Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 21
Sovétríkjunum, leppríkjum þeiiTa og
sambandsríkjum. Hin sigrandi stétt þar,
verkalýðurinn, er búin að útrýrna öðr-
um stéttum, en það hefir kostað hana
sjálfa allt hennar frelsi. Hún er þar nú
ánauðugri en nokkru sinni fyrr. Og þetta
sama er nú raunverulega að gerast i
Evrópu allri, þó menn veiti því ekki eins
vel eftirtekt í hita daglegrar baráttu.
Frakkland er þó glöggt dæmi þess hvert
stefnir. Margt bendir til þess að Sovét-
ríkin hyggi á nánara samstarf við Frakk-
land en verið hefir, og það er ekkert
merki um að svo geti ekki orðið þó de
Gaulle gangi milli bols og höfuðs á
frönskum kommúnistum. Menn ættu að
minnast þess að í einu mesta leppríki
Sovétríkjanna — Arahiska lýðveldinu —
er kommúnistaflokkurinn bannaður. Þá
mætti og muna það, að Hitler bannaði
kommúnistaflokkinn á sínum tíma í
Þýzkalandi, en samdi svo síðar við Stalín.
Kommúnistaflokkar allra landa eru að-
eins tæki, sem Rússar nota að vild sinni,
efla þá eða leggja niður, láta banna þá
eða útrýma þeim, allt eftir því hvað bezt
hentar hinu sósialiska föðurlandi —
Sovét-Rússlandi.
Átökin í Frakklandi og byltingin þar
eru tvímælalaust merkilegustu tíðindin
á stjórnmálavettvangi ársins 1958, því
þau eru atburður, sem á eftir að hafa
rniklar pólitiskar afleiðingar áður en
mörg ár líða.
GEIMFARIR.
Eitt athyglisveraðsta fyrirbærið í
stjómmálum heimsins er kapphlaup
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um yfir-
ráðin í himingeimnum. Þau leggja nú
offjár og alla sína tækni í það að komast
til tunglsins og gera ráð fyrir að áður en
árið 1959 er liðið verði því marki náð.
Geimferðir eru nú staðreynd, sem ekki
verður neitað, eins og áður er vikið að í
þessari grein. En hér er um annað og
meira að ræða. Lokastig hinna miklu
átaka eiga samkvæmt öllum spádómum
Biblíunnar að fara fram í himingeimn-
um. Ef vér lesum 16. kapítula Opinber-
unnarbókarinnar, þar sem rakið er
hvernig hinum sjö skálum „reiði Guðs'*
er „helt yfir jörðina“, sézt að hinni
síðustu — sjöundu skálinni — er helt
yfir loftið. Þar segir:
„Og hinn sjöundi (engill) helti úr
sinni skál yfir loftið, og raust mikil
kom út úr musterinu, frá hásætinu,
og sagði: Það er fram komið. Og eld-
ingar komu og raustir og þrumur, og
mikill landskjálfti, svo að slíkur hefir
eigi komið frá því menn urðu til á
jörðinni, jafnákaflega mikill land-
skjálfti. Og borgin hin mikla fór í þrjá
hluti, og borgir þjóðanna hrundu. Og
Guðgleymdi ekki hinni miklu Babylon
og gaf henni vínbikar heiftarreiði sinn-
ar. Og allar eyjar hurfu og fjöllin
voru ekki lengur til. Og stórt hagl,
vættarþungt, fellur niður af himni
yfir mennina; og mennirnir lastmæltu
Guði fyrir haglpláguna, því að mjög
svo mikil er plágan af því.“
Þessi spádómur er athyglisverður fyrir
vora tíma, — tíma loftsiglinga, geimferða
og fjarstýrðra drápstækja. Hann sann-
ar oss einnig að nú fer að líða á lokaþátt-
inn, þó sjálfsagt líði enn nokkur tími þar
til hin miklu átök komast á úrslitastig-
ið.
í Dagrenningu hefir oft verið á það
minnst, að búast megi við úrslitaátök-
unum fyrr en varir, því svo mörg tákn
hinna síðustu tíma eru nú augljós orð-
in. En umfram allt er þá nauðsynlegt að
DAGRENNING 19