráð fyrir því að til þeirra tíðinda dragi fyrr en með vorinu. Svo er látið líta út sem samstarf- ið hafi strandað á efnahagsmálunum, en það þarf ekki nema tvenn gleraugu til Jjess að sjá, að sú ástæða er hrein yfir- skynsástæða. Orsökin til samvinnuslit- anna er allt önnur og liggur miklu dýpra. DRAUMUR, SEM EKKI GAT RÆTZT. Hermann Jónasson hefir komið mikið við íslenzka stjómmálasögu síðustu ára- tugina. Hann myndaði hina fyrstu „vinstri stjórn" á íslandi, 1934, með stuðningi Framsóknar og Alþýðuflokks- 20 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.