Dagrenning - 01.12.1958, Side 13
Kristindómur getur ekki byggst á mið-
ilssambandi heldur byggist hann á beinu,
persónulegu sambandi við Krist, sem
frelsara og Drottin. Biblían leggur
auk þess blátt bann við því „að leita
frétta af framliðnum" og varar ísrael
sterklega við afleiðingum þess, ef hann
fer að fara að háttum og siðum heiðinna
þjóða, sem m. a. fara með „galdur og
f jölkyngi“, eða láta „sonu sína og dætur
vaða gegnum eldinn', en einmitt það
tíðkast enn hjá þeim þjóðum, sem aðhyll-
ast guðspeki, en þekkja ekki frelsunar-
hlutverk Krists, svo aðeins eitt sé nefnt,
sem hinni austrænu heiðni fylgir.
Af því sem nú hefir sagt verið, má ekki
draga þá ályktun að spiritisminn og guð-
spekin séu hið eina sem varhugavert er
við hina trúrasnu hlið á lífi fólks í kristn-
um löndum. Það er síður en svo, því þó
þessar tvær hreyfingar séu alveg heiðnar
— þ. e. viðurkenni ekki frelsunarhlut-
verk Krists — eru hinar f jölmörgu kirkju-
deildir og ýmsir sértrúarsöfnuðir einnig
langt frá því að vera kristnir, þó það telji
sig svo. Stærsta kirkjudeild kristninnar —
rómverk-kaþólska kirkjan — er safntrú
heiðinna og hálfkristinna kenninga og er
táknuð með dýri í sjálfri spádómsbók
Krists — Opinberunarbókinni. Víða í
kristninni eru hroki, sjálfsblekking og
fjandskapur í annarra garð, meiru ráð-
andi bróðurhugur, umburðarlyndi og
hjálpsemi. Þannig er ástandið nú á tím-
um því nákvæmlega eins og Kristur og
postular hans lýstu að verða mundi, áð-
ur en „endalokin" kæmu.
Kristur segir að tímarnir muni verða
líkir og „dagar Nóa voru“. Hvernig voru
dagar Nóa? Um það segir í 1. Mósebók:
„Jörðin var spillt í augsýn Guðs og jörð-
in fylltist glæpaverkum — — — því að
allt hold hafði spillt vegum sínum á jörð-
inni“. Og ennfremur: „Illska mannsins
var mikil á jörðinni og allar hugrenning-
ar hjarta hans voru ekki annað en illska
alla daga.“ Er það ekki eitthvað svipað
nú, þegar mannkynið allt stynur af ótta
við algjöra tortímingu í alheims atóm-
stríði?
Páll postuli gefur einnig lýsingu á
ástandinu eins og það muni verða við
endalokin. Hann segir:
„En vita skalt þú, að á síðustu dög-
um munu koma örðugar tíðir, því að
mennirnir munu \’erða sérgóðir, fé-
gjarnir, raupsamir, hrokafullir, last-
mælendur, foreldrum óhlýðnir, van-
þakklátir, vanheilagir, kærleikslausir,
óhaldinorðir, rógberandi, bindindis-
lausir, grimmir, ekki elskandi það
sem gott er, sviksamir, framhleypnir,
ofmetnaðarfullir, elskandi mannlífið
meira en Guð og liafa á sér yfirskyn
guðhræðslunnar en afneita hennar
krafti." (II. Tím. 3. 1-4).
Aldrei fyrr hefir þessi lýsing átt jafn-
vel við og nú, þegar litið er yfir alla
heimsbyggðina. Augljóst er að fráfallið
frá kristindóminum er orðið stórkost-
legt um allan hinn kristna heim, og al-
heiðnar og hálfheiðnar trúarstefnur sigla
hraðbyri inn í trúarlíf vestrænna, krist-
inan þjóða. Og hér verður ekki snúið við
með neinum alþjóðasamtökum eða öðr-
um slíkum mannlega upphugsuðum ráð-
um. Hið eina sem bjargað getur kristin-
dóminum og vestrænni menningu, end-
urlífgað hana og skapað nýtt viðhorf, er
að vestrænar þjóðir skilji Jjað, að þær
eru hinn forni ísrael og hegði sér sam-
kvæmt því. Þá verður Biblían auðskild-
ari öllum en nú er, og þá hverfa af sjálfu
sér þeir sértrúarhópar og kreddukerfi,
sem nú hindra, — jafnvel meira en spiri-
DAGRENNING H